Fjör í Hádegismóum

Er það vegna leiðarans, spyrja flestir sem heyra að stjórnarformaður Blaðsins rak mig á dyr í morgun. Ekki veit ég það, á bágt með að trúa að svo sé.

 

Hér að neðan er samantekt vegna ákvörðunar um að vísa mér á dyr og þar á eftir er leiðarinn, sem kannski rak stjórnarmennina til að reka mig á dyr.

 

Sigurður G. Guðjónsson hefur sagt mér að Kristinn Björnsson hafi brugðist illa við fréttum af ráðningu minni á Blaðið. Kannski hafa fleiri brugðist illa við.


Vísað á dyr

Þegar ég mætti til vinnu í morgun var ég kallaður á fund þeirra Sigurðar G. Guðjónssonar stjórnarformanns, Karls Garðarssonar framkvæmdastjóra og Steins Kára auglýsingastjóra, sem eiga sæti í stjórn Árs og dags, útgáfufélags Blaðsins, og sem jafnframt eru allir eigendur ef ég veit rétt. Sigurður afhenti mér bréf og óskaði þess að ég yfirgæfi starfsstöðina strax, sem ég og gerði, fullsáttur með að störf mín í þágu þremmenninga tilheyra nú fortíðinni.

Í bréfi sem Sigurður afhenti mér kemur ýmislegt fram sem ég verð að svara, sérstaklega vegna þess að bréfið ætla þeir að senda á alla fjölmiðla. í fyrsta kafla bréfsins er vikið að þeirri ákvörðun minni að hætta á Blaðinu strax í september. Það er rétt, ég vildi út. Þeir segja mig hafa á einhverjum degi logið til um fyrirætlanir mínar, en svo var ekki. Þegar ég svaraði þeim að ég vildi hætta og væri ekki viss hvað ég færi að gera, þá var staðan sú. Ég var í miklum vafa hvað ég ætti að gera. Síðar samdi ég við 365 um að taka að mér ritstjórn DV. Þá ætlaði ég að láta reyna á samkomulag mitt og Sigurðar G. Guðjónssonar og ganga úr vistinni. Það er rétt sagt í bréfi Sigurðar. En hvers vegna ætli ég hafi viljað hætta? Íbréfinu er það kallað árásir á auglýsingastjórann, sem ég varð að beita hörðu svo hann og hans fólk hætti að hanga yfir blaðamönnum til að fylgjast með störfum þeirra svo söludeildin gæti hringt í viðmælendur blaðamanna í von um að geta selt þeim auglýsingar. Annað eins hafði ég aldrei þekkt og ég hafði talsverðarn sigur í þessari hörðu deilu, deilu um sjálfstæði ritstjórnarinnar. Eins sló í brýnu þegar auglysingastjórinn, sem einsog áður segir er bæði eigandi og stjórnarmaður, gerði athugasemd við fréttamat mitt. Svo skemmtilega vill til að gagnrýni hans var vegna fréttar sem kom 365 afskaplega illa, það er skúbbið um lokun NFS. Í bréfi Sigurðar er barátta fyrir sjálfstæði ritstjórnar kölluð árás á auglýsingastjórann. Það kemur mér ekki á óvart að enn skilji útgefendurnir ekki hvað sjálfstæði ritstjórnar og fjarlægð milli hennar og söludeildarinnar er mikils virði.

Að lokum er það ekki rétt að ég hafi átt frumkvæði að vilja fara á DV, en það er einsog svo margt annað.

 

Eftir að hafa fundað með stjórnarformanninum ákvað ég að brjóta allt það sem ég hafði gert gagnvart 365, Sigurður bað mig að skilja þá ekki eftir í erfiðri stöðu, talaði nánast við mig sem lífgjafa, enda höfðu orðið verulegar breytingar á blaðinu eftir innkomu mína. Þá ákvað ég að reyna áram og sjá til hvort ég gæti átt samleið með félögum.

Eftir miklar bollaleggingar ákvað ég að það væri reynt til þrautar. Þar sem segir í bréfinu að ég hafi rætt við starfsmenn á ritstjórn Blaðsins um störf á öðru blaði er ekki allskostar rétt, kannski ekki við þvíað búast. Þannig er að ég talaði ekki við neinn fyrr en eftir að nýr ritstjóri hafði verið ráðinn. Nokkrir hafa spurt hvað færi að gera og óskað eftir að fylgja mér. Ég hef lagt á það áherslu við fréttastjórana, sem eru samstarfsmenn mínir til magra ára, að láta mig eða mitt líf ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um hvort þau kjósi að vera áfram á Blaðinu eða ekki, en bæði réðu sig þangað vegna mín, ekki vegna þremmennignanna.

 

Ár og dagur ætla að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að ég starfi fyrir aðra, en segja ranglega að ég hafi þegar hafið störf hjá öðrum vinnuveitenda. Svo er ekki, en svona láta menn.

 

Samstarfsfólki mínu sendi ég bestu kveðjur með þökk fyrir samstarfið.

 


Mogg­inn, Baug­ur og ol­íu­svik­in

Morg­un­blað­ið sér ástæðu til að blanda sam­an ol­íu­svika­mál­inu og Baugs­mál­inu í leið­ara í gær. Morg­un­blað­ið full­yrð­ir að sak­born­ing­ar í ol­íu­mál­inu muni ekki verj­ast með sama hætti og Baugs­menn. En hvers vegna er ver­ið að bera þessi tvö mál sam­an? Hvað rek­ur Mogg­ann til þess?Mál­in eru mjög ólík. Ann­að hef­ur ít­rek­að kom­ið fyr­ir dóm­stóla án þess að þeim sem hafa far­ið með ákæru­vald í mál­inu hafi nokkru sinni tek­ist að sanna sekt á þá sem þeir hafa ákært. Ol­íu­svika­mál­ið er allt ann­ars eðl­is. Sama dag og for­stjór­arn­ir þrír voru ákærð­ir féll skaða­bóta­dóm­ur á ol­íu­fé­lög­in um sekt þeirra vegna sam­ráðs; sam­ráðs um að hafa pen­inga af fólki, af við­skipta­vin­um sín­um. Enn hef­ur ekki tek­ist að sanna sekt­ir í Baugs­mál­inu, ólíkt því sem þeg­ar hef­ur gerst í ol­íu­svika­mál­inu.Ol­íu­svika­mál­ið er fram­hald af rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda. Brota­menn þar hafa ját­að sak­ir og beð­ist af­sök­un­ar á þeim. Baugs­menn hafa all­an tím­ann hald­ið fram sak­leysi sínu og var­ið sig af öflu afli. Sem er mik­ið.Ekki er hægt að sjá hvers vegna Mogg­inn kýs að strá efa­semd­um um varn­ir Baugs­manna þeg­ar blað­ið neyð­ist til að fjalla um ákær­ur í ol­íu­svika­mál­inu. Mogg­inn geng­ur svo langt í leið­ar­an­um að tal­a um að Baugs­menn hafi mis­not­að fjöl­miðla í vörn­um sín­um. Hér þarf að staldra við. Hafi ein­hver fjöl­mið­ill ver­ið mis­not­að­ur í þess­um mál­um er það Morg­un­blað­ið. Það var á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Morg­un­blaðs­ins sem þeir hitt­ust Styrm­ir Gunn­ars­son, Kjart­an Gunn­ars­son og Jón Stein­ar Gunn­laugs­son til að leggja á ráð­in um kær­ur á hend­ur Baugs­mönn­um. Það var á rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins sem kær­and­inn í Baugs­mál­inu fékk ókeyp­is þýð­ing­ar­þjón­ustu, það var rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins sem átti í póst­send­ing­um í að­drag­anda lög­reglu­rann­sókn­ar­inn­ar gegn Baugi, það var rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins sem lék drjúgt hlut­verk í að ýta þeirri rann­sókn af stað. Það er þessi sami rit­stjóri sem stíg­ur nú fram og væn­ir aðra fjöl­miðla um að ganga er­inda sak­born­inga í Baugs­mál­inu. En hvað um hans hlut? Var allt það sem gert var á rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins, af­skipti rit­stjór­ans og hans vina, eðli­leg með­ferð á fjöl­miðli? Má vera að það sé mat rit­stjór­ans?Lengi hef­ur ver­ið beð­ið eft­ir því hvern­ig Morg­un­blað­ið myndi taka á ol­íu­svika­mál­inu þeg­ar loks kæmi að ákær­um. Það hef­ur Morg­un­blað­ið gert. Leið­ara­höf­und­ur­inn tók sér smjör­klípu í hönd og klíndi um allt til þess að draga úr al­var­leika ol­íu­svika­máls­ins. Einn af eig­end­um Morg­un­blaðs­ins til margra ára og fyrr­um stjórn­ar­for­mað­ur Morg­un­blaðs­ins sæt­ir ákæru í ol­íu­svika­mál­inu. Hef­ur það áhrif á rit­stjór­ann, féll Mogg­inn á próf­inu, fór Mogg­inn út af í beygj­unni?Sig­ur­jón M. Eg­ils­son. 

Gjaf­mildi ráð­herr­ann

 Mik­il ósköp er hún Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir góð­ur ráð­herra. Hún er upp­full af hjarta­hlýju og hún kepp­ist við þessa dag­ana að láta gott af sér leiða. Val­gerð­ur gef­ur hing­að og þang­að, ómælt og rausn­ar­lega. Kannski er hún ekki eins af­leit­ur ut­an­rík­is­ráð­herra og flest­ir virð­ast álíta.En þeg­ar bet­ur er að gáð er hún ekki að gefa sjálf og vissu­lega má ef­ast um hug­inn að baki gjöf­un­um. Best er að halda því til haga að það sem Val­gerð­ur gef­ur á hún ekki, ekk­ert frek­ar en við hin. Hún er að gefa úr al­manna­sjóð­um og svo það sem verra er, það er ekki víst að allt sem hún gef­ur sé gef­ið vegna þarfa þiggj­and­ans. Frek­ar vegna þess að ís­lensk stjórn­völd hafa ekki enn lát­ið af þeirri gölnu hug­mynd að sækj­ast eft­ir setu í ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Til að mögu­legt sé að fá at­kvæði þarf að berj­ast, og í heim­in­um er oft­ast bar­ist með pen­ing­um þeg­ar þrá­in eft­ir pól­it­ísk­um vegt­yll­um gríp­ur stjórn­mála­menn. Þeir kunna greini­lega best að bera fé á þá sem þeir þurfa að treysta á að veiti þeim stuðn­ing. Val­gerð­ur er í ess­inu sínu og tek­ur reglu­lega pen­inga úr al­manna­sjóð­um. Vissu­lega er gott að gefa fá­tæk­um börn­um pen­inga og veita þeim að­stoð til betra lífs. Það er sætt, en sæt­ast er samt allt­af þeg­ar hug­ur gef­and­ans er sann­ur og ætl­ast ekki til neins í stað­inn. Þeg­ar svo er gert er ver­ið að gefa, ann­að er að kaupa.Á sama tíma og Val­gerð­ur fær­ir pen­inga til ann­arra landa hafa stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar reynt allt sem þeir geta til að tal­a nið­ur skýrslu for­sæt­is­ráð­herra um hversu mörg fá­tæk börn eru á Ís­landi. Í stað þess að horf­ast í augu við stað­reynd­ina, þá er þref­að um hvort fá­tæk börn á Ís­landi séu mjög mörg, mörg, ekki sér­stak­lega mörg, frek­ar fá eða mjög fá. Með­an stjórn­mála­menn fest­ast í þessu gamla fari sínu ger­ist ekk­ert og fá­tæku börn­in líða skort og þola nið­ur­læg­ingu, höfn­un sam­fé­lags­ins og aðr­ar þraut­ir, sama hvort þau eru mjög mörg, mörg eða bara ekk­ert sér­stak­lega mörg. Stjórn­mála­menn munu þæfa mál­ið með smá­at­rið­um og á með­an leysa þeir vanda barna í öðr­um lönd­um, ekki af hjarta­gæsku, held­ur í von um stuðn­ing við eina alt­vit­laus­ustu hug­mynd sem ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa feng­ið og fram­kvæmt.Gam­an væri ef hægt væri að hinkra að­eins við. Skoða af al­vöru þá stað­reynd að börn hér á landi líða skort og hvað er unnt að gera til að lina þján­ing­ar þeirra. Þeg­ar því verki er lok­ið væri okk­ur mik­ill sómi að skoða í hvaða lönd­um við get­um gert mest og best gagn­ið til að að­stoða þá sem eiga bágt. Og láta þá hafa mest skort­ir, ekki þá sem hugs­an­lega veita okk­ur at­kvæði í von­lausu og óskilj­an­legu fram­boði okk­ar til ör­ygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Trausti er fínn maður

Trausti Hafliðason, sem tekur við ritstjórastarfinu af mér á Blaðinu, er fínn maður. Ég hef langa reynslu af samstarfi við Trausta og óska honum velfarnaðar í starfi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband