Hvað ef?

Hefðu Baugsmenn aldrei keypt hlut í fjölmiðli og ef æðsti stjórnandi Morgunblaðsins hefði ekki átt beina aðild að upphafi Baugsmálsins er nokkuð víst að mun meira væri fjallað um Baugsmálið en gert er og gert hefur verið.

Staða málsins er svo sérstök að sennilegasta eru engin fordæmi til um neitt ámóta. Útreið ákæruvaldsins er svo sláandi að hún kallar á sérstaka skoðun. Hvernig má það vera að ríkislögreglustjóri sem gerir hver mistökin af öðrum skuli ekki þurfa að taka pokann sinn? Hefur hann ekki misst traust? Og hvað með þann sem mestu ræður, dómsmálaráðherrann?

Sé kenningin rétt að Baugsmenn hafi keypt í fjölmiðlum til þess eins að hafa áhrif á umfjallanir um Baugsmálið rétt, er ljóst að þeir hafa fallið á eigin bragði. Eins ótrúlegt og Baugsmálið er er með ólíkindum hversu lítið fjölmiðlar fjalla um það. Breytingin verður á þegar fjallað verður um í héraðsdómi minnsta anga málsins, það er þegar komið verður að einkaneyslu einstakra manna. Gægjuþörfin mun ná allri athygli, meðan verður ekkert fjallað um rúmlega fjögurra ára klúður og ofbeldi lögreglunnar.

Ætti aðrir en Baugur í hlut, þá er trúlegast að umfjöllunin í samfélaginu væri með öðrum hætti en nú, hún væri harðari, beittari og markverðari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Örn Bragason

Liggur það ekki ljóst fyrir að Davíð og félagar sendu lögregluna til að finna "eitthvað" að hjá Baugi?  Það sem mér finnst í raun ótrúlegast er að það skuli vera hægt að ráðast inní fyrirtæki af þessari stærðargráðu á miðju bókhaldsári án þess að finna nokkuð bitastæðara á eigendurnar en raun ber vitni.  Eiginlega ætti að tilnefna Baug "fyrirmyndarfyrirtæki" í kjölfarið á þessari endalausu rannsókn.    

Hörður Örn Bragason, 30.1.2007 kl. 10:36

2 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Er þetta ekki grófasta ofbeldissaga Íslandssögunnar???  Það ætti að skoða af hverju þetta fór af stað og hvort það sé einhver sjúklegur tilgangur þarna að ræða.  Alla vega eiga Baugsmenn það inni og einnig allir Íslendingar.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 30.1.2007 kl. 14:45

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ertu að segja að Baugsmiðlar hafi lítið fjallað um málið?

Hvar hefur þú verið Sigurjón Magnús Egilsson?

Það á eftir að dæma í stærsta skattsvikamáli þjóðarinnar frá öndverðu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2007 kl. 00:31

4 identicon

Sá hlær best sem síðast hlær, sagði hrossið. Hvernig er þetta aftur á þýsku?

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 09:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband