Svanhildur er frábćr

Frábćr dagskrá á rás 2 í gćrkvöld, ađfangadagskvöld. Ţar valdi Svanhildru Jakobsdóttir jólalög flutt af Íslendingum. Hún kynnti einnig lögin og henni tókst mjög vel ađ hafa falleg lög, fallega flutt og sem juku á jólaskapiđ. Ţćgileg rödd Svanhildar gerđi gott betra. Takk fyrir mig, Svanhildur.

Lagaval Svanhildar var nokkuđ betra og skemmtilegra en ţađ litla sem ég hef heyrt af samansafni sem er kallađ 100 íslensk jólalög, eđa eitthvađ í ţá veru. Önnur eins ruslakista lélegra dćgurlaga međ slćmum og geldum textum er varla til, en reyndar hef ég einungis hlustađ á hluta útgáfunnar, svo kannski er ţađ sýnishorn ekki marktćkt, en ég hef fengiđ nóg.


Ríkistrygging stjórnmálaflokkanna

 Varnirnar sem stjórnmálaflokkarnir samţykktu um sjálfa sig eru ađ bresta. Alţingi samţykkti lög um stórkostlega hćkkun framlaga úr almannasjóđum sér til handa og setti um leiđ lög sem gera nýjum frambođum sérstaklega erfitt fyrir. Fulltrúar flokkanna ćtluđu ađ koma í veg fyrir samkeppni, eđa allavega ađ sjá til ţess ađ ný frambođ eigi erfitt međ ađ berjast viđ ţá flokka sem nú eru á Alţingi. Í Fréttablađinu í dag opnar Helgi í Góu á leiđ sem hagsmunagćslufólki starfandi stjórnmálaflokka yfirsást. Helgi bendir á ađ unnt sé ađ styrkja frambođ langt umfram settan 300 ţúsund kall, ţađ verđi gert áđur en til frambođs kemur, ţá eru engar hömlur settar á fjárframlög og ţegar peningarnir eru tryggđir fara venjuleg samtök í frambođ og ţá fyrst virka ný varnarlög starfandi stjórnmálaflokka. Helga er fćrt ađ styrkja frambođ eldri borgara og ekki mun koma á óvart ađ hann geri ţađ, bjóđi eldri borgarar fram. 

Ţađ ber ađ var­ast ţeg­ar stjórn­mála­flokk­arn­ir eru sam­mála um fyr­ir­greiđslu til handa sjálf­um sér úr al­manna­sjóđ­um, ţá býr mikiđ undir. Leiđir framhjá vörnunum munu finnast. Fleiri en sú sem eldri borgarar og Helgi í Góu benda á. Lýđrćđiđ krefst ţess ađ brogarar finni leiđ framhjá vörnum flokkanna fimma.


Ekki bara Baugur

 Ţađ eru svo sannarlega fleiri en Baugsmenn sem kvarta undan störfum ríkislögreglustjóra og hans manna. Greinar Kristins Bjarnasonar hćstaréttarlögmanns og Jóns Ţ. Hilmarssonar löggilts endurskođenda um mál Gunnars Arnar Kristjánssonar eru merkilegar og tilfinningin sem vaknar viđ lestur ţeirra er merkileg, hvernig má ţetta vera? Hér er gripiđ í grein Jóns: “Niđurstađa undirréttar og Hćstaréttar var ađ vonum sú ađ allur málatilbúnađur ríkislögreglustjóra var óásćttanlegur og féll sýknudómur í undirrétti en Hćstiréttur vísađi málinu frá dómi vegna ţess ađ rannsókn og ákćra voru međ ţeim hćtti ađ máliđ var ótćkt fyrir dóm.Ţetta er bara lítiđ sýnishorn. Međ starfsháttum sínum hefur ríkislögreglustjóri og hans menn brotiđ gróflega á Gunnar Erni, ţeir hafa brotiđ gegn ákvćđum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Í heil ţrjú ár hefur Gunnar Örn Kristjánsson mátt búa viđ ţađ ađ sćta ákćrum eđa sökum um ađ hafa gerst brotlegur í starfi sínu. Vegiđ var ađ heiđri hans og sóma og honum og hans fólki gert erfitt fyrir. Vegna ţess ađ ţeir sem fóru međ ákćruvaldiđ, sem er afar mikiđ vald, voru ekki starfi sínu vaxnir. Máliđ hefur veriđ fellt niđur og enginn dómur verđur kveđinn upp. Ţess vegna hafa sumir ţeirra sem nćrri rannsókninni komiđ stráđ kornum efasemda um áćgti Gunnars Arnar, smekkleysan virđist engin takmörk hafa. Ţađ er ađ vonum sem spurt er hvort ekki verđi ađ gera ráđstafanir svo borgarar ţurfi ekki ađ óttast lögreglu sem starfar međ ţessum hćtti. Í niđurstöđu Hćstaréttar segir: “Eins og lögregla hagađi rannsókn skorti ţannig mjög á ađ hún nćđi ţví takmarki, sem mćlt er fyrir um í 67. grein laga nr. 19/1991.Báđir tveir, Kristinn og Jón Ţ. fćra sterk rök fyrir ţví ađ lögreglan hafi veriđ viss um sök Gunnars Arnar viđ upphaf rannsóknarinnar, hafi veriđ búin ađ gefa sér sök og hagađ störfum samkvćmt ţeirri vissu.Mér var bent á, hér á ţessari síđu, ađ ekki sé rétt ađ tala um vanhćfni ríkislögreglustjóra, réttara sé ađ segja óhćfni. Ţađ er eflaust rétt ábending.Grein Kristins birtist í Mogganum á mánudag og grein Jóns Ţ. í Mogganum á ţriđjudag. Ţađ er ekki bara í Baugsmálinu sem ríkislögreglustjóri rennur á svellinu. Hann gerir ţađ víđar og mál Gunnars Arnar er dćmu um óhćfni. Eftir situr alvarlegt mál, en ţađ er ađförin ađ Gunnari Erni og eflaust hefur veriđ erfitt fyrir hann ađ hafa stöđu grunađs manns í ţrjú ár, í máli sem var aldrei dómtćkt og aldrei tókst ađ sanna nokkra sekt. Valdiđ er vandmeđfariđ.

Hćgt og bítandi

Las Blađiđ fyrst allra blađa í dag, rétt einsog alla ađra daga síđustu mánuđi. Í leiđara Trausta Hafliđasonar var fullyrđing sem ég veit ađ er röng, en ritstjórinn segir: “Frá ţví Blađiđ hóf göngu sína ţann 6. maí áriđ 2005 hefur ţví veriđ vel tekiđ af lesendum. Lestur ţess hefur hćgt og bítandi aukist.” Ritstjórinn virđist ekki ţekkja söguna. Frá fyrsta degi og ţar til um mitt sumar var lestur Blađsins lítill, mćldist innan viđ ţriđjung, hafđi nánast ekkert breyst frá fyrsta útgáfudegi. Lesturinn var alltof lítill og á hverjum degi hentu ţúsundir Íslendinga Blađinu ólesnu. Um miđjan júlí urđu miklar breytingar, nánast nýr fölmiđill međ sama nafni hóf göngu sína. Lesturinn tók kipp, aukningin mćldist í tugum prósenta. Önnur eins breyting á lestri dagblađa var óţekkt. Ţetta vita svo sem flestir, greinilega ekki allir.Ţar sem mér gafst ekki kostur á ađ ţakka samstarfsfólki mínu á ritstjórn Blađsins samstarfiđ geri ég ţađ hér međ. Saman tókst okkur ađ endurreisa blađ sem ţjóđin hafnađi og gera úr ţví blađ sem naut virđingar og velfarnađar. Ţađ sýndu tölur um lestur.

Launađur heimildarmađur

Ég á góđa vini sem hafa lifađ góđa daga í Byrginu og sem tala vel um Guđmund Jónsson forstöđumann. Sökum ţess hversu ţetta fólk er mikiđ tegnt mér hef ég forđast ađ fjalla um Byrgismáliđ. Ţar sem ég er áhugamađur um fjölmiđla leitar aftur og aftur á mig sú stađreynd ađ ritstjóri Kompás borgađi heimildarmanni til ađ koma fram í ţćtti til ađ stađfesta frétt sem var til umfjöllunnar. Fram kom ađ heimildarmađurinn var fíkill, en ţađ er svo sem ekki ađalmáliđ, en sú stađreynd styrkir ekki Kompás. Vonandi er dćmiđ frá Kompási ţađ eina í fréttavinnslu á Íslandi, ţađ er sú stađreynd ađ Kompás greiddi heimildarmanni fyrir ađ stađfesta frétt. Ég vona ađ Kompás hafi algjöra sérstöđu umfram alla ađra fréttamiđla á Íslandi. Eftir ađ hafa starfađ á fjölmiđlum í meira en tuttugu ár hef ég aldrei heyrt fyrr ađ fjölmiđill greiđi fyrir stađfestingum á fréttum. Ţetta er allt annađ mál en ţegar greitt er fyrir fréttaskot, ţá kemur sá sem bendir á fréttina almennt ekki nćrri vinnslu fréttarinnar.Mér ţykir ţetta reyndar svo alvarlegt ađ ég vona sannarlega ađ ég hafi misskiliđ ritstjóra Kompás.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband