Óhefð­bund­in lög­regla

Tíma­mót verða um ára­mót þeg­ar grein­ing­ar­deild lög­reglu verð­ur að veru­leika. Svo merki­lega vill til að á sama tíma eru um tíu ár frá því fjöru­tíu lög­reglu­menn voru tald­ir hafa brot­ið lög með starfs­hátt­um sín­um. Þeir beittu óhefð­bundn­um að­ferð­um, en grein­ing­ar­deild­in fær vænt­an­lega heim­ild­ir til þess sama og verð­ur gert heim­ilt að not­ast við það sem kall­ast óhefð­bundn­ar að­ferð­ir.Er ekki rétt að staldra við og at­huga hvort lög­regl­an hér sé und­ir það bú­in að fá víð­tæk­ari heim­ild­ir en hún hef­ur nú? Það er ekki sjálf­gef­ið að svo sé, og það er ekki held­ur sjálf­sagt mál að treysta því sem sagt er um ágæti lög­regl­unn­ar og starfs­hátta henn­ar. Lög­regl­an hef­ur feng­ið ákúr­ur frá dóm­stól­um vegna vinnu­bragða og ver­ið gerð aft­ur­reka með stór mál. Fyr­ir tíu ár­um er tal­ið að sann­ast hafi að lög­reglu­menn hafi brot­ið af sér í starfi þrátt fyr­ir að sak­sókn­ari hafi ekki treyst sér til að ákæra sök­um þess að vafi lék á um hvort lög­reglu­menn­irn­ir yrðu sak­felld­ir. Þann­ig var­úð­ar­sjón­ar­mið ákæru­valds­ins eru ekki allt­af not­uð í dag, en það er ann­að mál.Í rann­sókn­inni sem gerð var fyr­ir ára­tug um starfs­hætti lög­regl­unn­ar, það er óhefð­bundn­ar að­ferð­ir, sagði Arn­ar Jens­son, sem var yf­ir­mað­ur fíkni­efna­lög­regl­unn­ar, í skýrslu: „Mjög al­gengt var að skýrsl­ur sem inni­héldu upp­lýs­ing­ar um al­var­leg brot, jafn­vel stór­an inn­flutn­ing eða dreif­ingu fíkni­efna, hafi ver­ið lagð­ar í skjala­skáp án nokk­urr­ar rann­sókn­ar vegna anna við aðr­ar rann­sókn­ir, fjár­skorts eða mann­fæð­ar.“ Rann­sókn­in laut ekki síst að vitn­eskju um að Frank­lín Stein­er, af­kasta­mik­ill fíkni­efna­sali, nyti sér­rétt­inda lög­reglu. Í því ljósi er merki­legt að rýna í texta Arn­ars Jens­son­ar. Lög­regl­an for­gangs­rað­aði sam­kvæmt því sem Arn­ar sagði og kaus að rann­saka ekki upp­lýs­ing­ar um al­var­leg brot, jafn­vel stór­an inn­flutn­ing og dreif­ingu fíkni­efna. Ekki er unnt að taka und­ir að það hafi ver­ið gert vegna fjár­skorts ein­sog Arn­ar seg­ir. Önn­ur mál voru val­in til rann­sókn­ar með­an stór­mál­in gleymd­ust. Þetta gerð­ist þeg­ar lög­regl­an beitti óhefð­bundn­um að­ferð­um. Er­um við viss um að lög­regl­an, sem fær aukn­ar heim­ild­ir, stundi ekki leng­ur að­ferð­ir ein­sog Arn­ar Jens­son lýsti hér að of­an? Er­um við viss um að þeir sem fara með lög­reglu­vald­ið séu und­ir aukna ábyrgð og aukn­ar heim­ild­ir bún­ir? Nei, það er­um við ekki.Ný­ver­ið sagði frá því hér í Blað­inu, að lög­regl­an segð­ist hafa ver­ið að prófa lang­drægni eig­in tal­stöðv­ar­kerf­is í hest­húsa­hverfi að kvöldi til. Lög­reglu­þjónn­inn sem var að prófa kerf­ið er eig­in­kona sókn­ar­prests og í næsta hest­húsi var sókn­ar­nefnd að funda um eig­in­mann lög­reglu­þjóns­ins, það er sókn­ar­prest­inn. Full­trú­ar í sókn­ar­nefnd­inni voru þess full­viss­ir áð­ur að fund­ir þeirra væru hle­rað­ir og um kvöld­ið í hesta­húsa­hverf­inu styrkt­ist trú þeirra á að svo hafi ver­ið. Tal­ið er víst að lög­regl­an hafi þá beitt óhefð­bundn­um að­ferð­um, ekki til að upp­lýsa glæp, nei, held­ur til að hlera sókn­ar­nefnd að störf­um. Lög­regl­an vís­ar öllu á bug, seg­ist ekki einu sinni eiga hler­un­ar­bún­að. Er það svo? Nauð­syn­lega vant­ar svör.

Pól­it­ískt rétt

Jón Magnússon lögmaður heldur áfram umfjöllun um innflytjendamál, og að sjálfsögðu í Blaðinu. Grein Jóns er hér óstytt: 

"Á for­síðu Frétta­blaðs­ins 6. nóv­emb­er var ekki­frétt til­eink­uð „pól­it­ískri rétt­hugs­un”. Yf­ir for­síð­una stóð „Stefna Frjáls­lyndra í mál­um inn­flytj­enda vek­ur ugg”. Hvaða stefna er það sem vek­ur slík­an ugg? Sú stefna að Ís­lend­ing­ar hafi um það að segja hvaða út­lend­ing­ar komi til lands­ins og fái að setj­ast hér að. Þessi for­síðu­frétt er í anda „pól­it­ískr­ar rétt­hugs­un­ar” sem birt­ist með­al ann­ars í  þess­ari vit­lausu fyr­ir­sögn Frétta­blaðs­ins og þeirri rit­stjórn­ar­stefnu Morg­un­blaðs­ins að ekki megi segja frá því ef fólk af er­lendu bergi brot­ið ger­ist sekt um af­brot eða ann­að jafn­vel þó það séu frétt­ir.  Stefna Frjáls­lyndra í inn­flytj­enda­mál­um vek­ur ekki ugg, það er rangt og vond blaða­mennska að setja ekki­frétt­ir upp með þess­um hætti og and­stætt hlut­lægri um­fjöll­un um mál.  Við sem höf­um leyft okk­ur að benda á þau vanda­mál sem við stönd­um frammi fyr­ir ef ekki verð­ur spyrnt við fót­um er­um sak­að­ir um for­dóma. For­dóm­ar eru hleypi­dóm­ar eða ógrund­að­ir dóm­ar. Dóm­ur byggð­ur á rök­um eða stað­reynd­um er ekki for­dóm­ur. Mál­flutn­ing­ur okk­ar er byggð­ur á stað­reynd­um en ekki for­dóm­um. Það eru þeir sem gagn­rýna okk­ur sem ger­ast sek­ir um for­dóma, að gera okk­ur upp skoð­an­ir og hrein­lega segja ósatt um hverj­ar skoð­an­ir okk­ar eru. Við vör­um við þeirri þró­un sem hér get­ur orð­ið með áfram­hald­andi að­streymi út­lend­inga. Við höld­um því fram að það sé ekki leng­ur nein stjórn á þessu að­streymi og stjórn­kerf­ið ráði ekki við neitt. Magn­ús Þór Haf­steins­son, vara­for­mað­ur Frjáls­lynda flokks­ins, benti raun­ar rétti­lega á þetta á Al­þingi í vor. Eng­inn hef­ur for­dæmt það fólk sem hing­að hef­ur kom­ið. Við höf­um hins veg­ar kraf­ist þess að brugð­ist verði við til að við get­um stjórn­að þró­un­inni og mót­að það vel­ferð­ar­sam­fé­lag á Ís­landi sem við vilj­um stefna að.  Sam­fylk­ing­in hef­ur ákveð­ið að leggj­ast í stóra vörn fyr­ir frjálst að­streymi út­lend­inga til lands­ins. Sam­fylk­ing­unni er frjálst að hafa þá skoð­un en tals­mönn­um henn­ar er hins veg­ar ekki heim­ilt að gera öðr­um upp skoð­an­ir og bregða þeim um kyn­þátta­for­dóma eða að reyna að vekja ótta fólks gagn­vart út­lend­ing­um eins og tals­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa haft á orði gagn­vart mál­flutn­ingi okk­ar.  Hvergi í orð­um okk­ar gæt­ir  for­dóma. Tals­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ótt­ast hins veg­ar öfga­lausa um­ræðu um vanda­mál­ið og kjósa að reyna að drepa um­ræð­unni á dreif og gera þá tor­tryggi­lega sem þora að fjalla um þetta brýna hags­muna­mál allra Ís­lend­inga. Ég hef sett fram þá skoð­un að ég vilji ekki fá hing­að til lands þá sem ég kalla syni Allah og á  þá við þá ein­stak­linga sem játa ís­lam og gera kröfu til að sjar­ía-lög gildi og hafa í öll­um lönd­um Evr­ópu þar sem þeir hafa kom­ið tek­ið lög­in í eig­in hend­ur hafi þeir tal­ið það nauð­syn­legt með heið­urs­morð­um, of­beldi og af­tök­um, sbr. morð á stjórn­mála­leið­toga og kvik­mynda­leik­stjóra í Hol­landi. Þetta eru stað­reynd­ir en ekki for­dóm­ar. Það hef­ur auk held­ur ekk­ert með virð­ingu eða virð­ing­ar­leysi gagn­vart ís­lam að gera. Það hef­ur held­ur ekk­ert með þá  ját­end­ur ís­lams að gera sem hér búa og hafa ver­ið nýt­ir þjóð­fé­lags­borg­ar­ar. Ég ber hins veg­ar ekki virð­ingu fyr­ir öfga­fyllstu túlk­un hvorki ís­lams né ann­arra trú­ar­bragða. Vand­inn er sá að nú hafa öfga­menn­irn­ir tek­ið yf­ir í ís­lamskri boð­un og það er þar sem ég staldra við og geri kröfu til þess að við stönd­um við ákvæði stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins um mann­rétt­indi og mann­helgi.  

 Fjöl­menn­ing­ar­þjóð­fé­lag er óskapn­að­ur ef það fel­ur í sér af­slátt af þeim gild­um mann­úð­ar og mann­rétt­inda sem hér ríkja. Pól­it­ísk rétt­hugs­un má aldr­ei leiða til þess að eng­inn þori að taka til máls um það sem máli skipt­ir af ótta við for­dóma þeirra sem telja sig hafa einka­rétt á því hvað má segja og hvað ekki. Fjöl­miðl­ar sem úti­loka eðli­lega um­ræðu eða búa til rang­ar ekki­frétt­ir í anda „pól­it­ískr­ar rétt­hugs­un­ar” eru for­dóma­full­ir og hættu­leg­ir."


Obbobobb!

Sé mér til undrunar, víða í bloggheimum, að framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hafi hótað mér þegar hann talaði um aðgerðir Samfylkingarinnar gegn Blaðinu vegna þess að ég vildi ekki þýðast hann í innri málefnum ritstjórnar.

Þetta er oftúlkun, framkvæmdastjórinn var sennilega bara í fýlu, samskonar og allir þeir Framsóknarmenn voru í þegar þeir hringdu þegar fylgið tálgaðist af þeirra flokki og fjölmiðlar greindu frá. Mér er lífsins ómögulegt að taka fljótfærnisleg orð framkvæmdastjórans sem hótun, og þá hótum um hvað, heldur einhver að hann ætli að lemja mig?

Sá siður hefur skapast að hagsmunafólk í stjórnmálum hringir í fjölmiðla og skammast jafnvel þegar eitthvað bjátar á, til dæmis þegar kjósendum fækkar. Það er bara allt í lagi og kannski átti ég ekkert að vera að segja frá þessu símtali. Fannst það bara skondið og var í svo lifandi góðu skapi þegar ég skrifaði þetta að mér var bara skemmt.


Ömm­ur á þing

Enn hafa kon­ur ekki náð að rétta sinn hlut gagn­vart körl­um í þeim próf­kjör­um sem fram hafa far­ið. Enn er fátt sem bend­ir til að kon­um fjölgi sem heit­ið get­ur á Al­þingi við kosn­ing­arn­ar í vor, en enn er von í þeim próf­kjör­um sem eft­ir eru. Sú stað­reynd hversu kon­ur eiga erf­itt upp­drátt­ar í stjórn­mál­um er al­vöru­mál og það er al­vöru­mál hversu fá­ar kon­ur sækj­ast eft­ir valda­stöð­um og ekki síð­ur hversu erf­itt þær eiga upp­drátt­ar.Þó kon­ur séu færri en karl­ar í flest­um fram­boð­um er það eitt og sér ekki skýr­ing á hversu fá­ar þeirra ná í allra fremstu röð. Það er eitt­hvað að, valda­störf hljóta að vera jafnt fyr­ir kon­ur sem karla, en hvað veld­ur því hversu seint okk­ur mið­ar í eðli­leg­an far­veg?Hlust­aði á préd­ik­ara á Ómega, sem sagði það skýrt sam­kvæmt orði guðs, að kon­an eigi að vera heima, gæta bús og barna og að þær eigi ekki að stjórna land­inu. Það sagði hann vera verk karla. Sem bet­ur fer eru ekki marg­ir sömu skoð­un­ar, eða hvað? Kannski ekki í orði, en á borði?Máli sínu til stuðn­ings sagði préd­ik­ar­inn fal­lega sögu af eldri konu í Kópa­vogi, lág­vax­inni og góðri. Fyr­ir­mynda­römmu sem fórn­aði sér fyr­ir aðra í fjöl­skyld­unni og gætti þess sér­stak­lega að eng­inn liði skort og all­ir væru sæl­ir og all­ir fengju nægju sína. Am­en, sagði préd­ik­ar­inn. Am­en. Að hugsa sér hvern­ig sam­fé­lag við ætt­um ef góða am­man í Kópa­vogi og nokkr­ar aðr­ar þann­ig ömm­ur hefðu far­ið út fyr­ir heim­il­ið, inn á Al­þingi og lof­að allri þjóð­inni að njóta gæsku sinn­ar og vits. Má vera að þá væri ekki skort­ur á úr­ræð­um fyr­ir veikt fólk, eng­ir biðl­ist­ar á sjúkra­hús­um, nóg væri til af fólki sem sinnti börn­um, veiku fólki, og hærri laun væru greidd til þeirra okk­ar sem ann­ast okk­ur þeg­ar við get­um það ekki sjálf, ým­ist vegna ald­urs eða veik­inda? Má vera að ef ömm­urn­ar hefðu ver­ið ko­snar á þing í stað nokk­urra mið­aldra kalla þá væru ör­lít­ið færri sendi­ráð á okk­ar veg­um hér og þar í heim­in­um, við hefð­um aldr­ei stutt inn­rás í ann­að land og kannski væru líf­eyr­is­rétt­indi ömmu á þingi ekk­ert miklu betri en ömmu í Kópa­vogi? Ömm­urn­ar á þingi myndu kannski gæta þess þar, rétt ein­sog þær gera heima fyr­ir, að öll­um líði nokk­uð vel og að eng­inn í fjöl­skyld­unni mæti af­gangi og þess vegna gengi það bara aldr­ei að mis­muna fólki ein­sog mið­aldra karl­arn­ir hafa gert.Er ekki kom­inn tími á að við fá­um ömm­urn­ar til að láta til sín taka þar sem sem flest­ir fái not­ið? Það er nefni­lega verk að vinna til að jafna kjör­in, gæta að þeim sem erf­itt eiga, jafna skatt­greiðsl­ur þann­ig að þeir sem mest hafa borgi í sama hlut­falli og þeir sem minna hafa og minna eiga.Ef préd­ik­ar­inn hef­ur rétt eft­ir guði, að kon­an eigi að vera heima og gæta bús og barna, má þá vera að Al­þingi og stjórn­ar­ráð telj­ist til heim­il­is­ins okk­ar allra og þang­að sár­vanti ömm­ur? Inn­tak sögu préd­ik­ar­ans af góðu ömm­unni var fínt, og því fínna verð­ur það sem fleiri fá not­ið.  

Frjás­lyndi þjóð­ern­is­flokk­ur­inn

Eiríkur Bergman Einarsson skrifar forvitnilega grein í Blaðið í dag. Þar segir:

"Þeir eru af sama meiði en heita mis­mun­andi nöfn­um í ólík­um lönd­um. Í Dan­mörku er það Pia Kærsga­ard sem fer fyr­ir Danska þjóð­ar­flokkn­um, í Nor­egi fór Carl I Hag­en fyr­ir Fram­fara­flokkn­um svo­kall­aða áð­ur en hin svip­fríða Siv Jens­en tók við kefl­inu. Í Frakk­landi var það Þjóð­ar­fram­varða­hreyf­ing Le Pen, í Hol­landi hinn myrti Pim Fortuyn, í Aust­ur­ríki fór Jörg Hai­der fyr­ir Frels­is­flokkn­um. Í Belg­íu kenna þeir sig við flæmska blokk og í Bret­landi er Sjálf­stæð­is­flokk­ur Stóra-Bret­lands að störf­um. Á Ís­landi er það Fjáls­lyndi flokk­ur­inn með Magn­ús Þór Haf­steins­son fremst­an í flokki. Ís­land fyr­ir Ís­lend­inga?Það var á tí­unda ára­tug ný­lið­inn­ar ald­ar sem þjóð­erni­söfga­flokk­ar fóru á nýj­an leik að ná fót­festu í stjórn­mála­lífi víða í Evr­ópu, eft­ir að hafa tek­ið sér stöðu gegn inn­flytj­end­um. Þjóð­ern­is­hug­mynd­ir hafa löng­um fall­ið í frjó­an jarð­veg víða í Evr­ópu og hafa jafn­framt fund­ið sér far­veg í stjórn­mála­lífi víða í álf­unni, þótt mis­jafnt geti ver­ið í tíma og rúmi hvern­ig og hvar um lönd far­veg­ur kyn­þátta­hyggj­unn­ar ligg­ur. Ein­hverra hluta vegna hef­ur slík­ur stjórn­mála­flokk­ur ekki kom­ið fram á sjón­ar­svið­ið á Ís­landi, fyrr en nú að Frjáls­lyndi flokk­ur­inn virð­ist ætla að helga sér þetta svið stjórn­mál­anna. Hér er auð­sjá­an­lega um mark­vissa stefnu­breyt­ingu að ræða. Í síð­ustu viku rit­aði Jón Magn­ús­son, lög­mað­ur og von­ar­pen­ing­ur flokks­ins, grein hér í blað­ið þar sem hann boð­aði að Ís­land ætti að vera fyr­ir Ís­lend­inga. Síð­an hef­ur Magn­ús Þór Haf­steins­son hald­ið úti sama mál­flutn­ingi í svo til öll­um fjöl­miðl­um. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem álíka þjóð­ern­is­hug­mynd­ir koma fram í stjórn­mála­um­ræðu hér á landi. Fyr­ir tæp­um tutt­ugu ár­um var hér starf­andi fé­lags­skap­ur­inn Nor­rænn kyn­stofn sem barð­ist gegn því að Ís­lend­ing­ar myndu bland­ast fólki af er­lend­um upp­runa. Fé­lag ís­lenskra þjóð­ern­is­sinna sem stofn­að var á Suð­ur­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in var svo næst í röð­inni til að halda uppi merkj­um kyn­þátta­hyggj­unn­ar hér á landi. Fé­lag­ið var aldr­ei fjöl­mennt og logn­að­ist út af eft­ir að einn forsp­rakki þess var dæmd­ur fyr­ir niðr­andi um­mæli um fólk af afr­ísk­um upp­runa sem hann við­hafði í for­síðu­við­tal­i við DV í febrú­ar 2001 und­ir heit­inu „Hvíta Ís­land“. Fé­lag fram­fara­sinna, und­ir for­ystu Hjart­ar J. Guð­munds­son­ar, tók þá við mál­inu og hélt til skamms tíma úti álíka mál­flutn­ingi á vef­síð­unni www.fram­far­ir.net. Nú hef­ur Frjáls­lyndi flokk­ur­inn (sem þá er orð­ið and­heiti) sem­sé tek­ið við kefl­inu. Breyt­ir flokka­kerf­inuEft­ir að kvóta­mál­ið datt út úr stjórn­mála­um­ræð­unni hér á landi hef­ur Frjáls­lyndi flokk­ur­inn ver­ið í nokk­urri til­vist­ar­kreppu og virð­ist ætla að finna sér til­veru­grund­völl með and­stöðu við inn­flytj­end­ur. Með því móti fær­ir flokk­ur­inn sig inn í þekkt mengi stjórn­mála­við­horfa í Evr­ópu, sem bygg­ir á hug­mynd­um um sér­stöðu þjóð­ar­inn­ar. Við­horf­ið geng­ur út á að inn­streymi fólks af er­lend­um upp­runa grafi á ein­hvern hátt und­an þjóð­inni og því verði að girða land­ið af, einn­ig í menn­ing­ar­legu til­liti. Slík­ir flokk­ar hafa átt ógn­væn­legu fylgi að fagna víða um álf­una á und­an­förn­um ár­um og því gæti þessi breyt­ing á stefnu flokks­ins haft af­drifa­rík­ar af­leið­ing­ar í för með sér fyr­ir flokka­kerf­ið hér á landi. Til að mynda hlýt­ur út­spil­ið að úti­loka sam­starf við Sam­fylk­ingu og Vinstri græna eft­ir næstu kosn­ing­ar."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband