Er það vegna leiðarans, spyrja flestir sem heyra að stjórnarformaður Blaðsins rak mig á dyr í morgun. Ekki veit ég það, á bágt með að trúa að svo sé.
Hér að neðan er samantekt vegna ákvörðunar um að vísa mér á dyr og þar á eftir er leiðarinn, sem kannski rak stjórnarmennina til að reka mig á dyr.
Sigurður G. Guðjónsson hefur sagt mér að Kristinn Björnsson hafi brugðist illa við fréttum af ráðningu minni á Blaðið. Kannski hafa fleiri brugðist illa við.
Þegar ég mætti til vinnu í morgun var ég kallaður á fund þeirra Sigurðar G. Guðjónssonar stjórnarformanns, Karls Garðarssonar framkvæmdastjóra og Steins Kára auglýsingastjóra, sem eiga sæti í stjórn Árs og dags, útgáfufélags Blaðsins, og sem jafnframt eru allir eigendur ef ég veit rétt. Sigurður afhenti mér bréf og óskaði þess að ég yfirgæfi starfsstöðina strax, sem ég og gerði, fullsáttur með að störf mín í þágu þremmenninga tilheyra nú fortíðinni.
Í bréfi sem Sigurður afhenti mér kemur ýmislegt fram sem ég verð að svara, sérstaklega vegna þess að bréfið ætla þeir að senda á alla fjölmiðla. í fyrsta kafla bréfsins er vikið að þeirri ákvörðun minni að hætta á Blaðinu strax í september. Það er rétt, ég vildi út. Þeir segja mig hafa á einhverjum degi logið til um fyrirætlanir mínar, en svo var ekki. Þegar ég svaraði þeim að ég vildi hætta og væri ekki viss hvað ég færi að gera, þá var staðan sú. Ég var í miklum vafa hvað ég ætti að gera. Síðar samdi ég við 365 um að taka að mér ritstjórn DV. Þá ætlaði ég að láta reyna á samkomulag mitt og Sigurðar G. Guðjónssonar og ganga úr vistinni. Það er rétt sagt í bréfi Sigurðar. En hvers vegna ætli ég hafi viljað hætta? Íbréfinu er það kallað árásir á auglýsingastjórann, sem ég varð að beita hörðu svo hann og hans fólk hætti að hanga yfir blaðamönnum til að fylgjast með störfum þeirra svo söludeildin gæti hringt í viðmælendur blaðamanna í von um að geta selt þeim auglýsingar. Annað eins hafði ég aldrei þekkt og ég hafði talsverðarn sigur í þessari hörðu deilu, deilu um sjálfstæði ritstjórnarinnar. Eins sló í brýnu þegar auglysingastjórinn, sem einsog áður segir er bæði eigandi og stjórnarmaður, gerði athugasemd við fréttamat mitt. Svo skemmtilega vill til að gagnrýni hans var vegna fréttar sem kom 365 afskaplega illa, það er skúbbið um lokun NFS. Í bréfi Sigurðar er barátta fyrir sjálfstæði ritstjórnar kölluð árás á auglýsingastjórann. Það kemur mér ekki á óvart að enn skilji útgefendurnir ekki hvað sjálfstæði ritstjórnar og fjarlægð milli hennar og söludeildarinnar er mikils virði.
Að lokum er það ekki rétt að ég hafi átt frumkvæði að vilja fara á DV, en það er einsog svo margt annað.
Eftir að hafa fundað með stjórnarformanninum ákvað ég að brjóta allt það sem ég hafði gert gagnvart 365, Sigurður bað mig að skilja þá ekki eftir í erfiðri stöðu, talaði nánast við mig sem lífgjafa, enda höfðu orðið verulegar breytingar á blaðinu eftir innkomu mína. Þá ákvað ég að reyna áram og sjá til hvort ég gæti átt samleið með félögum.
Eftir miklar bollaleggingar ákvað ég að það væri reynt til þrautar. Þar sem segir í bréfinu að ég hafi rætt við starfsmenn á ritstjórn Blaðsins um störf á öðru blaði er ekki allskostar rétt, kannski ekki við þvíað búast. Þannig er að ég talaði ekki við neinn fyrr en eftir að nýr ritstjóri hafði verið ráðinn. Nokkrir hafa spurt hvað færi að gera og óskað eftir að fylgja mér. Ég hef lagt á það áherslu við fréttastjórana, sem eru samstarfsmenn mínir til magra ára, að láta mig eða mitt líf ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um hvort þau kjósi að vera áfram á Blaðinu eða ekki, en bæði réðu sig þangað vegna mín, ekki vegna þremmennignanna.
Ár og dagur ætla að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að ég starfi fyrir aðra, en segja ranglega að ég hafi þegar hafið störf hjá öðrum vinnuveitenda. Svo er ekki, en svona láta menn.
Samstarfsfólki mínu sendi ég bestu kveðjur með þökk fyrir samstarfið.