Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Sök bít­ur sek­an

20. október 2006

 Merki­legt að hugsa til baka og rifja upp kjör­tíma­bil­ið 1987 til 1991. Þá mynd­aði Þor­steinn Páls­son rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokki og Al­þýðu­flokki. For­menn þeirra flokka, Stein­grím­ur Her­manns­son og Jón Bald­vin Hanni­bals­son, voru aug­ljós­lega aldr­ei sæl­ir í sam­starf­inu. Stein­grím­ur vakti til að mynda þjóð­ar­at­hygli þeg­ar hann, þá starf­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, boð­aði til al­menns stjórn­mála­fund­ar þar sem hann sagði ástand efna­hags­mála vera í upp­námi, sagði Róm brenna. Enda fór svo að þeir fé­lag­ar Stein­grím­ur og Jón Bald­vin sprengdu rík­is­stjórn­ina, fóru á bak­við for­sæt­is­ráð­herr­ann og mynd­uðu nýja rík­is­stjórn.Til að það tæk­ist fengu þeir Al­þýðu­banda­lag­ið, und­ir for­ystu Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, og Borg­ara­flokk­inn í lið með sér. Svav­ar Gests­son varð ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn Stein­gríms Her­manns­son­ar. Fá­ir þing­menn hafa ver­ið harð­ari og mæl­skari í átök­um við and­stæð­inga sína en Svav­ar. Hann var and­stæð­ing­um sín­um erf­ið­ur. Nú hef­ur ver­ið upp­lýst að Strein­grím­ur og Jón Bald­vin sprengdu ekki að­eins rík­is­stjórn Þor­steins Páls­son­ar, held­ur gerðu þeir gott bet­ur. Þeir fyr­ir­skip­uðu rann­sókn­ir á meint­um tengsl­um Svav­ars, sem þá var orð­inn sam­ráð­herra þeirra í nýju rík­is­stjórn­inni, við aust­ur­þýsku leyni­þjón­ust­una, Stasi, sem var hrika­leg og vond. Þeir fé­lag­arn­ir fengu eng­ar upp­lýs­ing­ar um land­ráð eða aðr­ir sak­ir Svav­ars. Ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til að Svav­ar hafi á nokk­urn hátt unn­ið fyr­ir er­lend ríki. Ekki frek­ar en í öðr­um mál­um fyrri tíma. All­ar þær síma­hler­an­ir og per­sónu­njósn­ir sem sann­ar­lega voru stund­að­ar hér eiga það sam­merkt að hafa engu skil­að, enga sekt sann­að og að­eins ver­ið byggð­ar á ótta ráð­andi afla hverju sinni. Rann­sókn­ir að beiðni Stein­gríms og Jón Bald­vins eru svo nærri okk­ur í tíma að rétt­ast er að byrja á að leiða fram all­an sann­leika um þær. Er það svo að ráð­herr­ar geti feng­ið emb­ætt­is­mönn­um það verk að fara um heim­inn og tína sam­an gögn fyrri ára í von um að þau komi pól­it­ísk­um and­stæð­ing­um illa? Þarf ekki sér­stak­ar heim­ild­ir til þann­ig skít­verka, eða geta ein­staka ráð­herr­ar fyr­ir­skip­að slíkt og lát­ið rík­ið borga kostn­að­inn án þess að það komi fram í reikn­ings­bók­um eða öðr­um skrám? Ger­ist þetta jafn­vel enn?Jón Bald­vin uppá­stend­ur að sími hans hafi ver­ið hler­að­ur með­an hann var ut­an­rík­is­ráð­herra. Við verð­um að trúa mann­in­um og ganga út frá því sem vísu að hann sé þess full­viss að svo hafi ver­ið. Op­in­ber rann­sókn mun vænt­an­lega leiða fram sann­leik­ann í því máli. Við bíð­um spennt. Hvers vegna Jón Bald­vin gerði ekk­ert með þessa vitn­eskju á sín­um tíma er ann­að mál og sér­stakt. Þá vissi hann af rann­sók­inni sem hann fyr­ir­skip­aði um meint tengsl Ís­lend­inga, og sér­stak­lega Svav­ars Gests­son­ar, við leyni­þjón­ustu Aust­ur-Þýsk­lands. Get­ur ver­ið að það hafi dreg­ið úr vilja Jóns Bald­vins á að láta rann­saka hugs­an­leg­ar síma­hler­an­ir fá­um ár­um síð­ar? Kann að vera, en auð­vit­að verð­ur þetta allt rann­sak­að og nið­ur­stöð­urn­ar munu ým­ist hreinsa ger­end­ur af ásök­un­um eða sanna sekt­ir.

Mað­ur að meiri

 

19. október 2006 Gylfi Arn­björns­son, fram­kvæmda­stjóri Al­þýðu­sam­bands­ins, hef­ur dreg­ið fram­boð sitt í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til baka. Þess­ari ákvörð­un Gylfa ber að fagna. Hann hef­ur veiga­meira hlut­verki að gegna sem fram­kvæmda­stjóri Al­þýðu­sam­bands­ins en sem einn af sex­tíu og þrem­ur þing­mönn­um þjóð­ar­inn­ar. Hjá Al­þýðu­sam­band­inu hafa verk skip­ast þann­ig að Gylfi hef­ur ver­ið helsti tals­mað­ur þess og ef­laust þýð­ing­ar­mesti starfs­mað­ur­inn.Senni­lega hef­ur aldr­ei ver­ið meiri þörf en nú á því að Al­þýðu­sam­band­ið verði haf­ið yf­ir alla flokka­drætti. Al­þýðu­sam­band­ið hef­ur tek­ið al­gjöra for­ystu í verð­lags­eft­ir­liti og fram­lag þess er stór­kost­legt. Vegna vænt­an­legra leið­rétt­inga á mat­ar­verði er þörf­in fyr­ir verð­lags­vakt brýnni nú en nokkru sinni. Þess vegna skipt­ir all­an al­menn­ing svo miklu að Al­þýðu­sam­band­ið standi sig í þeirri vinnu sem fram­und­an er og gefi ekki á sér högg­stað. Hér á þess­um stað var vik­ið að þessu fyr­ir fá­um dög­um. Þá stóð eft­ir­far­andi. „Al­þýðu­sam­band­ið hef­ur stað­ið sig vel á verð­lags­vakt­inni síð­ustu ár. Sá hæng­ur er á að fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins og helsti tals­mað­ur þess er sjálf­ur í fram­boði og hann get­ur ekki gegnt báð­um hlut­verk­um sam­tím­is og fyr­ir það geld­ur Al­þýðu­sam­band­ið næstu vik­ur og næstu mán­uði nái fram­kvæmda­stjór­inn ár­angri í próf­kjöri. Ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til að Al­þýðu­sam­band­ið hygg­ist bregð­ast við skert­um trú­verð­ug­leika. Þetta er al­vont þar sem Al­þýðu­sam­band­ið er nauð­syn­leg­ur þátt­tak­andi í eft­ir­liti kom­andi vikna og mán­aða.”Nú hef­ur Gylfi Arn­björns­son stig­ið til baka og von­andi tekst hon­um að leiða sinn hóp áfram í krefj­andi verk­efn­um næstu mán­aða. Svo miklu skipt­ir að eft­ir­gjöf rík­is­valds­ins skili sér til þeirra sem eiga að njóta ávinn­ings­ins, en hverfi ekki til fram­leið­enda og selj­enda. Tak­ist Al­þýðu­sam­band­inu og öðr­um sem mál­ið varð­ar að gæta þess að ávinn­ing­ur­inn skili sér alla leið verð­ur hag­ur fjöl­skyldn­anna í land­inu svo miklu betri. Verð­tryggð lán verða hag­stæð­ari á sama tíma og nauð­syn­leg­ustu vör­ur hvers heim­il­is, það er mat­ur­inn, verða á öðru og betra verði.Það skipt­ir svo miklu máli að all­ir legg­ist á eitt, líka að Gylfi Arn­björns­son geri það af fullu afli. Það mun­ar um minna. Það eru næg­ir til að berj­ast um fá þing­sæti, og völd og áhrif ein­stakra þing­manna eru ekki mik­il. Þing­ræð­ið hef­ur stór­skað­ast og fram­kvæmda­vald­ið hef­ur eflst að sama skapi. Með­an svo er skipt­ir miklu að þeir Ís­lend­ing­ar ut­an þings, sem geta haft áhrif á þró­un sam­fé­lags­ins með störf­um sín­um og áhrif­um, standi í ístað­inu og veiti að­hald, ekki bara rík­is­stjórn­inni, held­ur einn­ig at­vinnu­líf­inu. Það eru meiri og krefj­andi störf sem bíða ut­an þings en inn­an.

Borg­um meira

18. október 2006

 Land­bún­að­ar­ráð­herra hef­ur kveð­ið upp dóm, sem verð­ur ekki áfrýj­að fyrr en í vor þeg­ar kos­ið verð­ur til Al­þing­is. Land­bún­að­ar­ráð­herra úti­lok­ar að mjólk­ur­fram­leið­end­ur hagi sér ein­sog aðr­ir selj­end­ur vöru og þjón­ustu verða að gera á okk­ar dög­um. Land­bún­að­ar­ráð­herra mær­ir mjólk­ur­fram­leið­end­ur og vegna þess hversu góð­ir menn ráða þar komi ekki til greina að þeir lúti nú­tíma­lög­mál­um.Enda ganga mjólk­ur­fram­leið­end­ur á lag­ið og for­stjóri MS seg­ir í Blað­inu í dag að mjólk­ur­iðn­að­ur­inn sé ekki und­ir sam­keppni bú­inn. „Við þurf­um nokk­urra ára und­ir­bún­ing. Ég hef ver­ið hér í eitt ár og hef með­al ann­ars ver­ið að búa fyr­ir­tæk­ið und­ir sam­keppni. Áð­ur var ég í sjáv­ar­út­veg­in­um í 20 ár og þekki þess vegna sam­keppni vel,” seg­ir Guð­brand­ur Sig­urðs­son for­stjóri. Hann var að svara at­huga­semd­um Finns Árna­son­ar for­stjóra Haga sem hann við­hafði í Blað­inu í gær.,,Þeg­ar litla mjólk­ur­fyr­ir­tæk­ið Mjólka fór að fram­leiða feta­ost fóru af­urða­stöðv­ar að greiða bænd­um hærra verð fyr­ir mjólk­ina og verð á feta­osti lækk­aði til neyt­enda. Það er ljóst hvað sam­keppni hef­ur í för með sér fyr­ir neyt­end­ur,” sagði Finn­ur. Verð­lagn­ing á mjólk­ur­vör­um er nú op­in­ber með þátt­töku BSRB og ASÍ. ,,Ann­að­hvort ættu fyr­ir­tæk­in í mjólk­ur­iðn­að­in­um að vera und­ir sömu lög­um og regl­um og önn­ur fyr­ir­tæki í land­inu eða sam­ein­ast í eitt sterkt fyr­ir­tæki og tak­ast þá á við er­lenda sam­keppni,” legg­ur hann áherslu á. Sam­kvæmt breyt­ing­um á bú­vöru­lög­um frá 2004 er mjólk­ur­sam­lög­um heim­ilt að hafa með sér verð­sam­ráð, skipta með sér mark­aði og sam­ein­ast án af­skipta sam­keppn­is­yf­ir­valda. For­stjóri MS horf­ir meira fram á við en ráð­herr­ann og seg­ist gera ráð fyr­ir að for­rétt­ind­un­um ljúki. ,,Það er mat mitt að við eig­um eft­ir að standa frammi fyr­ir sam­keppni við mjög stóra að­ila í fram­tíð­inni.”Þeg­ar Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið fann að sér­rétt­ind­un­um var svar ráð­herr­ans hefð­bund­ið, ein eða tvær setn­ing­ar sem hafa ekki mik­ið gildi. Hann kaus að segja að Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið hefði brugð­ið sér í stjórn­mál og fannst það bara ekk­ert fínt, að sett væri út á lög­gjöf sem hann sjálf­ur hef­ur ef­laust lagt meira á sig en aðr­ir til að láta verða að veru­leika. Það hef­ur ekki dreg­ið úr vilja og krafti ráð­herr­ans, þeg­ar hann vildi að mjólk­ur­selj­end­ur lifðu við önn­ur kjör en aðr­ir Ís­lend­ing­ar, að for­rétt­ind­in eru greidd af fólk­inu í land­inu, ekki af ráð­herr­an­um eða rík­is­stjórn­inni og ekki af þeim sem njóta for­rétt­ind­anna.Vegna fjar­lægð­ar má halda að ís­lensk­ur land­bún­að­ur hafi mik­ið for­skot, eink­um í mjólk­ur­iðn­aði. Ný­mjólk og fleiri af­urð­ir eru því marki brennd að fersk­leiki skipt­ir hvað mestu máli og þess vegna er nokk­uð víst að ekki stend­ur til hörð sam­keppni í sölu ný­mjólk­ur, frek­ar í ost­um og öðr­um þann­ig vör­um. Þess vegna eru hags­mun­ir selj­end­anna ekki nærri eins mikl­ir og ef hægt væri að keppa við þá um all­ar vör­ur.

Sókn

17. október 2006

 Að­eins eru liðn­ir rúm­ir þrír mán­uð­ir frá því mikl­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á Blað­inu. Út­lit þess og inni­hald var end­ur­skoð­að og því nán­ast gjör­breytt. Fram að þeim tíma hafði Blað­ið mælst um­tals­vert minna en hin dag­blöð­in þrjú og marg­ir voru þess full­viss­ir að út­gáfa Blaðs­ins ætti sér varla fram­tíð. Nú, fá­um vik­um eft­ir breyt­ing­arn­ar sem voru gerð­ar í byrj­un júlí í sum­ar, er stað­an allt önn­ur. Lands­lag dag­blaða á Ís­landi hef­ur tek­ið stakka­skipt­um. Það sýn­ir nýj­asta könn­un­in um lest­ur dag­blaða. Ekki er leng­ur hægt að tal­a um að eitt dag­blað sé minna en önn­ur.Blað­ið hef­ur sér­stöðu frá hin­um dag­blöð­un­um tveim­ur. Það er stefn­an að hafa Blað­ið al­þýð­legt og neyt­enda­vænt. Það virð­ist hafa geng­ið eft­ir, alla­vega er stað­reynd­in sú að fólk sem ekki las Blað­ið áð­ur en því var breytt les það nú alla út­gáfu­daga. Aukn­ing í lestri Blaðs­ins er mik­il og hún er alls stað­ar. Hvar sem er á land­inu, hjá báð­um kynj­um og í öll­um ald­urs­hóp­um. Senni­lega eru eng­in dæmi um eins stórt stökk í lestri nokk­urs blaðs og hjá Blað­inu frá könn­un­inni sem gerð var í vor og svo þeirri sem gerð var í sept­emb­er. Mik­il og gleði­leg vinna fjölda starfs­fólks ligg­ur að baki breyttu blaði og það fagn­ar nú.Eitt af því sem sett var á odd­inn við breyt­ing­arn­ar í júlí var að gera Blað­ið að kosti fyr­ir yngri les­end­ur. Sem dæmi má nefna að í könn­un sem gerð var í vor voru les­end­ur á aldr­in­um tutt­ugu til tutt­ugu og níu ára að­eins um sautj­án pró­sent. Nú hef­ur þeim fjölg­að mik­ið, meira en tvö­fald­ast og mæl­ist nú rétt inn­an við fjöru­tíu pró­sent. Þessi aukn­ing hlýt­ur að telj­ast sér­stök, ef ekki ein­stök.Fram­und­an er mik­il vinna við að byggja Blað­ið enn frek­ar upp, auka það að gæð­um og les­efni. Þrátt fyr­ir að Blað­ið sé oft­ast að­gangs­harð­ara en önn­ur blöð, gangi lengra en þau, á það ekki í úti­stöð­um við neinn og eng­in klögu­mál hafa kom­ið upp. Haft er að leið­ar­ljósi að gæta sann­girni og hóf­semi án þess að slá af kröf­um sem að­gangs­hörð blaða­mennska ger­ir til upp­lýsts frétta­mið­ils. Þess­ari nálg­un hafa les­end­ur tek­ið vel og auk­ið lest­ur Blaðs­ins svo eft­ir er tek­ið.Blað­ið hef­ur kapp­kost­að að auka um­fjöll­un um menn­ingu og sér­stak­lega les­efni fyr­ir yngri les­end­ur. Hvort tveggja hef­ur mælst vel fyr­ir og nið­ur­stöð­ur síð­ustu rann­sókna sýna að fín­ar und­ir­tekt­ir eru byggð­ar á mikl­um lestri fólks. Vit­andi af því eru næstu skref ekki að­eins eitt­hvað sem þarf að vinna, held­ur verk sem tek­ist verð­ur á við af gleði og vissu. Hefj­ast verð­ur handa strax og bæta við það sem vel hef­ur ver­ið gert. Rit­stjórn Blaðs­ins veit hvaða skref á að taka næst og les­end­urn­ir verða þeirra var­ir strax á næstu vik­um. Blað­ið mun auk­ast og efl­ast. Síð­ustu rann­sókn­ir eru sem byr í segl­in.

Öll á vakt

13. október 2006

 Al­þýðu­sam­band­ið, hin svefn­sæknu Neyt­enda­sam­tök, fjöl­miðl­ar, rík­is­vald­ið og all­ur al­menn­ing­ur verða að byrja að und­ir­búa eft­ir­lit með mat­væla­verði, en breyt­ing­ar á toll­heimtu og skatt­heimtu rík­is­ins taka gildi 1. mars. Ekki má bíða stund­inni leng­ur með að hefja und­ir­bún­ing þess að tryggja að ávinn­ing­ur­inn sem á að koma til al­menn­ings með breyt­ing­un­um skili sér þang­að. Uppi er to­tryggni í garð versl­un­ar­manna og ef þeir vilja verj­ast henni með sóma eiga þeir að óska þess að vera með í því verð­lags­eft­ir­liti sem brýnt er að fari af stað strax.Al­þýðu­sam­band­ið hef­ur stað­ið sig vel á verð­lags­vakt­inni síð­ustu ár. Sá hæng­ur er á að fram­kvæmda­stjóri sam­bands­ins og helsti tals­mað­ur þess er sjálf­ur í fram­boði og hann get­ur ekki gegnt báð­um hlut­verk­um sam­tím­is og fyr­ir það geld­ur Al­þýðu­sam­band­ið næstu vik­ur og næstu mán­uði nái fram­kvæmda­stjór­inn ár­angri í próf­kjöri. Ekk­ert hef­ur kom­ið fram sem bend­ir til að Al­þýðu­sam­band­ið hygg­ist bregð­ast við skert­um trú­verð­ug­leika. Þetta er al­vont þar sem Al­þýðu­sam­band­ið er nauð­syn­leg­ur þátt­tak­andi í eft­ir­liti kom­andi vikna og mán­aða.Neyt­enda­sam­tök­in eru ann­að hvort lífs eða lið­in, ef þau eru lífs þá er mátt­ur þeirra lít­ill og allt ann­ar en var fyr­ir fá­um ár­um. Það er þörf fyr­ir öfl­ug sam­tök neyt­enda. Tals­mað­ur neyt­enda er allt ann­að en frjáls fé­lags­skap­ur fólks. Ef lít­ið líf er í Neyt­enda­sam­tök­un­um þarf ann­að hvort að blása lífi í þau eða að neyt­end­ur, það er all­ur al­menn­ing­ur, finni sér ann­an far­veg til að gæta hags­muna sinna. Þörf­in er mik­il.Fjöl­miðl­arn­ir eru mis­vel und­ir það bún­ir að veita það að­hald sem þarf til að tryggja að upp­lýs­ing­ar um hvern­ig vöru­verð breyt­ist, þeg­ar rík­ið slak­ar á klón­um, skili sér til fólks og það geti þá mynd­að sér skoð­an­ir og tek­ið af­stöðu til þess sem kann að ger­ast. Hver og einn verð­ur að gera það sem hann get­ur, það mun­ar svo sem um allt. Rík­is­vald­ið hlýt­ur að bera ábyrgð þó það sé ekki fyrsti kost­ur í vakt­skip­an al­menn­ings. Þar skipt­ir hver og einn meira máli, það er hvert og eitt okk­ar. Við, neyt­end­ur, verð­um að nota það besta sem Al­þýðu­sam­band­ið ger­ir og Neyt­enda­sam­tök­in og fjöl­miðl­ar til að standa vakt­ina og gæta þess að ávinn­ing­ur breyt­ing­anna verði okk­ar, ekki fram­leið­enda eða selj­enda. Það er okk­ar að kalla eft­ir að versl­un­in og fram­leið­end­ur taki ekki til sín það sem er ekki þeirra. Það er þeirra og okk­ar að reka til baka full­yrð­ing­ar efa­semda­fólks um að ekki sé hægt að lækka, eða rétt­ara sagt að leið­rétta mat­ar­verð á Ís­landi, vegna þess að hér komi vont fólk að, fólk sem tek­ur til sín það sem því ekki ber. Stönd­um vakt­ina og sjá­um til þess að hér verði enn betra að búa eft­ir 1. mars.

Dóms­mála­ráð­herr­ann

12. október 2006

 Björn Bjarna­son rær lí­fróð­ur fyr­ir áfram­haldi í pól­it­ík. Staða hans er erf­ið, jafn­vel af­leit. Ráð­herr­ann hef­ur gert stöðu sína erf­iða og ef­laust þyk­ir mörg­um kom­ið nóg af Birni Bjarna­syni.Það eru ekki nema fimm ár síð­an Björn var kall­að­ur fram sem borg­ar­stjóra­efni en galt af­hroð. Hann hef­ur lengst­um ver­ið í skjóli Dav­íðs Odds­son­ar, skjóli sem ekki nýt­ur leng­ur við.Björn Bjarna­son hef­ur tek­ið að sér að vera mál­svari per­sónu­njósna og varð­veislu hins op­in­bera á gögn­um um skoð­an­ir og orð fólks sem ekk­ert at­huga­vert fannst við. Björn tek­ur til varna sem mál­svari kulda­legs kerf­is og hon­um renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar. Hon­um finnst hann verða að verja minn­ingu lát­ins föð­ur síns, en hann gegndi emb­ætti dóms­mála­ráð­herra á þeim tíma sem njósn­ir hins op­in­bera risu hvað hæst. Það er fal­legt af Birni að verja minn­ingu föð­ur síns, en um leið bend­ir margt til að sú vörn kosti Björn mik­ið í þeirri bar­áttu sem hann nú á í til að fram­lengja pól­it­ískt líf sitt.Það er fleira sem vinn­ur gegn Birni og sem áð­ur er hann ör­laga­vald­ur­inn. Baugs­menn hafa sent að­finnsl­ur við orð og gerð­ir dóms­mála­ráð­herr­ans til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Aug­ljóst er að ráð­herr­ann hef­ur ekki leynt hatri sínu á Baugs­mönn­um og eink­um og sér í lagi þeim fjöl­miðl­um sem þeir eiga hlut í. Öll þau stóru orð sem Björn hef­ur við­haft verða jafn­vel skoð­uð af er­lend­um dóm­stóli og hugs­an­lega mun Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn finna að gerð­um og orð­um ráð­herr­ans.Áð­ur hef­ur Björn þurft að kyngja áfell­is­dómi, hann var sagð­ur hafa brot­ið jafn­rétt­is­lög. Svar Björns á þeim tíma hjálp­ar hon­um ekki, en hann sagði ósköp pent að lög­in væru barn síns tíma.  Birni hef­ur tek­ist að draga upp af sér mynd sem fell­ur ekki öll­um í geð. Hann vildi verða borg­ar­stjóri og var hafn­að eft­ir­minni­lega, hann hef­ur skrif­að og tal­að af meiri hörku og óbil­girni um þá sem hon­um ekki lík­ar en dæmi eru um í lang­an tíma. Hann hef­ur tek­ið að sér að vera holdg­er­ving­ur njósna og leyni­þjón­ustu, hann hef­ur brot­ið gegn jafn­rétt­is­lög­um og allt þetta og fleira mun reyn­ast hon­um erf­itt á næstu vik­um og senni­lega verða til þess að hann fái harð­an dóm flokks­fé­laga sinna.Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í and­lits­lyft­ingu. Þeir sem þóttu harð­ast­ir og erf­ið­ast­ir eru að yf­ir­gefa leik­völl­inn hver af öðr­um. Þeir leita skjóls, ým­ist hjá hinu op­in­bera eða hverfa af velli í ein­hvern tíma. Dav­íð fór í Seðla­bank­ann, Jón Stein­ar í Hæsta­rétt, Kjart­an er far­inn en ekki er vit­að hvert og eft­ir sit­ur Björn og freist­ar þess að fá að halda áfram. Bak­land hans er ekki sterkt í helsta valda­kjarna flokks­ins og varla með­al þeirra yngstu. Þess vegna er ekki fjarri lagi að ætla að Birni Bjarna­syni verði hafn­að í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Góð­ur dag­ur

10. október 2006

 Rík­is­stjórn­in flutti okk­ur þegn­un­um góð­ar frétt­ir í gær og við treyst­um á að stað­ið verði við fyr­ir­heit um breyt­ing­ar á mat­ar­verði. Þau okk­ar sem mun­ar hvað mest um hversu mik­ið mat­ur hef­ur kost­að hér á landi sjá fram á allt ann­an hag en hing­að til. Lækk­un mat­ar­verðs er stór­kost­leg kjara­bót og senni­lega hefði rík­is­stjórn­in ekki get­að gert bet­ur í að­drag­anda kosn­inga. Næst verð­ur þjóð­in að and­mæla vaxta­okr­inu af krafti. Ár­ang­ur hef­ur náðst í lækk­un mat­ar­verðs og það eru ekki enda­lok bar­átt­unn­ar um að við fá­um að lifa við sam­bæri­leg kjör og þær þjóð­ir sem við vilj­um vera bor­in sam­an við.Mik­ill létt­ir er að vita að mat­ar­verð­ið verði leið­rétt. Fátt kem­ur efna­litlu fólki bet­ur en að verð á helstu nauð­synj­um sé sann­gjarnt. Sú ákvörð­un að breyt­ing­arn­ar taki gildi 1. mars á næsta ári, skömmu fyr­ir kosn­ing­ar, kveik­ir grun um að sú dag­setn­ing hafi ver­ið val­in ein­mitt til að kjós­end­ur verði sem glað­ast­ir þeg­ar þeir ganga að kjör­borð­inu. Það er auka­at­riði, að­al­at­rið­ið er að mat­ar­verð­ið verð­ur leið­rétt. Það hversu skammt verð­ur til kosn­inga þeg­ar verð­ið á að lækka kem­ur nán­ast í veg fyr­ir að rík­is­stjórn­in gangi á bak orða sinna.Hlið­ar­verk­an­ir verða ef­laust mikl­ar af leið­réttu mat­ar­verði, vísi­tal­an mun lækka og ef ann­að geng­ur vel þá hef­ur það áhrif á lán­in okk­ar. Ávinn­ing­ur al­menn­ings verð­ur mik­ill. For­sæt­is­ráð­herra sagði fyr­ir ekki svo löngu að ekki væri unnt að lækka álög­ur á mat­væli þar sem kaup­menn myndu hirða all­an ávinn­ing­inn. Orð­um hans var mót­mælt víða og hann hef­ur greini­lega séð að sér, er hætt­ur að gefa sér ill­an hug fólks sem hef­ur ekki til þess unn­ið að um það sé tal­að ein­sog ráð­herr­ann gerði. Ómögu­legt er að ætla nokkr­um það að ekki sé unnt að leið­rétta mat­ar­verð vegna þess að lækk­un­in næði ekki til al­menn­ings sök­um græðgi fárra. Kannski er ástæðu­laust að staldra við fall­in orð ráð­herr­ans, held­ur horfa til betri tíma, en neyt­end­ur mega samt ekki sofna á verð­in­um. Þeir eru besta eft­ir­lit­ið með því að boð­að­ar að­gerð­ir skili sér til okk­ar að fullu.Næsta stóra verk­efni eru vext­irn­ir. Heyrði til tals­manns KB banka sem skýrði vaxta­mun ís­lenskra við­skipta­vina bank­ans og sænskra með þeim hætti að svona sé þetta bara og verði. Stýri­vext­ir hér á landi eru him­in­há­ir, ís­lenska krón­an er ör­mynt og fleira leggst á eitt. Fjár­magn hér dýr­ara en ann­ars stað­ar og ein­staka bank­ar segj­ast ekk­ert geta gert til að breyta því. Vegna þess hversu ís­lenska krón­an er óstöð­ug er ekki þor­andi fyr­ir venju­lega Ís­lend­inga að taka lán í er­lend­um gjald­miðl­um. Við þetta bú­um við og þeir sem mestu ráða segja ekk­ert hægt að gera til að lækka fjár­magns­kostn­að okk­ar Ís­lend­inga.For­sæt­is­ráð­herra sagði fyr­ir ekki svo löngu að ekki væri unnt að lækka mat­ar­skatt­inn. Hann hef­ur ver­ið lækk­að­ur og þó sagt sé nú að vaxta­mun­ur­inn hjá okk­ur og öðr­um þjóð­um sé óbrú­an­leg­ur meg­um við ekki gef­ast upp. Það er okk­ar að breyta hon­um.

Ódýr mat­ur og breið­ir veg­ir

5. október 2006

 Kosn­ing­ar eru fram­und­an og stjórn­mála­menn hafa byrj­að und­ir­bún­ing­inn. For­síð­ur Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins í gær end­ur­spegl­uðu þenn­an raun­veru­leika. Morg­un­blað­ið sagði stjórn­völd hætt við frest­un fram­kvæmda og Frétta­blað­ið að mat­ar­verð verði lækk­að. Þetta hljóm­ar vel, en för­um að ráð­um land­bún­að­ar­ráð­herr­ans og segj­um; obbob­obb, hinkr­um að­eins við. Er ekki ein­sog þær fram­kvæmd­ir sem lof­að er að ráð­ast í hafi áð­ur ver­ið á dag­skrá og er ekki rétt mun­að að þær hafi áð­ur ver­ið sett­ar í bið? Jú, mik­il ósköp.Stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa völd­in og þeir geta lof­að einu og öðru þar sem vald­ið er þeirra. Þeir geta meira að segja lof­að aft­ur því sama og þeir hafa áð­ur gert, ein­ung­is sagst ætla að taka til baka það sem þeir áð­ur sögð­ust ekki ætla að efna af eldri lof­orð­um. Við þetta er erf­itt fyr­ir stjórn­and­stöð­una að keppa. Það sem hún hef­ur helst lagt fram er að stefnt skuli að því að all­ir verði vin­ir og gangi sam­stíga til þings og kom­andi kosn­inga­vetr­ar. Þeir sem mest­an áhuga hafa á stjórn­mál­um segj­ast heyra að hug­ur fylgi ekki máli og þver­móðska, pirr­ing­ur og ósætti hafi þeg­ar tek­ið yf­ir fín­ustu orð um vin­átt­una.Flest­ir fjöl­miðl­ar hafa bor­ið að okk­ur full­fermi af stór­um orð­um og mikl­um vænt­ing­um stjórn­valda. Þann­ig verð­ur það á næstu mán­uð­um og frétt­ir af þing­störf­um í vet­ur verða þessu marki brennd­ar. Fjöldi þing­manna tek­ur þátt í próf­kjör­um þar sem þeir freista þess að fram­lengja starf sitt á þingi og þeir þing­menn munu flest­ir nota sér þau tæki­færi sem gef­ast til að koma sér á fram­færi. Vit­andi að hægt er að lofa nán­ast hverju sem er munu þing­menn­irn­ir ekki hika við að segja mik­ið. Hver man til að mynda lof­orð flokk­anna í byggða­kosn­ing­un­um í vor? Fá­ir.Í trausti þess að kjós­end­ur leggi ekki orð stjórn­mála­manna á minn­ið munu fram­bjóð­end­urn­ir hvergi hika við að segja mik­ið og lofa miklu. Dæmi um hvern­ig þetta geng­ur fyr­ir sig eru orð for­sæt­is­ráð­herra um að hætt hafi ver­ið við að hætta við áð­ur boð­að­ar fram­kvæmd­ir. Von­andi er að nú verði af end­ur­bót­um á veg­um, sér­stak­lega í ná­grenni Reykja­vík­ur þar sem álag­ið er gríð­ar­legt, slys­in mörg og sá langi tími sem það tek­ur að ferð­ast stutt­ar vega­lengd­ir hlýt­ur að vera þjóð­fé­lag­inu dýr. Spor­in hræða og þess vegna ber ekki að fagna strax og ótíma­bært er að halda að við stóru orð­in verði stað­ið nú, ekk­ert frek­ar en síð­ast og jafn­vel þar áð­ur. Varð­andi vil­yrði um lækk­un mat­ar­verðs þá vek­ur það fögn­uð. Stjórn­ar­flokk­arn­ir geta ekki beð­ið með fram­kvæmd­ir á því fram yf­ir kosn­ing­ar. Þeir eiga þess ekki kost, þjóð­in sætt­ir sig ekki við óbreytta stöðu. Það þarf ekki að senda þær fyr­ir­ætl­an­ir í um­hverf­is­mat, það þarf ekki að hanna þær af verk­fræð­ing­um, það þarf ekki að kaupa upp lönd og það þarf ekki að bjóða út fram­kvæmd­irn­ar. Til að lækka mat­ar­verð þarf helst tvennt að koma til, vilji og kjark­ur.

Rétt hjá Sól­veigu

4. október 2006

 Sól­veig Pét­urs­dótt­ir, for­seti Al­þing­is, sagði í ljós­vaka­við­tal­i að mál eig­in­manns henn­ar, Krist­ins Björns­son­ar, hefði haft áhrif á að hún hyggst ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri til Al­þing­is. Krist­inn var einn helsti ger­and­inn í ol­íu­svika­mál­inu. Ann­að sem Sól­veig sagði er merki­legt og verð­ur að ná eyr­um lög­reglu­yf­ir­valda og ákæru­valds, en það er sú stað­reynd að ol­íu­svika­mál­ið hef­ur ekki feng­ið eig­in­lega af­greiðslu og á með­an verða sak­born­ing­ar, fjöl­skyld­ur þeirra og aðr­ir sem mál­ið snert­ir að sæta því að hafa lok máls­ins yf­ir sér, án þess að vita hve­nær og hvern­ig mál­inu lýk­ur, það er hvort for­ráða­menn ol­íu­fé­lag­anna frá svika­tím­an­um verði sótt­ir til saka og þá hvern­ig og hvaða sak­ir verða hafð­ar uppi í hugs­an­leg­um refsi­mál­um. Þetta er ekki þol­andi, allra vegna. Vegna sak­born­ing­anna, vegna fjöl­skyldna þeirra og okk­ar hinna vegna, okk­ar sem er­um sann­færð um að illa hafi ver­ið far­ið með okk­ur, að á okk­ur hafi ver­ið brot­ið, og við vilj­um að þeir sem bera sak­ir fái mak­leg mála­gjöld.Það er ekki verj­andi að hafa mál óút­kljáð í ára­rað­ir, síst af öllu mál þar sem fyr­ir ligg­ur að blekk­ing­um og svik­um var beitt til að hafa fé af öll­um al­menn­ingi í land­inu. Þess vegna á all­ur al­menn­ing­ur óupp­gert við það fólk sem fremst fór í þessu mikla svika­máli. Al­menn­ing­ur er ekki dóms­vald og get­ur þess vegna ekki dæmt þá sem sek­ir eru. Það er hlut­verk dóm­stóla, en þeir geta held­ur ekk­ert gert fyrr en lög­regla og ákæru­vald­ið hafa lok­ið sín­um störf­um. Þar stend­ur hníf­ur­inn í kúnni. Mál­ið hef­ur ver­ið allt­of lengi í rann­sókn og það bitn­ar á svo mörg­um. Ef mála­lok væru feng­in væri and­rúm­ið allt ann­að, þátt­tak­end­ur ým­ist dæmd­ir eða sýkn­að­ir og mál­ið tek­ið frá dóm­stóli göt­unn­ar. Með­an það er þar bitn­ar það sem fyrr seg­ir á þeim sem ekk­ert geta gert. Með­al ann­ars á Sól­veigu Pét­urs­dótt­ur sem nán­ast seg­ir að hún eigi ekki frek­ari fram­tíð í stjórn­mál­um vegna máls­ins. Það er eina dæm­ið sem við þekkj­um af hlið­ar­áhrif­un­um, en auð­vit­að eru þau miklu fleiri.Þeg­ar af­brot er fram­ið er ör­uggt að fórn­ar­lömb þess verða mörg, þau sem eru svik­in eða meidd og að­stand­end­ur glæpa­manna verða oft­ar en ekki þol­end­ur. Svo virð­ist sem af­brota­menn ým­ist geri sér ekki grein fyr­ir óham­ingj­unni sem þeir kalla yf­ir sína nán­ustu eða að þeim sé bara al­veg sama.Enn er bið á að ol­íu­svika­mál­ið verði til lykta leitt. Með­an til þess skip­uð yf­ir­völd ná ekki að ljúka mál­inu þurfa þol­end­ur þess að búa við óvissu og dóm­hörku borg­ar­anna. Það er því okk­ur öll­um nauð­syn­legt að mál­inu ljúki og þeir sem sann­ar­lega brutu af sér fái sína dóma og ljúki refs­ing­um og þeir sem eru sak­laus­ir verði sýkn­ir saka eða þeim sleppt án eft­ir­mála. Þá mun þján­ing­um margra linna og þjóð­in hætt­ir von­andi að dæma þá sem brutu af sér, og ekki síð­ur ást­vini þeirra.

Eitt ár

3. október 2006

 Eitt ár er síð­an Frétta­blað­ið hóf að birta frétt­ir, sem að mestu voru byggð­ar á tölvu­póst­um sem höfðu geng­ið milli fólks sem kom að að­drag­anda Baugs­máls­ins, og þær frétt­ir höfðu veru­leg áhrif á sam­fé­lag­ið. Í þeim frétt­um kom fram að fólk sem ekki var beinn þátt­tak­andi í mál­inu eða hafði beinna eða sér­stakra hags­muna að gæta hafði set­ið á fund­um og und­ir­bú­ið kæru til lög­reglu. Það er rétt um eitt ár síð­an þetta mál skók sam­fé­lag­ið. Flest­um er enn í minni allt það sem fylgdi á eft­ir, svo sem lög­bann sýslu­manns á gögn blaða­manna, mála­rekst­ur Jón­ínu Bene­dikts­dótt­ur gegn Frétta­blað­inu og ótví­ræð­ur sig­ur vand­aðr­ar blaða­mennsku á tveim­ur dómst­ig­um. Reynd­ar er ekki að sjá að Frétta­blað­ið muni þessi tíma­mót, alla­vega er þeirra ekki get­ið í blað­inu.Fjöl­miðl­um er mik­ils virði að geta unn­ið í friði fyr­ir of­beldi hins op­in­bera, sama hver fær vald­ið í lið með sér, og þess vegna er tölvu­pósts­mál­ið og eft­ir­mál þess mik­ils­vert í sögu nú­tíma­fjöl­miðl­un­ar. Lög­banni sýslu­manns­ins var hafn­að á tveim­ur dómst­ig­um. Þó Frétta­blað­ið kjósi að láta sig þessi tíma­mót engu skipta er ekki sjálf­gef­ið að aðr­ir geri það. Oft hef­ur ver­ið sótt að fjöl­miðl­um og þeim sem þar starfa. Í þessu máli var það gert og upp risu all­skyns máls­verj­end­ur þeirra sem við sögu komu. Það gáfu sig líka fram máls­verj­end­ur sem sögðu ekk­ert að því að helstu trún­að­ar­menn þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra hafi átt fundi um Baugs­mál­ið nokkru áð­ur en það var kært til lög­reglu og það risu upp verj­end­ur sem fannst ekk­ert merki­legt þótt þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra hafi ver­ið nefnd­ur sér­stak­lega og ekki held­ur þó nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og þá­ver­andi fjár­mála­ráð­herra hafi einn­ig kom­ið til tals hjá þeim sem mest og best unnu að því að gera Baugs­mál­ið að op­in­beru refsi­máli.Þrátt fyr­ir að vönd­uð og góð blaða­mennska hafi far­ið með sig­ur af hólmi fyr­ir dóm­stól­um eim­ir enn eft­ir af hinni sér­stöku vörn þeirra sem stýrðu að­drag­anda kæru­máls­ins, að í tölvu­pósts­mál­un­um hafi ekk­ert sér­stakt kom­ið fram. Það er rangt að halda því fram. Eink­um og sér í lagi þeg­ar skoð­að er hvaða út­reið þetta sér­staka mál, það er Baugs­mál­ið sjálft, hef­ur feng­ið hjá dóm­stól­um. Mál­ið hef­ur nán­ast ver­ið berstr­íp­að fyr­ir dóm­stól­um og tölvu­pósts­mál­ið reynd­ist þeg­ar upp er stað­ið vera minn­is­varði um getu, kjark og festu fjöl­mið­ils til að halda áfram með gott frétta­mál, þrátt fyr­ir ótrú­leg­an and­byr og ónot.Í fyll­ingu tím­ans mun Baugs­mál­ið verða rann­sak­að með öðr­um hætti en gert hef­ur ver­ið, það verð­ur gert af op­in­ber­um yf­ir­völd­um eða öðr­um, og þá mun skýr­ast bet­ur hvern­ig var stað­ið að kær­unni sem varð að þessu stóra og sér­staka máli, þá mun skýr­ast hver að­drag­andi Baugs­máls­ins var og þá munu fleiri stað­reynd­ir um und­ir­bún­ing máls­ins verða stað­fest­ar og þær munu hafa áhrif. Þá verð­ur gott að hafa fjöl­miðla sem hafa kjark.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband