Pól­it­ík og pen­ing­ar

Mesti þung­inn er úr próf­kjör­un­um að sinni og eft­ir stend­ur að þátt­tak­end­ur hafa var­ið tug­um millj­óna í bar­átt­una. Blað­ið hef­ur leit­að til nokk­urra fram­bjóð­enda og spurst fyr­ir um kostn­að og reikn­ings­skil. Fæst­ir hafa get­að eða vilj­að svara fyr­ir um hvað bar­átta þeirra kost­aði, hver borg­aði og hvort tekj­ur allra hafa ver­ið gefn­ar upp. Þeir fram­bjóð­end­ur sem ætla sér ekki að svara þess­um spurn­ing­um falla svo sem ágæt­lega í það lands­lag sem hér hef­ur ver­ið. Pól­it­ík­us­ar hafa hing­að til kom­ið í veg fyr­ir að þeir þurfi að gera grein fyr­ir fjár­reið­um flokka og fram­boða.Au­mar til­lög­ur flokk­anna, um að þeir þurfi að skila inn bók­haldi, en það verði ekki opn­að al­menn­ingi munu líta dags­ins ljós. Lengra ganga flokk­arn­ir ekki á móti kröf­um lýðs­ins, lýð­ræð­ið er í hættu hafa hörð­ustu varn­ar­menn flokk­anna sagt. Á sama tíma upp­lýs­ist að fram­boð og jafn­vel flokk­ar hafa greitt laun­uð­um starfs­mönn­um svarta pen­inga vegna vinnu við kosn­inga­und­ir­bún­ing.Fari svo að bók­hald flokk­anna verði lok­að og það að­eins sent rík­is­end­ur­skoð­anda og það­an verði vald­ir þætt­ir birt­ir þjóð­inni er það sýnd­ar­lýð­ræði og á ekk­ert skylt við það opna sam­fé­lag sem við vilj­um hafa. Það er rök­studd­ur grun­ur um að flokk­ar eða fram­bjóð­end­ur hafi borg­að svart og í sjálfu sér er ekk­ert sem seg­ir að það verði ekki gert aft­ur, því gangi vilji þeirra eft­ir sem vilja banna að fyr­ir­tæki styrki flokk­ana, er leið hinna svörtu pen­inga áfram op­in. Þeir eru til sem kunna alla klæki sem þarf til að efl­ast. Það breyt­ist ekki þó rík­is­end­ur­skoð­andi fái bók­hald­ið til skoð­un­ar, bók­hald sem mun inni­halda stór­aukna rík­is­styrki og með­ferð flokk­anna á þeim.Eng­inn hef­ur svar­að hvað verð­ur gert til að ný fram­boð eigi kost á að keppa við þau sem fyr­ir eru þeg­ar flokk­um verð­ur ekki heim­ilt að sækja sér pen­inga til at­vinnu­lífs­ins held­ur fái fram­lög frá hinu op­in­bera, sem ef­laust verða mið­uð við styrk þeirra á þingi hverju sinni. Ein­fald­ast er að öll fram­lög verði gerð sýni­leg og með­ferð stjórn­mála­flokka á pen­ing­um verði öll­um sýni­leg og þann­ig geta kjós­end­ur með­al ann­ars tek­ið mið af ágæti flokk­anna þeg­ar milli þeirra er val­ið.Kraf­an um op­ið bók­hald er skýr. Það er ekki svar við henni að einn fái að sjá fjár­reið­urn­ar, eða jafn­vel að­eins huta þeirra. Hver sem vill á að fá að vita hver borg­ar hverj­um. Ásak­an­ir um að sterk hags­muna­sam­tök hafi borg­að tugi millj­óna í kosn­inga­sjóði væru ekki til stað­ar hefðu flokk­arn­ir ekki sér­stöðu um­fram alla aðra hér á landi. Víð­ast er þessu hag­að með öðr­um hætti og á með­an flokk­arn­ir vilja ekki sýna öll spil­in eru uppi efa­semd­ir. Auð­vit­að.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband