Lögg­an og fjöl­miðl­ar

„Lands­sam­band lög­reglu­manna lýs­ir yf­ir furðu sinni á „frétta­út­tekt” Blaðs­ins á liðn­um dög­um. Í um­fjöll­un Blaðs­ins hef­ur ver­ið fjall­að um meint brot fjölda lög­reglu­manna í tengsl­um við rann­sókn fíkni­efna­brota fyr­ir um 10 ár­um. Er því þar m.a. hald­ið fram að um 40 lög­reglu­menn hafi gerst brot­leg­ir í starfi og lát­ið að því liggja að um­fjöll­un­in sanni að lög­regl­an á Ís­landi sé spillt og ekki treyst­andi fyr­ir aukn­um rann­sókn­ar­heim­ild­um.”
Þetta er bein til­vitn­un í vef Lands­sam­bands lög­reglu­manna. Lög­regl­an kveink­ar sér und­an því að Blað­ið fjalli um mál sem hafa kom­ið upp þeg­ar lögg­an hef­ur beitt óhefð­bundn­um að­ferð­um, sem er með­al þess sem rætt er um að lög­regl­an fái víð­tæk­ar heim­ild­ir til að gera þeg­ar grein­ing­ar­deild­in þeirra verð­ur að veru­leika. Það er ekk­ert að því að Blað­ið styðj­ist með­al ann­ars við eldri mál við um­fjöll­un­ina. Svo al­var­legt var það mál að skipa varð sér­stak­an sak­sókn­ara til að rann­saka starfs­hætti lög­regl­unn­ar. Sett­ur sak­sókn­ari ákærði ekki vegna efa um að sak­fell­ing næð­ist fram. Það eru starfs­hætt­ir sem eru ekki virt­ir jafnt nú og þá ein­sog ný­leg dæmi sanna. Þrátt fyr­ir að lög­reglu­menn hafi ekki ver­ið ákærð­ir er ekk­ert sem seg­ir að fjöl­miðl­ar megi ekki og eigi ekki að segja frá svo viða­mik­illi rann­sókn á störf­um lög­regl­unn­ar, ein­mitt nú þeg­ar vald­svið henn­ar verð­ur auk­ið. Blað­ið greindi frá rann­sókn­inni og vitn­aði með­al ann­ars í mikla sam­an­tekt dóms­mála­ráð­herra. Lög­reglu­mönn­un­um þyk­ir það vond blaða­mennska og segja: „Þyk­ir Lands­sam­bandi lög­reglu­manna með ólík­ind­um að við­kom­andi blaða­menn leyfi sér að setja frá sér slík ósann­indi þar sem fjöldi lög­reglu­manna er sak­að­ur um brot í op­in­beru starfi. Með þess­ari fram­setn­ingu eru þeir lög­reglu­menn born­ir röng­um sök­um og efn­is­tök blaða­manna æru­meið­andi.” Svo bæt­ir lög­regl­an því við að hér á landi sé spill­ing í lögg­unni eng­in í sam­an­burði við Evr­ópu­lönd, hvað sem sú full­yrð­ing þýð­ir.
Lög­regl­an er ekki yf­ir gagn­rýni haf­in. Lög­regl­unni er fal­ið mik­ið vald og lög­regl­unni ber að fara með það af virð­ingu og nær­gætni. Í frétta­út­tekt­um Blaðs­ins voru nefnd mörg dæmi um að lög­regl­an hafi gert meira en við hin­ir venju­leg­ir borg­ar­ar höf­um álit­ið að lög­regl­an gerði. Með­al ann­ars kom fram að yf­ir­menn í lög­regl­unni sögðu í bréf­um að mál hafi ver­ið svæfð, jafn­vel al­var­leg og um­fangs­mik­il fíkni­efna­af­brota­mál. Það sem þar var sagt var ekki Blaðs­ins, það var hins veg­ar Blað­ið sem sagði frá því, það var Blað­ið sem sagði frá rann­sókn­um og Blað­ið birti til dæm­is yf­ir­lýs­ingu vitn­is sem kvart­aði sár­an und­an lög­regl­unni. Vissu­lega hef­ur Blað­ið geng­ið nær lög­regl­unni en flest­ir frétta­miðl­ar hafa gert. Blað­ið hafn­ar því að vera und­ir­lægja valds­ins. Það fell­ur lög­regl­unni ekki í geð. Í lok yf­ir­lýs­ing­ar lög­regl­unn­ar seg­ir: „Lands­sam­band lög­reglu­manna tel­ur um­fjöll­un Blaðs­ins í þessu máli til marks um óvönd­uð efn­is­tök og í hróp­legu ósam­ræmi við fag­lega blaða­mennsku sem al­mennt ein­kenn­ir fjöl­miðla hér­lend­is.” Er víst að hægt sé að treysta því að lög­regl­an sé dóm­bær­ust um hvað sé fag­leg­ast og hvað ekki? Senni­lega er hún ekki dóm­bær­ust á það, alls ekki þeg­ar hún sjálf á í hlut.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kominn tími til að blaðamenn gagnrýnivinnubrögð lögreglunnar, sem hefur komist upp með að kúga þá blaðamenn gegnum árin til að þegja yfir óhefðbundnum og á stundum ólöglegum vinnuaðferðum lögreglunnar. Blaðið þorir, en mun það klára?

Ólafur Skorrdal (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 15:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband