Arnar Jensson lögregluforingi hefur áhyggjur af því að efnað fólk, sem sætir ákærum, geti borið hendur fyrir höfuð sér af meiri krafti en öryrkjar og einstæðir foreldrar. Undir þetta sjónarmið Arnars tók alþingismaðurinn Pétur Blöndal í spjallþætti og sagði varasamt þegar ákært fólk borgar mikið fyrir varnir. Hann sagði saklaust fólk, sem sætir ákæru, eiga að mæta fyrir dómara og segjast saklaust. Meira þurfi saklaust fólk ekki.Ef sjónarmið Péturs eru almenn á Alþingi munu Arnar Jensson og þeir sem hugsa einsog hann eiga auðvelt með að fá lögum breytt þannig að skorður verði settar á varnir þeirra sem sæta ákærum, sama hvort fólk er saklaust eða sekt. Merkilegt er að heyra menn einsog einn af æðstu starfsmönnum ríkislögreglustjóra og alþingismann finna að því að ákært fólk leiti leiða til að verja sig og borgi mikinn kostnað af vörn í opinberum refsimálum. Áfram kemur fram hörð gagnrýni á dómskerfið. Davíð Oddsson sagði nýverið dómskerfið aðeins ráða við gæsluvarðhaldsúrskurði og sjoppurán og nú bætir Arnar Jensson um betur og segir dómara jafnvel óttast ríkt og öflugt ákært fólk. Þessu neita dómarar. En eru fullyrðingar um vanhæfi dómstóla ekki alvörumál? Er ekki alvörumál þegar alþingismaður og lögregluforingi eru sammála um að ákært fólk eigi að hafa takmarkaðar leiðir til að verjast ákærum? Eða skipta öll þessi orð engu máli í ljósi þess hverjir sögðu þau?Enn og aftur tekur Baugsmálið sviðsljós umræðna um opinber refsimál. Nú er það Arnar Jensson sem setur það mál í kastljósið. Merkilegt af honum að velja það mál þegar hann fjallar um varnir ákærðs fólks og hvort ekki eigi að setja skorður við því hvernig fólk verst opinberum refsiákærum. Það mál sem Arnar og félagar lögðu af stað með er fallið. Það féll vegna þess að ákærurnar héldu ekki. Enginn er þess umkominn í dag að segja til um hversu stóran þátt öflugar og dýrar varnir sakborninga eiga í þeirri niðurstöðu eða hvað slæleg vinnubrögð Arnars og félaga vógu þungt. Víst er að málatilbúnaður Arnars og félaga hans reyndist haldlaus og það litla sem eftir er af málinu, eftir áralangar rannsóknir þar sem ekkert hefur verið til sparað, er nú í höndum annarra en þeirra sem hófu leikinn. Upphaflegu rannsakendurnir og ákærendurnir eru ekki lengur þátttakendur. Kannski tókst öflugum verjendum að forðast réttarslys. Kannski þurfti ekki verjendur til og kannski hefði aðferð Péturs Blöndal dugað, það er að ákærða fólkið hefði bara sagt við dómarana að það væri saklaust.Þar sem lögreglu og ákærendum er falið mikið vald er ekki nokkur leið að taka undir með lögregluforingjanum um að skorður verði settar við því með hvaða hætti ákært fólk getur varist. Það er vandmeðfarið vald sem ákærendur hafa og það hlýtur að vera krafa allra að þeir sem sæta ákærum, einkum og sér í lagi saklaust fólk, megi og eigi að gera allt sem það getur í baráttunni við hið mikla vald til að leiða fram sakleysi sitt.
Lögregluforinginn Arnar Jensson skrifar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann stráir efasemdum um heiðarleika Blaðsins. Tilefnið er fréttaúttekt Blaðsins um sértækar aðferðir lögreglunnar. Arnar er þess fullviss að fréttaúttektin hafi verið unnin til þess eins að draga úr gildi hans sem vitnis í Baugsmálinu. Rök lögregluforingjans eru tær og klár, ritstjóri Blaðsins er bróðir manns sem hefur haldið utanum fjölmiðlafyrirtæki Baugs. Frekari sannanir virðist lögregluforinginn ekki þurfa, sest niður og fullyrðir á prenti að þannig sé þetta. Blaðið hafi verið notað af Baugi til að rýra trúverðugleika Arnars. Sé það rétt hjá Arnari að Blaðið hafi með einhverjum hætti opnað dyr efasemda, þá er það jafn ljóst að Arnar gekk inn um dyrnar, óboðinn, með grein sinni sem reyndar gerir það helst að kalla á spurningar og svör. Svörin hefur hann en spurningarnar hver sem les.Arnar á að minnsta kosti tvo félaga. Hann notast við þá nafnlausa í grein sinni og báðir eru þeir vissir um annarlegan tilgang Blaðsins. Annar þeirra er blaðamaður og hann sagði lögregluforingjanum að það væri augljóst að fréttaskrif Blaðsins, sem náttúrlega eru Baugi fullkomlega óviðkomandi, væru til þess gerð að varpa rýrð á Arnar. Sá blaðamaður sem þannig talar miðar væntanlega út frá eigin siðferðismati og þess vegna er knýjandi að vita hver hann er og hvar hann starfar, til þess að lesendur geti varað sig á honum. Blaðamaður sem lætur stjórnast af fólki og skrifar fréttir í þeim tilgangi sem Arnar og vinur hans halda er vondur blaðamaður og hann ber að varast. Þess vegna er nauðsyn að fréttist hver hann er.Allar tilgátur Arnars Jenssonar eru meira en sérstakar. Það eitt er svo sem í góðu lagi. Hitt er alvarlegra að ætla má að það siðferðisþrek sem hann ætlar öðru fólki sé sótt í hans eigin viðmið. Að hann látist stjórnast. Fyrir tilviljun heyrði ég rithöfundinn Hallgrím Helgason svara spurningu um hvaða mál séu verstu mál núverandi ríkisstjórnar. Hallgrímur hóf upptalninguna á þessum málum: Baugsmálið, Íraksmálið... Má vera að rithöfundurinn hafi rétt fyrir sér að Baugsmálið, sem var alls ekki helsta málið í fréttaúttekt Blaðsins, hafi allan tímann verið pólitískt og Arnar og aðrir í lögreglunni hafi verið þær tuskur sem þeir ætla öðrum að vera. Davíð Oddsson sagði eitt sinn að ef Baugsmálið væri pólitískt myndu dómstólar bara henda því, sem þeir og gerðu.Skrif lögregluforingjans og þær kröfur sem hann gerir til sönnunarfærslu varpa kannski ljósi á smánarlega útreið mála hans fyrir dómstólum, svo sem einsog Málverkafölsunarmálsins og Baugsmálsins. Brýnt er að Arnar og aðrir í hans liði hafi í huga hversu ógurlegt vald þeim er falið og þess er krafist að þeir fari vel með valdið og vonandi er Arnar oftast kröfuharðari við sjálfan sig en hann var í Morgunblaðsgreininni. Hvernig sem Arnar lætur skal hann aldrei kæfa umræðu um vinnubrögð lögreglu. Til þess eru fjölmiðlar of sterkir og sjálfstæðir, þrátt fyrir hið eitraða peð, hinn veikgerða blaðamann sem er vinur lögregluforingjans.
Landssamband lögreglumanna lýsir yfir furðu sinni á fréttaúttekt Blaðsins á liðnum dögum. Í umfjöllun Blaðsins hefur verið fjallað um meint brot fjölda lögreglumanna í tengslum við rannsókn fíkniefnabrota fyrir um 10 árum. Er því þar m.a. haldið fram að um 40 lögreglumenn hafi gerst brotlegir í starfi og látið að því liggja að umfjöllunin sanni að lögreglan á Íslandi sé spillt og ekki treystandi fyrir auknum rannsóknarheimildum.
Þetta er bein tilvitnun í vef Landssambands lögreglumanna. Lögreglan kveinkar sér undan því að Blaðið fjalli um mál sem hafa komið upp þegar löggan hefur beitt óhefðbundnum aðferðum, sem er meðal þess sem rætt er um að lögreglan fái víðtækar heimildir til að gera þegar greiningardeildin þeirra verður að veruleika. Það er ekkert að því að Blaðið styðjist meðal annars við eldri mál við umfjöllunina. Svo alvarlegt var það mál að skipa varð sérstakan saksóknara til að rannsaka starfshætti lögreglunnar. Settur saksóknari ákærði ekki vegna efa um að sakfelling næðist fram. Það eru starfshættir sem eru ekki virtir jafnt nú og þá einsog nýleg dæmi sanna. Þrátt fyrir að lögreglumenn hafi ekki verið ákærðir er ekkert sem segir að fjölmiðlar megi ekki og eigi ekki að segja frá svo viðamikilli rannsókn á störfum lögreglunnar, einmitt nú þegar valdsvið hennar verður aukið. Blaðið greindi frá rannsókninni og vitnaði meðal annars í mikla samantekt dómsmálaráðherra. Lögreglumönnunum þykir það vond blaðamennska og segja: Þykir Landssambandi lögreglumanna með ólíkindum að viðkomandi blaðamenn leyfi sér að setja frá sér slík ósannindi þar sem fjöldi lögreglumanna er sakaður um brot í opinberu starfi. Með þessari framsetningu eru þeir lögreglumenn bornir röngum sökum og efnistök blaðamanna ærumeiðandi. Svo bætir lögreglan því við að hér á landi sé spilling í löggunni engin í samanburði við Evrópulönd, hvað sem sú fullyrðing þýðir.Lögreglan er ekki yfir gagnrýni hafin. Lögreglunni er falið mikið vald og lögreglunni ber að fara með það af virðingu og nærgætni. Í fréttaúttektum Blaðsins voru nefnd mörg dæmi um að lögreglan hafi gert meira en við hinir venjulegir borgarar höfum álitið að lögreglan gerði. Meðal annars kom fram að yfirmenn í lögreglunni sögðu í bréfum að mál hafi verið svæfð, jafnvel alvarleg og umfangsmikil fíkniefnaafbrotamál. Það sem þar var sagt var ekki Blaðsins, það var hins vegar Blaðið sem sagði frá því, það var Blaðið sem sagði frá rannsóknum og Blaðið birti til dæmis yfirlýsingu vitnis sem kvartaði sáran undan lögreglunni. Vissulega hefur Blaðið gengið nær lögreglunni en flestir fréttamiðlar hafa gert. Blaðið hafnar því að vera undirlægja valdsins. Það fellur lögreglunni ekki í geð. Í lok yfirlýsingar lögreglunnar segir: Landssamband lögreglumanna telur umfjöllun Blaðsins í þessu máli til marks um óvönduð efnistök og í hróplegu ósamræmi við faglega blaðamennsku sem almennt einkennir fjölmiðla hérlendis. Er víst að hægt sé að treysta því að lögreglan sé dómbærust um hvað sé faglegast og hvað ekki? Sennilega er hún ekki dómbærust á það, alls ekki þegar hún sjálf á í hlut.
Þetta er bein tilvitnun í vef Landssambands lögreglumanna. Lögreglan kveinkar sér undan því að Blaðið fjalli um mál sem hafa komið upp þegar löggan hefur beitt óhefðbundnum aðferðum, sem er meðal þess sem rætt er um að lögreglan fái víðtækar heimildir til að gera þegar greiningardeildin þeirra verður að veruleika. Það er ekkert að því að Blaðið styðjist meðal annars við eldri mál við umfjöllunina. Svo alvarlegt var það mál að skipa varð sérstakan saksóknara til að rannsaka starfshætti lögreglunnar. Settur saksóknari ákærði ekki vegna efa um að sakfelling næðist fram. Það eru starfshættir sem eru ekki virtir jafnt nú og þá einsog nýleg dæmi sanna. Þrátt fyrir að lögreglumenn hafi ekki verið ákærðir er ekkert sem segir að fjölmiðlar megi ekki og eigi ekki að segja frá svo viðamikilli rannsókn á störfum lögreglunnar, einmitt nú þegar valdsvið hennar verður aukið. Blaðið greindi frá rannsókninni og vitnaði meðal annars í mikla samantekt dómsmálaráðherra. Lögreglumönnunum þykir það vond blaðamennska og segja: Þykir Landssambandi lögreglumanna með ólíkindum að viðkomandi blaðamenn leyfi sér að setja frá sér slík ósannindi þar sem fjöldi lögreglumanna er sakaður um brot í opinberu starfi. Með þessari framsetningu eru þeir lögreglumenn bornir röngum sökum og efnistök blaðamanna ærumeiðandi. Svo bætir lögreglan því við að hér á landi sé spilling í löggunni engin í samanburði við Evrópulönd, hvað sem sú fullyrðing þýðir.Lögreglan er ekki yfir gagnrýni hafin. Lögreglunni er falið mikið vald og lögreglunni ber að fara með það af virðingu og nærgætni. Í fréttaúttektum Blaðsins voru nefnd mörg dæmi um að lögreglan hafi gert meira en við hinir venjulegir borgarar höfum álitið að lögreglan gerði. Meðal annars kom fram að yfirmenn í lögreglunni sögðu í bréfum að mál hafi verið svæfð, jafnvel alvarleg og umfangsmikil fíkniefnaafbrotamál. Það sem þar var sagt var ekki Blaðsins, það var hins vegar Blaðið sem sagði frá því, það var Blaðið sem sagði frá rannsóknum og Blaðið birti til dæmis yfirlýsingu vitnis sem kvartaði sáran undan lögreglunni. Vissulega hefur Blaðið gengið nær lögreglunni en flestir fréttamiðlar hafa gert. Blaðið hafnar því að vera undirlægja valdsins. Það fellur lögreglunni ekki í geð. Í lok yfirlýsingar lögreglunnar segir: Landssamband lögreglumanna telur umfjöllun Blaðsins í þessu máli til marks um óvönduð efnistök og í hróplegu ósamræmi við faglega blaðamennsku sem almennt einkennir fjölmiðla hérlendis. Er víst að hægt sé að treysta því að lögreglan sé dómbærust um hvað sé faglegast og hvað ekki? Sennilega er hún ekki dómbærust á það, alls ekki þegar hún sjálf á í hlut.
Bloggar | 15.11.2006 | 11:09 (breytt kl. 11:11) | Slóð | Facebook
Mesti þunginn er úr prófkjörunum að sinni og eftir stendur að þátttakendur hafa varið tugum milljóna í baráttuna. Blaðið hefur leitað til nokkurra frambjóðenda og spurst fyrir um kostnað og reikningsskil. Fæstir hafa getað eða viljað svara fyrir um hvað barátta þeirra kostaði, hver borgaði og hvort tekjur allra hafa verið gefnar upp. Þeir frambjóðendur sem ætla sér ekki að svara þessum spurningum falla svo sem ágætlega í það landslag sem hér hefur verið. Pólitíkusar hafa hingað til komið í veg fyrir að þeir þurfi að gera grein fyrir fjárreiðum flokka og framboða.Aumar tillögur flokkanna, um að þeir þurfi að skila inn bókhaldi, en það verði ekki opnað almenningi munu líta dagsins ljós. Lengra ganga flokkarnir ekki á móti kröfum lýðsins, lýðræðið er í hættu hafa hörðustu varnarmenn flokkanna sagt. Á sama tíma upplýsist að framboð og jafnvel flokkar hafa greitt launuðum starfsmönnum svarta peninga vegna vinnu við kosningaundirbúning.Fari svo að bókhald flokkanna verði lokað og það aðeins sent ríkisendurskoðanda og þaðan verði valdir þættir birtir þjóðinni er það sýndarlýðræði og á ekkert skylt við það opna samfélag sem við viljum hafa. Það er rökstuddur grunur um að flokkar eða frambjóðendur hafi borgað svart og í sjálfu sér er ekkert sem segir að það verði ekki gert aftur, því gangi vilji þeirra eftir sem vilja banna að fyrirtæki styrki flokkana, er leið hinna svörtu peninga áfram opin. Þeir eru til sem kunna alla klæki sem þarf til að eflast. Það breytist ekki þó ríkisendurskoðandi fái bókhaldið til skoðunar, bókhald sem mun innihalda stóraukna ríkisstyrki og meðferð flokkanna á þeim.Enginn hefur svarað hvað verður gert til að ný framboð eigi kost á að keppa við þau sem fyrir eru þegar flokkum verður ekki heimilt að sækja sér peninga til atvinnulífsins heldur fái framlög frá hinu opinbera, sem eflaust verða miðuð við styrk þeirra á þingi hverju sinni. Einfaldast er að öll framlög verði gerð sýnileg og meðferð stjórnmálaflokka á peningum verði öllum sýnileg og þannig geta kjósendur meðal annars tekið mið af ágæti flokkanna þegar milli þeirra er valið.Krafan um opið bókhald er skýr. Það er ekki svar við henni að einn fái að sjá fjárreiðurnar, eða jafnvel aðeins huta þeirra. Hver sem vill á að fá að vita hver borgar hverjum. Ásakanir um að sterk hagsmunasamtök hafi borgað tugi milljóna í kosningasjóði væru ekki til staðar hefðu flokkarnir ekki sérstöðu umfram alla aðra hér á landi. Víðast er þessu hagað með öðrum hætti og á meðan flokkarnir vilja ekki sýna öll spilin eru uppi efasemdir. Auðvitað.
Eitthvað það aulalegasta sem gert hefur verið lengi er samkomulag Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og Kristjáns Loftssonar hvalafangara. Það er svo fjarri öllu lagi að samkomulag þeirra félaga hafi eitthvað með sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar að gera, asnastrik þeirra hafa ekkert með okkur hin að gera. Það er reyndar með hreinum ólíkindum að félagar Einars í ríkisstjórn Íslands hafi lagt blessun sína yfir þessa lifandis vitleysu.Eftir að þeir félagarnir ákváðu vitleysuna hefur hver þvælan rekið aðra. Þeir félagar gleymdu að fá úttekt á matvinnslustöðinni í Hvalfirði og enn er óvíst hvort afurðir af þeim sjö hvölum sem þeir veiddu geti farið til manneldis. Svo er hitt að það skiptir kannski engu máli, engir kaupendur hafa fundist að kjötinu og ekki er nokkur möguleiki að við Íslendingar étum kjötið þeirra Kristjáns og Einars, og varla þeir sjálfir. Augljós eftirsjá greip þá félaga þegar þeir höfðu skotið sjö af þeim níu hvölum sem þeir ætluðu að fanga. Fyrirslátturinn fór langt með að toppa aðra vitleysu í málinu, ástæðan var sögð sú að dimmt væri í nóvember og veður válynd. Hver vissi það ekki? Vissu Kristján og Einar ekki að hvalveiðar voru ekki stundaðar á þessum árstíma áður en þeir hlupu á sig og ruku af stað? Kom þeim á óvart að dimmt er stóran hluta sólarhringsins í nóvember? Eða var ástæðan fyrir því að veiðum var hætt sú að nóg er að eiga verðlausar afurðir af sjö stórhvelum og ástæðulaust var að bæta meiru við þær verðlausu afurðir?Mikið má vera ef asnaskapurinn hefur ekki fælt marga Íslendinga frá því að vilja að við tökum upp hvalveiðar á ný. Trúlegast er helsti ávinningur þeirra félaga sá að hafa fælt fólk frá þeirra eigin málstað og þeir hafa trúlegast unnið til þess að ekki verður minnsti vilji meðal Íslendinga til að byrja þar sem frá var horfið fyrir tuttugu árum. Með þessum einstöku veiðum hefur þjóðin orðið fyrir skaða, álit okkar út á við hefur beðið hnekki, við erum ekki eins marktæk í umræðu um umhverfismál eins og helst yrði á kosið og Íslendingar þurfa að gjalda kjánaskaparins hér og þar í heiminum.Ef sjávarútvegsráðherra hefði viljað taka alvöru ákvörðun um hvalveiðar þá væri staðan önnur. Þá hefði þurft að kynna veiðarnar með fyrirvara, athuga hverjir hefðu viljað veiða, hverjir gætu unnið afurðirnar til manneldis og hver hefði viljað borða kjötið. Ekkert af þessu var gert. Við höfum orðið að athlægi og Íslendingar verða að gjalda vitleysunnar hér og þar. Við höfum ekki með nokkrum hætti sýnt heimsbyggðinni að við virðum okkar eigin sjálfsákvörðunarrétt, alls ekki. Auk álitshnekkis þarf að kosta til hundruðum milljóna til að reyna hvað hægt er að gera til að draga úr afleiðingum vitleysunnar og sennilega kemur það í hlut Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra eða annarra kerfiskarla að gera allt sem þeir geta til að fá Japana til að víkja af leið og kaupa af okkur kjötið. Það yrði til að kóróna þvæluna að þjóðin kosti hundruðum milljóna til að draga úr afleiðingum hvalavitleysunnar og að íslenska ríkið þyrfti að standa í hvalkjötssölu. Hver var tilgangurinn og sáu þeir sem ráða ekki vitleysuna fyrir?