Hval­köts­sala hins op­in­bera

Eitt­hvað það aula­leg­asta sem gert hef­ur ver­ið lengi er sam­komu­lag Ein­ars K. Guð­finns­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Krist­jáns Lofts­son­ar hvala­fang­ara. Það er svo fjarri öllu lagi að sam­komu­lag þeirra fé­laga hafi eitt­hvað með sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt ís­lensku þjóð­ar­inn­ar að gera, asna­strik þeirra hafa ekk­ert með okk­ur hin að gera. Það er reynd­ar með hrein­um ólík­ind­um að fé­lag­ar Ein­ars í rík­is­stjórn Ís­lands hafi lagt bless­un sína yf­ir þessa lif­and­is vit­leysu.Eft­ir að þeir fé­lag­arn­ir ákváðu vit­leys­una hef­ur hver þvæl­an rek­ið aðra. Þeir fé­lag­ar gleymdu að fá út­tekt á ma­tvinnslu­stöð­inni í Hval­firði og enn er óvíst hvort af­urð­ir af þeim sjö hvöl­um sem þeir veiddu geti far­ið til mann­eld­is. Svo er hitt að það skipt­ir kannski engu máli, eng­ir kaup­end­ur hafa fund­ist að kjöt­inu og ekki er nokk­ur mögu­leiki að við Ís­lend­ing­ar ét­um kjöt­ið þeirra Krist­jáns og Ein­ars, og varla þeir sjálf­ir. Aug­ljós eft­ir­sjá greip þá fé­laga þeg­ar þeir höfðu skot­ið sjö af þeim níu hvöl­um sem þeir ætl­uðu að fanga. Fyr­ir­slátt­ur­inn fór langt með að toppa aðra vit­leysu í mál­inu, ástæð­an var sögð sú að dimmt væri í nóv­emb­er og veð­ur vá­lynd. Hver vissi það ekki? Vissu Krist­ján og Ein­ar ekki að hval­veið­ar voru ekki stund­að­ar á þess­um árs­tíma áð­ur en þeir hlupu á sig og ruku af stað? Kom þeim á óvart að dimmt er stór­an hluta sól­ar­hrings­ins í nóv­emb­er? Eða var ástæð­an fyr­ir því að veið­um var hætt sú að nóg er að eiga verð­laus­ar af­urð­ir af sjö stór­hvel­um og ástæðu­laust var að bæta meiru við þær verð­lausu af­urð­ir?Mik­ið má vera ef asna­skap­ur­inn hef­ur ekki fælt marga Ís­lend­inga frá því að vilja að við tök­um upp hval­veið­ar á ný. Trú­leg­ast er helsti ávinn­ing­ur þeirra fé­laga sá að hafa fælt fólk frá þeirra eig­in mál­stað og þeir hafa trú­leg­ast unn­ið til þess að ekki verð­ur minnsti vilji með­al Ís­lend­inga til að byrja þar sem frá var horf­ið fyr­ir tutt­ugu ár­um. Með þess­um ein­stöku veið­um hef­ur þjóð­in orð­ið fyr­ir skaða, álit okk­ar út á við hef­ur beð­ið hnekki, við er­um ekki eins mark­tæk í um­ræðu um um­hverf­is­mál eins og helst yrði á kos­ið og Ís­lend­ing­ar þurfa að gjalda kjána­skap­ar­ins hér og þar í heim­in­um.Ef sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hefði vilj­að taka al­vöru ákvörð­un um hval­veið­ar þá væri stað­an önn­ur. Þá hefði þurft að kynna veið­arn­ar með fyr­ir­vara, at­huga hverj­ir hefðu vilj­að veiða, hverj­ir gætu unn­ið af­urð­irn­ar til mann­eld­is og hver hefði vilj­að borða kjöt­ið. Ekk­ert af þessu var gert. Við höf­um orð­ið að at­hlægi og Ís­lend­ing­ar verða að gjalda vit­leys­unn­ar hér og þar. Við höf­um ekki með nokkr­um hætti sýnt heims­byggð­inni að við virð­um okk­ar eig­in sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt, alls ekki. Auk álits­hnekk­is þarf að kosta til hundr­uð­um millj­óna til að reyna hvað hægt er að gera til að draga úr af­leið­ing­um vit­leys­unn­ar og senni­lega kem­ur það í hlut Ein­ars K. Guð­finns­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra eða ann­arra ker­fisk­arla að gera allt sem þeir geta til að fá Jap­ana til að víkja af leið og kaupa af okk­ur kjöt­ið. Það yrði til að kór­óna þvæl­una að þjóð­in kosti hundr­uð­um millj­óna til að draga úr af­leið­ing­um hvala­vit­leys­unn­ar og að ís­lenska rík­ið þyrfti að standa í hval­kjöts­sölu. Hver var til­gang­ur­inn og sáu þeir sem ráða ekki vit­leys­una fyr­ir?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Kristjánsson

Hárrétt hjá þér Sigurjón! Mér finnst líka gleymast í þessari umræðu kosningabarátta Íslendinga til sætis í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Eitthvað segir mér að þessi ákvörðun muni hafi einhver áhrif á þeim bænum.

Sindri Kristjánsson, 13.11.2006 kl. 15:10

2 Smámynd: Sindri Kristjánsson

Hárrétt hjá þér Sigurjón! Mér finnst líka gleymast í þessari umræðu kosningabarátta Íslendinga til sætis í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Eitthvað segir mér að þessi ákvörðun muni hafi einhver áhrif á þeim bænum.

Sindri Kristjánsson, 13.11.2006 kl. 15:10

3 Smámynd: halkatla

þetta er besta grein sem ég hef séð hingað til þarsem tekið er á þessu hvalamáli

halkatla, 13.11.2006 kl. 18:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband