Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Standa sam­an

29. júlí 2006

Hversu oft koma fram frétt­ir um að op­in­ber­ir sjóð­ir hafi ver­ið not­að­ir til að draga úr eða koma í veg fyr­ir áfall ein­hverra fárra, oft­ast vina þeirra sem ráða? Í Blað­inu var frétt þar sem Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur at­vinnu­líf­ins lét 35 millj­ón­ir í fyr­ir­tæki sem stefndi ákveð­ið í þrot, samt var ákveð­ið að fórna mikl­um pen­ing­um frá sjóðn­um í fyr­ir­fram dauða­dæmt fyr­ir­bæri.Það fór sem flesta grun­aði, rekst­ur­inn stöðv­að­ist, eign­ir og pen­ing­ar urðu að engu. Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur sat eft­ir með iðn­að­ar­hús, sem af góð­um mönn­um var met­ið á sex­tíu millj­ón­ir króna í op­in­ber­um bók­um en eft­ir marg­ar til­raun­ir og mikla þraut­ar­göngu fannst kaup­andi. Hann var til­bú­inn að borga 100 þús­und krón­ur fyr­ir bygg­ing­una, bygg­ingu sem met­in var á sex­tíu millj­ón­ir. 100 þús­und krón­urn­ar runnu til Ný­sköp­una­sjóðs, nán­ast sem háð. Tap­ið minnk­aði um þess­ar 100 þús­und krón­ur. „Ný­sköp­un er þeim ósköp­um gædd að stund­um tap­ar mað­ur og græð­ir stund­um,“ sagði fjár­mála­stjóri Ný­sköp­un­ar­sjóðs um fjár­fest­ing­una í dauða­dæmda fisk­eld­inu í Skaga­firði. Hann sá ljós­ið. Hann sagð­ist dauð­feg­inn að losn­að við hús­ið, þó ekki hafi feng­ist nema 100 þús­und krón­ur fyr­ir það, enda hafi löng þraut­ar­ganga ver­ið að baki þar sem kaup­end­ur fund­ust ekki lengi vel og auk þess hafi bygg­ing­in kall­að á við­hald.Þetta er ekki versta til­fell­ið og fjarri því það dýr­asta. Það sem er merki­legt við þetta allt er að það er öll virð­ist standa á sama, for­svar­mönn­um Ný­sköp­un­ar­sjóðs er bara létt og eng­in við­brögð hafa kom­ið ann­ars stað­ar frá. Reynd­ar hef­ur þing­mað­ur­inn Magn­ús Þór Haf­steins­son lát­ið mál­ið til sín taka og sagði í Blað­inu að ódýr­ara hefði ver­ið að slátra seið­un­um strax en ala þau í slát­ur­stærð. En sá var yf­ir­lýst­ur til­gang­ur að­komu Ný­sköp­un­ar­sjóðs, að ala barra­seiði í slát­ur­stærð. Pen­ing­ana, sem not­að­ir voru, fékk Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur við sölu á Stein­ull­ar­verk­smiðj­unni á Sauð­ár­króki og þeir áttu ef­laust að fara til að efla at­vinnu­líf­ið eft­ir að versk­miðj­an lok­aði. Svo fór ekki.Ekk­ert benti til ann­ars en að um glóru­lausa fjár­fest­ingu með op­in­bert fé hafi ver­ið að ræða. Sag­an end­ur­tek­ur í sí­fellu og aft­ur og aft­ur er op­in­bert fé not­að með þess­um hætti. Fyr­ir ekk­ert svo mörg­um ár­um voru til svo­kall­að­ir skussa­sjóð­ir. Þeir voru af­lagð­ir og lof­að var að sér­tæk­ar að­gerð­ir heyrðu sög­unni til. Þrátt fyr­ir fyr­ir­heit og fag­ur­gala end­ur­tek­ur sag­an sig. Grun­ur er um að ástæðu­laust með öllu hafi ver­ið að freista þess að rétta fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­ið í Skaga­firði við, það hafi bara ver­ið gert til að lina þján­ing­ar í skamm­an tíma og án þess að ætl­ast til að þess að Ný­sköp­un­ar­sjóð­ur fengi nokkru sinni til baka það sem lagt var til. Þessi sami sjóð­ur hafði ekki í lang­an tíma get­að lagt ný­sköp­un lið þar sem pen­ing­arn­ir voru bún­ir, höfðu ver­ið not­að­ir í ým­is verk­efni, von­andi happa­drýgri en barra­björg­un­in í Skaga­firði. Að lok­um snýst sam­fé­lag­ið okk­ar svo oft um það sama, að standa sam­an, eink­um á kostn­að ann­arra.

Í rétta átt

19. júlí 2006

„Það er und­ar­legt þeg­ar lit­ið er til ná­granna­land­anna þá eru að með­al­tali fimm pró­sent þeirra sem eru 65 ára og eldri á stofn­un­um, en hér á landi er þetta hlut­fall níu pró­sent.“Þetta sagði Ólafur Ólafsson, talsmaður eldri borgara, í Blaðinu í gær. Það er rétt hjá Ólafi, það hlýtur að vera undarlegt ef íslenskir eldri borgara fara á stofnanir frekar en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum. Þess vegna ber að fagna ef vinna á gegn því með þeim aðgerðum sem eldri borgarar og ríkisvaldið hafa sammælst um.Ól­af­ur sagði fagnar að hverfa eigi frá svo mikilli stofn­ana­þjón­ustu sem verið hefur og stór­efla eigi heima­þjón­ustu.Ól­afur sagði fleira sem gott, sem rétt er að staldra við. Hann sagði merki­legt hvað við Ís­lend­ing­ar látum gam­alt fólk af­skipta­laust, sam­an­bor­ið við ná­granna­þjóðir okkar. „Eldri borg­ar­ar hafa ekki sömu samn­ings­að­stöðu og til dæm­is ASÍ. Við höf­um eng­an verk­falls­rétt og get­um í raun ekki ógn­að með neinu,“ sagði Ólafur.Vissulega vilja allir verða gamlir, allir vilja lifa lengi og sem best. Þess vegna snertir afskiptaleysi þeirra sem ráða og okkar hinna, í málum eldri borgara, okkur sjálf. Þetta er spurning um líf og lífsgæði allra, ekki fárra og ekki bara þeirra sem eldri eru. Samkomulagið sem nú hefur verið gert er ekki lokamark, alls ekki og það eru allir vissir um.„Við höf­um náð að opna nýj­ar dyr, en svo fer það eft­ir þró­un verð­bólg­unn­ar hver ár­ang­ur­inn verð­ur. Ég lít hins veg­ar á þetta sam­komu­lag sem skref í rétta átt,“ sagði Ól­af­ur Ól­afs­son, um sam­komu­lag rík­is­ins til að bæta kjör eldri borg­ara á næstu fjórum árum.Með sam­komu­lag­inu er með­al ann­ars stefnt að því að hækka líf­eyr­is­greiðsl­ur, minnka skerð­ing­ar og gera starfs­lok sveigj­an­legri þann­ig að líf­eyr­is­greiðsl­ur hækki við frest­un á töku líf­eyr­is. Ólafur sagði um þetta: „Að­al­áhersla okk­ar sner­ist um að hækka skatt­leys­is­mörk og ná lægra skatt­þrepi en það tókst hins veg­ar ekki. Sam­komu­lag­ið er spor í rétta átt, en það fer hins veg­ar al­veg eft­ir þró­un verð­bólg­unn­ar hvern­ig spil­ast úr þess­um bót­um.“Nú er það stjórnmálamanna að fylgja þessu eftir, ekki dugar að hverfa af leið einsog svo oft áður. Nærtækt er að nefna vegaáætlun sem hefur meira að segja verið samþykkt af Alþingi, en er skömmu síðar gjörbreytt. Stjórnmálamenn verða að vinna með þeim hætti að við getum treyst orðum þeirra. Það skal gera núna, verum viss um að hugur fylgi máli og aldraðir hafi náð að opna nýjar dyr og tekið skref að bættum kjörum.

Þreytandi fólk

18. júlí 2006

Þau sem nú sitja í meirihluta í borgarstjórn virðast nota flest tækifæri sem þeim gefst til að finna að öllu sem forverar þeirra gerðu, benda á þetta og benda á hitt, allt til að gera hlut sinn meiri og hinna minni. Þetta eilífa tuð um þau sem voru á undan er þreytandi og reyndar ekki bjóðandi. Stjórnmálamenn verða að nota lokaða sali til að rífast um það sem ekkert er og hlífa okkur hinum við karpinu.Gísli Marteinn Baldursson hefur hugsanlega verið manna duglegastur við þessa iðju. Hann virðist ekki komast úr kosningahamnum. Í Blaðinu í gær er hann spurður, í annars merkilegri frétt, um bensínstöðvarklúðrið mikla. Öllum er ljóst að fulltrúar R-listans bera ábyrgðina á vandanum, það hefur margsinnis komið fram. Gísli Marteinn er fastur í kosningafarinu, hann segir ekki hægt að hætta við framkvæmdina og orðrétt segir hann: “Ég hef verið á móti þessu máli frá upphafi. Mér finnst þetta ákaflega vond staðsetning og að mínu mati er það algjörlega óskiljanlegt hvað gamla meirihlutanum gekk til þegar þetta var ákveðið. Vegir R-lsitans virðast órannsakanlegir en við sitjum uppi með þetta og ef við ætluðum okkur að breyta þessu gætum við átt yfir höfði okkar stórt skaðanbótamál.”Vissulega ber að benda á alla þá óhæfu sem gerð hefur verið. En samt sem áður þurfa þeir, sem hafa verið kjörnir til að stjórna og hafa gengist við hlutverkinu, að horfa fram á við án þess að vera sífellt að tuða um það sem liðið er. Reykjavíkur bíður margt. Ekki síst að sem flestir finni til þess að borgin er eign allra borgarbúa og um leið allra landsmanna. Margt er ógert og þaðer  full ástæða til að þeir sem stjórna borginni hafi glögga framtíðarsýn og láti til sín taka í þeim verkum sem þarf að vinna, og hætti að líta eilíft um öxl.Kosningaloforðin voru mörg og mikil og reyndar er það svo að borgarbúar almennt ætlast ekkert til að við þau verði staðið, það er ekki vaninn, enda flest gleymd. Gagnslaust er að rifja upp flugvöll á Lönguskerjum, hraðbraut undir Sundin og fleira tröllslegt. Þeir sem lofuðu vissu að kjósendur trúðu fáu, þannig hefur það verið og þannig er það og þannig verður það.Kjósendur láta eitthvað óþekkt ráða afstöðu sinni. Ekki trúverðugleika og oðrheldni. Þess vegna geta frambjóðendur lofað og lofað, enginn ætlast til þess að við orðin verði staðið, hvorki þeir sem lofa né þeir  sem lofað er.Meirihlutafólkið í Reykjavík verður að hætta líta að til baka, bæði til þess sem þreyttur R-listi gerði og gerði ekki. Verkefnin eru næg og þau sem voru kosin voru kosin til að vinna að því sem þarf að leysa, ekki til að vera upptekin af því sem klaga má upp á þá sem fengu langþráða hvíld.

Meiraprófsfantar

Mikil ósköp er að frétta af fantaskap nokkurra meiraprófsbílstjóa. Sumir þeirra hirða ekkert um lög í landinu og keyra með óvarin malarhlöss með þeim afleiðingum að grjót og möl hrynja af pöllunum með stundum alvarlegum afleiðingum og aðrir reyna að troðast á alltof stórum bílum í gegnum jarðgöng sem eru langtum þrengri en bílarnir. Samt er reynt að brjótast í gegn.Eflaust er það þannig að flestir meiraprófsbílstjórar eru með miklum ágætum og reyna ekki að troðast í þröng jarðgöng og flestir láta sér ekki koma til hugar að aka um með óbeislaðan farm, farm sem getur bæði skaða fjölda fólks og valdið miklu tjóni. Þeir sem hagar sér á hinn veginn er stórhættulegir.Auðvitað er það merkilegt að ítrekað reyni ökumenn að koma alltof stórum bílum inn í jarðgöng, jarðgöng sem þeir vita að eru of lítil, en  þeir reyna samt og skapa með því stórkostlega hættu fyrir annað fólk og valda miklum skemmdum. Þrátt fyrir að vita betur, reyna þeir og það á fleygiferð. Myndbönd hafa sýnt og sannað þetta ósvífna háttarlag.Blaðið hefur flutt fréttir af því að nokkuð er um að bílstjórar noti ekki net eða annan búnað til að tryggja að farmur hrynji ekki af pöllunum, sérstaklega á þetta við grjót- og malarflutninga. Svo langt ganga bílstjórarnir að dæmi eru þess að lögregla leiti fantanna. Í Blaðinu í gær var frétt af vélhjólamanni sem varð fyrir ökufanti sem hafði dreift jarðvegi á hringtorg með þeim afleiðingum að vélhjólamaðurinn datt, slasaðist nokkuð og stórskemmdi hjólið. Þar sem bílstjóri malarbílsins hélt ferðinni áfram einsog ekkert hefði í skorist og ekki hefur tekist að finna hann situr vélhjólamaðurinn uppi með skaðann og meiðslin. Og þarf aukin heldur að reiða fram stórfé í sjálfsábyrgð til tryggingarfélagsins. Lögreglan leitar hins vegar fantsins.Svo berast fréttir um að ökumaður olíubílsins sem valt í Ljósavatnsskarði hafi ekkert hirt um hraðatakmarkanir og ekki getað mætt öðrum trukki nema með þeim afleiðingum sem eru þekktar. Þetta er ekki einleikið og ekki ásættanlegt. Það er ástæða fyrir að venjulegt fólk þorir varla að keyra um landið af ótta við trukkana, vitandi að undir stýri á sumum þeirra eru menn sem ekkert virða, hvorki lög, líf og heislu annarra eða eignir.Það þarf móralska breitingu. Bílstjórar verða að eiga frumkvæðið og sjá til þess að innan stéttarinnar verði vakning og að okkur hinum standi ekki stanslaus ógn af háttarlagi fárra fanta.

Það er komið nóg

Mikil ósköp er að lesa innlegg alþingismannsins og skólameistarans fyrrverandi, Jóns Bjarnasonar, til hugsanlegra breytinga á matarverði. Hann undrast að Alþýðusamband Íslands skuli styðja lækkun matarverðs með lækkun verndartolla og afnámi hafta. Jón skilur ekki um hvað er tekist og um hvað er fjallað. Hann hefur áhyggjur af þeim sem starfa við matvælaframleiðslu og að lífskjör þeirra hrynji og að það sé hlutverk allra að halda starfsemi gangandi, hvað sem hún kostar, til þess eins að þeir sem starfa við matvælaframleiðslu missi ekki atvinnu sína og öryggi.Málið snýst barasta ekkert um það. Það er merkilegt að alþingismaðurinn skuli ekki vera víðsýnni. Það er aldeilis undarlegt að heyra fólk tala með þessum hætti. Fyrir Jón Bjarnason og þá sem eru sama sinnis er þarft að hlusta eftir því sem mestu skiptir. Matvælaverð á Íslandi er með því hæsta sem gerist, vextir eru hærri hér en víðast annarsstaðar og svona er hægt að telja áfram. Aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnmálamanna eru helstu orsök þessa alls. Almenningur veit það og mönnum einsog Jóni Bjarnasyni er best að finna leiðir til að bæta lífskjörin en ekki vera uppteknir af því einu að viðhalda því sem stenst ekki kröfur samfélagsins.Svo er alls ekki að nokkur einasti maður vilji leggja niður landbúnað á Íslandi og svo er alls ekki að nokkur maður vilji leggja niður matvælaframleiðslu. Hitt er annað að það er til fólk sem óttast ekki breytingar og það er til fólk sem hefur fulla trú, að þó járntjöld verði felld, og okkur verði gert mögulegt að borga minna fyrir matinn verði áfram landbúnaður á Íslandi og áfram verði unnin matvara. Það er hreint út sagt galið að tala einsog þingmaðurinn og fleiri sem hafa látið til sín taka í þessari umræðu. Það er bara komið nóg.Segja má að við höfum lagt af stað til lækkunar matarverðs og þingmenn stoppa ekkert þá ferð. Skriðþungi þjóðarinnar er meiri en svo að þröngsýni fárra dugi til að stoppa skriðuna. Þegar fólkið hefur sigur í matarverðinu verður lagt af stað í næstu árás gegn þröngsýni og afturhaldi og svo koll af kolli. Það er komið nóg.Þeir sem verjast því að við fáum að kaupa matinn, á ámóta verði og fólk í næstu löndum, hafa gripið til raka sem ekki halda, strá jafnvel efasemdum hingað og þangað. Til dæmis að kaupmönnum sé ekki treystandi og að þeir muni hirða allan ávinninginn. Þeir mótmæla eðlilega og þykir að heiðri sínu vegið. Svo koma einstaka menn og segja að verja beri landbúnaðinn og jafnvel hvað sem það kostar. Það gerir landbúnaðinum ekki gott, það gerir neytendum ekki gott og það gerir þeim sem þannig tala heldur ekki gott.Það er meira en skiljanlegt að Alþýðusamband Íslands vilji breytingar á matarverði. Það er skylda sambandsins að vilja bæta kjör fólks. Mikill ávinningur verður fyrir marga þegar þröngsýnin verður hrakin úr vörninni. Það væri áfellisdómur yfir forystu launafólks óskaði hún ekki eftir að verð á helstu nauðsynjum verði lækkað. Þeir sem ekki skilja, eru úti móa.

Ákærendur

Mikil ábyrgð er lög á þá sem fara með ákæruvald. Rétt einsog með annað vald fer best þegar því er beitt af varúð og hófsemi. Mörgum var brugðið þegar saksóknarinn í Baugsmálinu sagði ekki útilokað að ákært verði í þriðja sinn í einum þætti málsins, þrátt fyrir að dómstólar hafi í tvígang vísað sakargiftunum frá með þeim rökum að engin glæpur hafi verið framinn. Það er jú hltuverk ákærenda að finna glæpi og fá ákærða dæmda fyrir þá. Ef dómstólar ítrekað segjast ekki finna glæpi sem ákært er fyrir er ekki þolandi að valdsmaðurinn beiti valdi sínu einsog og nú er hótað. Það er ekki þolandi.Ekki má gleymast að bæði karlar og konur, ungir sem gamlir, ríkir jafnt og fátækir hafa tilfinningar. Valdsmenn verða að kunna að taka ósigrum og láta af gerðum sínum þegar þeir ítrekað fá þá niðurstöðu frá dómstólum að þeir vaði reyk.Samfélagið hlýtur að andmæla. Þegar mikið gerist, hús brenna, slys verða, náttúran minnir á sig eða maðurinn tekur ákvörðun um virkjanir eða annað sem fellur fólki misvel kemur stundum í ljós samtakamáttur fólks. Hversu langt má valdið ganga, hversu mikið er hægt að umbera af ofbeldi valdsins og kannski réttast að spyrja hversu margir hafa orðið fyrir ofbeldi valdsins og hafa ekki getað varist. Sú spurning er áleitin og eins spurningin um hvers vegna ákærendinn láta sér ekki segjast, hvað knýr hann áfram?Steinn Steinarr orti kvæði sem minnir okkur á hversu samtaka við getum verið þegar ógn stafar að hinu veraldlega en hversu afskiptalaus við getum verið þegar raunir einstaklinga verða miklar:Það kviknaði eldur á efstu hæð,í einu húsi við Laugaveginn.Og því verður ekki með orðum lýst,hvað allur sá lýður varð harmi sleginn.Það tókst þó að slökkva þann slóttuga fant,því slökkviliðið var öðrum megin.Og því verður ekki með orðum lýst,hvað allur sá lýður varð glaður og feginn. En seinna um daginn, á sömu hæð,í sama húsi við Laugaveginn,þá kviknaði eldur í einni sál,í einni sál, sem var glöð og fegin.Og enginn bjargar og enginn veit,og enginn maður er harmi sleginn,þó brenni eldur með ógn og kvölí einu hjarta við Laugaveginn.

Leysa vandann sjálf

Getur verið að vilyrði um að Landhelgisgælan yrði flutt til Suðurnesja hafi alltaf verið inanntóm, aldrei hafi verið mark á þeim takandi.Það hef­ur ekki kom­ið til tals en það er ekki í mínu valdi að taka nein­ar ákvarð­an­ir í þeim efn­um, sagði forstjóri Landhelgisgæslunnar í Blaðinu í gær, um þá staðreynd að gæslan verður áfram í Reykjavík. Dómsmálaráðherra er viss um hvað vill, Gæslan verður áfram í Reykjavík og neitar að það sé vegna þess að hann er þingmaður Reykvíkinga. „Þeir kom­ast aldrei út úr Reykja­vík þess­ir háu herr­ar,“ sagðiKrist­ján Gunn­ars­son, formaður Verkalýðsfélagsins í Keflavík, og benti á að dóms­mála­ráð­herr­ann sé þing­mað­ur Reyk­vík­inga. „Mað­ur velt­ir því fyr­ir sér hvort að það hafi ver­ið að þvæl­ast fyr­ir hon­um í þessu máli. Auð­vit­að eru þetta djöf­uls von­brigði ef þetta verð­ur nið­ur­stað­an, ver­andi með alla þessa að­stöðu, hús­næði og fleira til stað­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli.“ Suðurnesjamenn höfðu greinilega skilið ráðamenn þannig að Gæslan yrði meðal þess sem að þeim yrði rétt eftir að Varnarliðið fer og skilur eftir hundruði atvinnulausra. En hvað ætli sé til ráða á Suðurnejsum, er rétt af þeim sem þar búa að leggja skilning í orð stjórnmálamanna, eða er eitthvað annað til ráða. Gefum Kristjáni Gunnarssyni orðið:“Ætli Suð­ur­nesja­menn verði ekki bara að leysa úr þessu sjálf­ir eins og þeir eru van­ir, ég er far­inn að hall­ast að því,“ seg­ir Krist­ján. Sennilega yrði það besta lausnin að heimamenn geri það sem þarf að gera en leggi ekki traust sitt og trúnað á að aðrir bjargir því sem bjarga verður. Vonlítið er að treysta á aðra, en það breytir samt ekki því að Suðurnesjamenn telja sig hafa verið í þeirri stöðu að eitthvað væri að marka orð ráðamanna sem kepptust um tíma til að koma á fundi og tala í lausnum.„Þetta eru fyrst og fremst mik­il von­brigði,“ sagði Krist­ján Gunn­ars­son.„Mað­ur velt­ir því fyr­ir sér hvort að menn meini eitt­hvað með því sem þeir sögðu þeg­ar tal­að var um að gera eitt­hvað í mál­um Suð­ur­nesja­manna til þess að reyna að efla hér at­vinnu í kjöl­far þess að varn­ar­lið­ið er á för­um. Ég held að þetta risti bara ekki dýpra og menn eru greini­lega ekki að meina neitt með því þeg­ar þeir eru að kvaka um þessi mál.”Sennilega er það farsælast að sú hugsun verði ráðandi á Suðurnesjum að þar verða lausnirnar að fæðast og verða að veruleika, ekki er burðugt að treysta á aðra og alls ekki að lausnirnar séu þær skárstar að færa atvinnu frá einu stað í annan. Það er ekki lausn, það er að færa til vanda.

Hundalógík

Merkilegt að heyra í ráðamönnum um hátt matarverð og hvað ber að gera til að létta okkur lífið, leyfa okkur að búa við ámóta verðlag og þekkist hjá öðrum þjóðum.Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gær að alls ekki sé víst þó að ríkið losi um sínar heljaklær og falli frá hluta þess sem það leggur á lífsnauðsynjarnar að það skili sér til neytenda, hann sagði það bara alls ekki víst. Fákeppni í verslun er það mikil að mati ráðherrans að allsendis er óvíst að lækkun skatta og lækkun á álögum hins opinbera skili sér til neytenda. Skilja mátti forsætisráðherrann þannig að fjandans kaupmennirnir myndu hirða allt sem sparast. Hann tók sem dæmi að sælgæti seljist fínt og ef opinberar álögur verða lækkaðar sé allt eins hægt að reikna með að kaupmennirnir lækki nammið ekki, heldur hagnist sjálfir á hugsanlegum breytingum. Það var og. Fleira hefur verið nefnt og sá ótti er uppi núna að ráðamenn geri fátt til að lækka matarverðið, með þeim rökum að kaupmönnum, sem eru sagðir í fákeppni og þá væntanlega ekki í nógri samkeppni, hirði allt sem neytendum er ætlað.Það væri í lagi að reyna, ráðamenn. Reynum kaupmennina, reynum milliliðina, reynum hvert á annað og sjáum til hvort við getum ekki bara treyst hvert öðru. Það er ekki mikils virði að neita að framkvæma bara vegna vissu um að einhverjir muni svindla.Sami tónn heyrist hjá svo mörgum stjórnmálamönnum þegar þeir verjast lögum á fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka. Þeir segja að ekki sé hægt að setja lög einsog þekkjast í öðrum löndum, jú vegna þess að einhverjir muni bara fara í kringum lögin. Með svo rakalausum rökum hefur stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum tekist að verjast lögum um eigin starfsemi. Það setur að mörgum kaldan hroll þegar sama, eða svipuð, hundalógík heyrist þegar verið er að ræða jafn knýjandi mál og lækkun matarverðs. Fyrirfram gefinn ótti um illsku kaupmanna má ekki verða til þess að ekkert breytist. Fólkið í landinu hlýtur að benda ráðamönnum á að þetta er ekki þolandi. Það er augljós krafa um að gera breytingar, svo sterk krafa að aum hundalógík má ekki verða til að þess að ekkert eða alltof lítið verði gert.Engin rök eru heldur nógu sterk til að renna stoðum undir þær umkvartanir, að breytingar á verndartollum og afnám annarra hafta sé aðför að landbúnaði, bara alls ekki. Íslenskur landbúnaður er fínn, svo fínn að frá honum koma kannski fínustu matvæli í heimi. Það mun ekkert breytast, það er frekar að neysluvenjur muni breytast og fari svo að íslenskar vörur verði dýrari en innfluttar er fjarri lagi að halda að við munum ekki oft og iðulega velja íslenskar vörur. Við viljum bara fá að velja, einsog og aðrar þjóðir.Vonin er samt ekki mikil, nánast afar veik. Tóninn í þeim sem mestu ráða er ekki betri en svo að sennilega verður enn aftur kosið að gera ekkert, eða sem minnst. Og að áfram verðum við sætta okkur við að þrengri kost, aðeins vegna kjarkleysis ráðamanna.

Við og hinir

Visitalan hækkar, skuldirnar hækka og við skuldugir erum verr settir en áður, en hvað með þá sem við skuldum, þá sem eiga skuldirnar? Ætli staða þeirra versni um leið og staða okkar hinna? Getur verið að peningarnir sem við skuldum séu fengnir úr öðru umhverfi, umhverfi þar sem ekki er verðtrygging og vextirnir þar slái ekki nein met, kannski eru þetta bara venjulegir vextir, vextir einsog flestir í útlöndum borga? Ég held það.Hver veltir lengur fyrir sér hvað bensínið kostar hverju sinni? Hver man hvað bensínið kostaði í gær? Fáir, ef nokkur. Sama er að segja um vextina. Almenningur er hættur að vita hvað yfirdráttarlánin kosta, hvað þetta kosta og hvað hitt kostar. Kannski hefur góðæri síðustu ára veikt varnirnar, við erum góðu vön og skrefin til baka geta verið þyngri en svo að við kærum okkur um stíga þau. Höldum þess í stað áfram að borga fyrir þægindin, fyrir óþarfan, fyrir nauðsynjarnar án þess að fylgjast svo grannt með hvert verðið er. Þannig er það oftast.Vissulega er ástæða til að hlusta þegar búist er við að staða okkur versni, verðbólga aukist, höfuðstóll lánanna hækki, tryggingarnar að baki lánanna, það er heimilin, lækki og þess vegna er hætt á að skuldirnar verði jafnvel hærri en eignirnar. Það verður vond staða, staða sem við viljum ekki að verði. Þess vegna lögðum við trú okkar og von á að þeir sem hafa tekist á að vísa veginn, þeir sem hafa sóst eftir að leiða okkur áfram gerðu sitt til að hagur okkar allra yrði eins góður og kostur var á.Ríkisstjórn, fulltrúar launafólks og atvinnurekenda komust að samkomulagi, samningum verður ekki sagt upp. Við stundum af feiginleik. Þá kom aðalbankastjóri Seðlabankans og fyrrum efnahagsmálaráðherra þjóðarinnar og sagði samkomulagið svo sem ágætt, skref í rétta átt, en ekki nóg, ekki nóg. Nokkrum dögum síðar tilkynnir þessi sami maður hækkun stýrivaxta, meiri hækkun en aðrir höfðu reiknað með. Enn eitt metið var fallið, hvergi hærri vextir. Þá sögðu þeir sem áður höfðu gert samkomulag að Seðlabankastjórinn væri með ákvörðun sinni að kalla fram harða lendingu í efnahagsmálum. Sem væntanlega er vond fyrir okkur. Hvaða menn eru þetta? Atvinnurekendur, launþegar og ráðherrar gera ekki nóg að mati Seðlabankans sem aftur á móti fær þann dóm frá hinum að bankinn geri alltof mikið. Við hin getum fátt, lokum gluggunum og vonum að allt fari vel, þrátt fyrir að engum virðist treystandi, hvorki veðri né vitringum.

Formannskjör í Framsókn

Eftir að hafa heyrt til eina yfirlýsta frambjóðandans í væntanlegu formannskjöri í Framsóknarflokknum er kallað eftir að fleiri gefi kost á sér. Ekki er nokkur vafi um að Jón Sigurðsson ráðherra er hinn vænst maður, ekki nokkur vafi, vel menntaður og heiðarlegur. Hann skortir samt margt sem stjórnmálaforingi þarf að hafa til að bera.Jón talar sem fræðari frekar en foringi, hann tjáir sig með þeim hætti að svo virðist sem hann ætlist til að á hann sé hlustað, glósað niður og hlustandinn geri síðan sitt besta með upplýsingarnar, eða réttara sagt fróðleikinn. Er einsog vandaðru en þurr kennari. Við sem erum ekki í flokknum, við sem þurfum ekki að hlusta frekar en við viljum, okkur leiðist og við læðumst út úr tímanum.Framsókn á Guðna Ágústsson sem er eins ólíkur Jóni Sigurðssyni og hugsast getur. Guðni talar kannski ekki í lausnum, veit ekki allt og skilur ekki allt. Guðni talar einsog okkur langar að heyra, og jafnvel einsog okkur langar að tala. Guðni er orðheppinn húmoristi og það hefur dugað honum hingað til. Auðvitað er það svo að orðheppni og skemmtilegheit duga ekki til að verða í fremstu röð áhrifamanna í samfélaginu. Þangað stefnir Framsókn heldur ekki og þá ekki heldur næsti formaður flokksins. Framsóknar hlýtur að bíða það hlutskipti að verða í stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Þess vegna er val um næsta formann, val um leiðtoga flokks utan ríkisstjórnar.Kannski er það svo að Jón Sigurðsson skorti klækina og leiknina til að komast framhjá því sem mestu skiptir sem gerir hann svo ópíltiskan sem raun er á. Guðni kann leikinn betur, hann kemst upp með að svara í stöku setningum, stundum á skjön við það sem hann er spurður og það er fínt fyrir stjórnmálamenn að komast up með það, það má vel vera að það sé ekki eins fínt fyrir stjórnmálin.Við fjölmörgu sem höfum í raun litlar áhyggjur af því hver verður næsti formaður Framsóknarflokksins getum allavega vænst þess að um flokkinn leiki skemmtilegir og óvæntir straumar. Guðni er liklegri en Jón til að svo verði. Annað sem verður spennandi ef ráðherrarnir tveir berjast um formannsstólinn er hversu ólíka leið þeir hafa farið. Guðni er margreyndur í stjórnmálunum, hefur unnið sig upp skref fyrir skref, kemur úr grasrót flokksins, sonur þingmanns, sveitamaður af guðs náð og er hrókur alls fagnaður, sannur sveitasómi og eftir er honum er tekið hvar sem hann fer. Jón hefur hins  unnið fyrir flokkinn störf sem almenningur hefur svo sem ekki veitt eftirtekt, hefur ekki verið í framboði og þess vegna aldrei staðið sjálfur í opinberri baráttu. Hann er ráðherra án þess að hafa verið kosin af neinum, jú af einum, Halldóri Ásgrímssyni fráfarandi formanni. Það er veganesti hans í stjórnmálin. Áður vann hann sér inn meiri menntun en gengur og gerist. Guðni er minna menntaður í skólum, en menntun er svo sem sótt víðar en í skóla. Þeir eiga ólíkan feril að baki. Svo ólíkan að það væri hreint yndislegt að sjá flokksfólk Framsóknar velja á milli þeirra.ahan

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband