Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Stopp

Ráð­herr­ar hafa fal­ast eft­ir ábyrgð. Með störf­um sín­um hafa þeir óskað eft­ir að bera ábyrgð. Þess vegna bera þeir ábyrgð og það er al­vara að tak­ast á við það sem ráð­herr­ar hafa tek­ið að sér. Þess vegna eru þeim borg­uð fín laun og þess vegna hafa þeir sjálf­ir get­að rétt­lætt of­ur­eft­ir­laun. Það er al­vara að bera ábyrgð. Og þar sem ráð­herr­ar hafa bein­lín­is óskað eft­ir ábyrgð­inni er ekki úr vegi að benda þeim á það sem okk­ur hin­um þyk­ir á vanta til að ráð­herr­arn­ir standi und­ir þeirri ábyrgð sem þeir hafa sóst eft­ir og feng­ið.Hörmu­leg bana­slys í um­ferð­inni eru allt­of tíð. Sú sára stað­reynd kall­ar á að­gerð­ir til að lág­marka mann­skaða og í sorg­inni er líka hægt að spyrja, hvers vegna? Hvers vegna var ákveð­ið að verja óhemju af pen­ing­um til að gera Héð­ins­fjarð­ar­göng þeg­ar mest eknu þjóð­veg­ir lands­ins eru lífs­hættu­leg­ir, svo hættu­leg­ir að á þeim hafa á skömm­um tíma orð­ið svo hörmu­leg slys, að flesta Ís­lend­inga set­ur hljóða. Það er eitt að fá ekki þæg­indi, ann­að að fá að aka með sem minnstri lífs­hættu. Þess vegna er æski­legt að ráð­herr­ar hafi dóm­greind til að raða rétt, láta neyð­ina ráða, óþæg­indi og tíma­eyðsla komi þar á eft­ir. Fleiri spurn­ing­ar koma fram, til að mynda hvað megi af­leggja marg­ar ein­breið­ar brýr fyr­ir þá pen­inga sem brennd­ir eru upp í von­lausri um­sókn að ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sama er að segja um sendi­ráð­in öll, sendi­herr­ana sautj­án sem Dav­íð Odds­son skip­aði og svo margt og svo margt í okk­ar sam­fé­lagi sem okk­ur þegn­ana varð­ar ekk­ert um, en ráða­menn­irn­ir okk­ar kjósa að brenna pen­ing­um í hluti sem okk­ur hin­um er fyr­ir­mun­að að skilja hvers vegna.Ráð­herr­ar hafa kall­að eft­ir ábyrgð og þeir verða þá að bera hana. Kosn­ing­ar eru fram­und­an og þær skulu sko ekki snú­ast um rekstr­ar­form Rík­is­út­varps­ins, og þær skulu ekki snú­ast um ein­staka dek­ur­mál ráð­herra eða þing­manna. Það er margt sem bet­ur má gera og stjórn­mála­menn skulu ekki sleppa frá ákvörð­un­um um bætta þjóð­vegi. Ís­lend­ing­ar vilja ekki leng­ur búa við það óör­yggi sem nú er. Dauði eins okk­ar er sorg okk­ar allra og það verð­ur að ráð­ast að vand­an­um, fram­kvæma og gera okk­ur kleift að ferð­ast af meira ör­yggi en nú er. Hvað sem hver seg­ir er vand­inn mest­ur hér næst höf­uð­borg­inni. Um­ferð um veg­ina er ef­laust langt­um meiri en þeir hafa ver­ið hann­að­ir til að bera. Deil­ur um ágæti tveir plús tveir-vega eða tveir plús einn-vega mega ekki tefja að­gerð­ir. Þess vegna ger­ir ráð­herr­ann best með því að hefj­ast handa strax þann­ig að þing­ið geti sam­þykkt fram­kvæmd­ir á þeim fáu vik­um sem þing­menn mæta til vinnu eft­ir ára­mót.

Viljandi misskilningur

Merkilegt að heyra jafnvel vana blaðamenn lesa út úr eftirfarandi að ég hafi sett út á blaðamennsku fríblaða:

"Það sem hefur skipt hvað mestu máli fyrir mig, er að ég er ekki eins sannfærður fyrir ágæti fríblaða og ég var. Þar ráða nokkrar ástæður, til að mynda dreifing blaðanna og það að þau eru prentuð í stórum upplögum og borin út í von um að sem flestir lesi. Auðvitað á þetta form rétt á sér, en mér þykir komið að þeim punkti hjá mér, að ég og fríblöð eigum ekki samleið, allavega ekki í bili. Kannski breytist það seinna, en þetta er helsta ástæða þess að ég kýs að hætta sem ritstjóri Blaðsins."

Ein helsta ástæða þess að ég vil hætta á fríblöðum er dreifingin. Hvorki Fréttablaðinu né Blaðinu hefur tekist að dreifa blöðunum með sóma. Aðrar ástæður er hægt að nefna, til að mynda pláss fyrir efni. Fríblöðin eru þröng vegna auglýsinga og þrengslin setja blöðunum mörk um umfang efnis. Svo er annað sem er mikilsvert, það er spennandi vettvangur að þurfa að lúta eðlilegum lögmálum um framboð og eftirspurn. Það hefur ekkert með blaðamennsku á fríblöðum að gera að mig langi að taka nýtt skref, nýja áskorun og gera annað en ég hef gert síðustu ár.

Ég held að þeir sem hafa lesið gagnrýni, á eigin stöf og félaga mína á ritstjórnum beggja fríblaðanna, út úr orðum mínum hafi kosið að gera svo. 

 


Uppsögn

Það er rétt sem fram hefur komið að ég hef sagt upp störfum sem ritstjóri Blaðsins og að ég hafi óskað eftir að láta af störfum eigi síðar en um áramótin. Ég hef ekki rætt við 365 eða Árvakur um störf á þeirra blöðum. Getgátur um það eru rangar.

Það er einnig rétt að Janus Sigurjónsson hefur sagt upp og óskað eftir að láta af störfum á sama tíma og ég. Janusi langaði í raun aldrei á Blaðið. Honum stóð margt til boða, en hann tók þá ákvörun að fylgja mér og þegar ég sagði honum að ég ætlaði að hætta voru allar forsendur fyrir veru hans á Blaðinu brostnar.

Fréttastjórunum, sem líkt og Janus, komu með mér og einungis mín vegna, hafa sagt upp störfum, en með fyrirvörum um hvernig spilast úr með ráningu nýs ritstjóra. Þau vilja hafa fyrirvara um hver tekur við og eins hvort næsti ritstjóri vilji vinna með þeim eins náið og samstarf fréttastjóra og ritstjóra þarf að vera.

Fréttir af öðrum uppsögnum eru ekki réttar.

Það sem hefur skipt hvað mestu máli fyrir mig, er að ég er ekki eins sannfærður fyrir ágæti fríblaða og ég var. Þar ráða nokkrar ástæður, til að mynda dreifing blaðanna og það að þau eru prentuð ó stórum upplögum og borin út í von um að sem flestir lesi. Auðvitað á þetta form rétt á sér, en mér þykir komið að þeim punkti hjá mér, að ég og fríblöð eigum ekki samleið., allavega ekki í bili. Kannski breytist það seinna, en þetta er helsta ástæða þess að ég kýs að hætta sem ritstjóri Blaðsins. 

e.s.  las á bloggsíðu Steingríms Ólafssonar um þá ákvörðun mína að hætta á Blaðinu. Það er rétt að Steingrímur hafði samband við mig í gær, og vegna loforða við núverandi vinnuveitendur afvegaleiddi ég hann, kaus að staðfesta ekki upssögnina. Það er hins vegar kolrangt það sem haft er eftir mér orðrétt á síðu Steingríms;

Ertu að hætta á Blaðinu?"

Svar Sigurjóns var eftirfarandi:

"Nei, það er lygi."

 

Samtal okkar var ekki svona, og ég nota ekki orðið lygi. Nenni bara að mótmæla því sem er sagt að hafi verið í beinni ræðu. Annað hirði ég ekki um.


Ósig­ur mennta­mála­ráð­herra

Þor­gerð­ur Katr­ín Gunn­ars­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra beið mik­inn ósig­ur þeg­ar Al­þingi ákvað að af­greiða ekki frum­varp henn­ar um Rík­is­út­varp­ið. Með því að fresta af­greiðslu frum­varps­ins fram yf­ir ára­mót segja kunn­ug­ir að það þýði að­eins það eitt, að frum­varp­ið verði ekki að lög­um fyr­ir kosn­ing­ar, og þá aldr­ei eft­ir kosn­ing­ar. Þetta er pól­it­ísk­ur ósig­ur mennta­mála­ráð­herr­ans og vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Eng­inn vilji er til þess inn­an þings­ins að styðja ráð­herr­ann og nú hef­ur kom­ið í ljós að sam­ráð­herr­ar og þing­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins leggja ekk­ert á sig til að leiða ráð­herr­ann út úr pól­it­ísku öng­stræti. Þar er Þor­gerð­ur Katr­ín í vanda og það skömmu fyr­ir kosn­ing­ar.Út­varps­stjór­inn og aðr­ir sem hafa mik­inn hag af þeim breyt­ing­um sem átti að gera á rekstri Rík­is­út­varps­ins verða að sætta sig við að ráð­herra út­varps­ins hef­ur ekki styrk til að láta drauma þeirra ræt­ast. Sú er nið­ur­staða gær­dags­ins. Það er ekki al­menn­ur vilji til að auka enn á for­skot rík­is­fjöl­mið­ils­ins og það er þess vegna sem mál­ið fær ekki fram­gang á Al­þingi. Með þess­um mála­lok­um kem­ur í ljós hversu miklu stjórn­ar­and­staða get­ur feng­ið fram­gengt á góð­um degi. Þess vegna get­ur ver­ið mik­ill mun­ur að vera óbreytt­ur þing­mað­ur í stjórn og í stjórn­ar­and­stöðu. Frjáls­hyggju­menn­irn­ir, sem til­heyra stjórn­ar­lið­inu, ætl­uðu senni­leg­ast all­ir sem einn að greiða götu rík­is­fjöl­mið­ils­ins í sam­keppni við frjálsa fjöl­miðla, þar sem þeim er sagt að gera svo. Ekki vegna þess að þeir séu þeirr­ar skoð­un­ar að veg­ur rík­is­fjöl­mið­ils eigi með lög­um að vera tryggð­ur langt um­fram það sem aðr­ir fjöl­miðla kunna að geta, held­ur vegna þess að þeim er sagt að segja já.Nú hafa stjórn­ar­and­stæð­ing­ar skor­ið frjáls­hyggju­menn­ina úr rík­is­snör­unni og veitt þeim frelsi, kom­ið í veg fyr­ir að þeir gengju gegn eig­in lífs­skoð­un­um. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ar höfðu sig­ur og helst vegna þess að frum­varp­ið um Rík­is­út­varp­ið, sem er gam­alt fyr­ir­heit ráð­herr­ans, hef­ur ekki feng­ið hljóm­grunn, það hef­ur hins­veg­ar veikt stöðu mennta­mála­ráð­herr­ans og vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins veru­lega.

Skýringar Péturs

"Sme skýrir dagblaðakönnunina bloggi sínu. Styttri útgáfa hljóðar svo: Ef veðrið hefði verið betra í könnunarvikunni og ef blaðberar Moggans stæðu sig betur í vinnunni, þá hefði Blaðið fengið magnaða útkomu í könnuninni."

Þetta skrifar félagi Pétur Gunnarsson á bloggsíðu sinni, vegna pistils míns hér að neðan. Ekki kannast ég við að hafa veigið að blaðberum Moggans, ég fann að dreifikerfinu, ekki að blaðberum. Blaðberar bera ekki út blöð sem þeir ekki fá. Eftir stendur að það eru meiri möguleikar að blöð sem eru borin til lesenda séu lesin, en þau sem eru það ekki.


Lestur blaða

Kannski er ekkert merkilegt að lestur dagblaðanna hafi dregist saman milli tveggja síðustu lestrarkannanna. Minnst dróg úr lestri Blaðsins, eða um 1,7 prósent meðan nokkru meira dróg úr lestri hinna blaðanna, allt að 3,3 prósent.

Tvennt vekur athygli, að óveður var á föstudeginum í könnunarvikunni og ljóst er að Morgunblaðsmenn, sem dreifa Blaðinu, hafa ekki dreift því einsog gera mátti ráð fyrir. Lestur Blaðsins á föstudeginum mælist einkennilega lítill, miðað við lestur aðra daga. Þessi staðreynd hlýtur að vekja upp spurningar. Blaðið mætir afgangi í dreifingu, og það er vont, en þrátt fyrir það er Blaðið annað mest lesna dagblaðið á helstu markaðssvæðum þess. Hefði Blaðinu verið dreift eins á föstudeginum og hina dagana hefði Blaðið haldið sínu, meðan hin blöðin féllu í lestri.

Síðasta könnun var dagbókarkönnun og þær hafa oftast aðrar niðurstöður en símakannanir. Ef síðustu dagbókarkannannir eru bornar saman kemur fram að lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins breytist lítið sem ekkert. Lestur Blaðsins hefur hins vegar tekið stökk, aukist um meira en 60 prósent á milli dagbókarkannanna. Þetta er einstakur árangur.

Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar sést glögglega að dreifing Blaðsins er fjarri nógu góð. Með bættri dreifingu er mögulegt að setja markið á að keppa við Fréttablaðið í lestri, en til þess þarf að auka dreifingu og sinna henni af alúð. Ætlunin er að Blaðið fari til allra kaupenda Morgunblaðsins á landsbyggðinni og til ókeypis dreifingar á sölustöðum að auki. Könnunin sýnir ótvírætt að svo er alls ekki, lesturinn á landsbyggðinni mælist ótrúlega lítill miðað við Moggann og útilokað er að Blaðið fari til allra áskrifenda Moggans. Það stenst ekki.

Fréttablaðið hefur í langan tíma getað sagst vera mest lesið, alltaf, allsstaðar. En svo er ekki lengur. Blaðið mælist á tveimur punktum meira lesið en Fréttablaðið og þeir sem skrifa Blaðið hafa þar með sýnt að það er hægt að fella vígi.

Þróun á lestri Morgunblaðsins kallar á umræðu um stöðu áskriftarblaða. Ekki er víst að það sé sjálfgefið að lestur þeirra þróist einsog lestur Moggans. Það væri uppgjöf að halda að það sé sjálfsagt. Gæði blaða, hvað í þeim stendur og hvernig það er sagt, skiptir kannski mestu. Á forsíðu Moggans í dag er aðalfyrirsögnin; Hætta markaðssetningu vara vegna hvalveiða. Þessi fyrirsögn kallar á að vera lesin oftar en einu sinni, bæði til að skilja hana og í raun um hvað hún er. Hægt hefði verið að segja; Gefast upp undan hvalveiðunum, og styðja fyrirsögnina með yfir- eða undifryrirsögn. En þetta er bara sett fram óathugað og eru svo sem bara hugrenningar mínar.

 

 


Meðbyr

Fyr­ir réttu ári var Blað­ið ekki mik­ið les­ið og mat margra var að það ætti ekki mikla fram­tíð fyr­ir sér. Þá mæld­ist með­al­lest­ur á tölu­blað að­eins rúm tutt­ugu og sjö pró­sent. Nú, ári síð­ar, er með­al­lest­ur á tölu­blað um sex­tíu pró­sent­um meiri eða rétt um fjöru­tíu og fjög­ur pró­sent. Á sama tíma hef­ur upp­safn­að­ur lest­ur Blaðs­ins auk­ist í hverri viku úr tæp­um fjöru­tíu og fimm pró­sent­um í meira en sjö­tíu pró­sent. Þetta eru svo mikl­ar breyt­ing­ar að þær eru nán­ast ótrú­leg­ar.Á sama tíma hef­ur nán­ast eng­in breyt­ing orð­ið á lestri Morg­un­blaðs­ins og lest­ur Frétta­blaðs­ins hef­ur auk­ist lít­il­lega. Staða Frétta­blaðs­ins er ekk­ert merki­leg, blað­ið er stærst og hef­ur ver­ið lengi. Frétt­irn­ar um lest­ur dag­blaða er fyrst og fremst að finna í ótrú­leg­um breyt­ing­um á lestri Blaðs­ins og á sama tíma og Blað­ið tek­ur risa­stökk og Frétta­blað­ið mjak­ast upp á við, sit­ur eina áskrift­ar­blað lands­ins, Morg­un­blað­ið, eft­ir.Frá síð­ustu könn­un, sem var fram­kvæmd með öðr­um hætti en sú sem nú birt­ist, hef­ur lest­ur allra blað­anna dal­að, minnst hjá Blað­inu og mest hjá Morg­un­blað­inu. Frétt­irn­ar eru að­al­lega tvær: ótrú­leg­ar breyt­ing­ar á lestri Blaðs­ins og hægt og síg­andi fall Morg­un­blaðs­ins. Dreif­ing Blaðs­ins er óör­ugg en þrátt fyr­ir það mun­ar til að mynda ekki nema sex pró­sent­ust­ig­um á lestri Blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins á laug­ar­dög­um og í ein­staka ald­urs­hóp­um er Blað­ið les­ið meira en hin blöð­in tvö. Það er nýtt. Blað­ið hef­ur vax­ið hrað­ar og meira en nokk­ur dæmi eru um hér á landi, og ef­laust þó víð­ar væri leit­að.Slæm staða Morg­un­blaðs­ins er eft­ir­tekt­ar­verð. Ekki er hægt að kenna sam­keppn­inni við frí­blöð al­far­ið um. Starfs­fólk og stjórn­end­ur Morg­un­blaðs­ins verða að horfa á eig­in verk og vega og meta hvað er ver­ið að gera rangt. Kannski er skoð­ana­þrung­inn fjöl­mið­ill barn síns tíma. Kannski er það ekki hlut­verk fjöl­miðla að kepp­ast við að hafa sem mest áhrif á skoð­an­ir fólks og gerð­ir. Má vera að Morg­un­blað­ið þurfi að taka til­lit til breytts tíð­ar­anda.Það er ekki gott ef Morg­un­blað­ið nær ekki að keppa við frí­blöð­in. Val les­enda verð­ur að vera sem mest og þess vegna er nauð­syn­legt að hér verði nokk­ur öfl­ug dag­blöð. Það er einn­ig nauð­syn­legt að blöð­in skeri sig hvert frá öðru. Blað­inu hef­ur tek­ist að vera val­kost­ur við hlið hinna klass­ísku morg­un­blaða, Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins. Það er þess vegna sem lest­ur þess eykst af mikl­um hraða og ör­yggi. Fram­und­an eru kosn­ing­ar og þess vegna mun mik­ið mæða á dag­blöð­un­um, þar fara skoð­ana­skipt­in fram að mestu og vegna kosn­ing­anna er mik­ils­vert að fjöl­miðl­ar gæti hlut­leys­is, ekki bara í birt­ingu að­sendra greina, held­ur miklu frek­ar í frétta­um­fjöll­un. Þar ætl­ar Blað­ið að verða fremst með­al jafn­ingja.

Hver er mein­ing­in?

Á sama tíma og hand­haf­ar lög­gjaf­ar­valds­ins segj­ast hafa áhyggj­ur af fá­keppni og jafn­vel ein­ok­un á mark­aði hér, berj­ast sum­ir þeirra fyr­ir nýj­um og breytt­um lög­um um Rík­is­út­varp­ið. All­ir þeir, sem fyr­ir vænt­an­leg­um lög­um verða, kvarta sár­an og tal­a jafn­vel um að laga­setn­ing­in muni kalla fram ein­ok­un rík­is­ins í ljós­vaka­frétt­um. Hafi þeir sem mest deila á vænt­an­leg lög rétt fyr­ir sér að hluta eða öllu leyti er hreint ótrú­legt að hand­haf­ar lög­gjaf­ar­valds­ins ætli að standa að því að auka for­skot rík­is­ins í sam­keppni við frjáls fé­lög ein­stak­linga og fyr­ir­tæki.Breyt­ing­arn­ar sem mennta­mála­nefnd Al­þing­is sam­þykkti að leggja til á laga­frum­varpi mennta­mála­ráð­herr­ans eru svo tak­mark­að­ar og lít­ils virði að erf­itt er að trúa því að mein­ing liggi að baki. Um­sjón­ar­mönn­um rík­is­frétta­stof­unn­ar verð­ur ekki heim­ilt að selja aug­lýs­ing­ar á vef stofn­un­ar­inn­ar og tak­mörk verða sett á kost­un dag­skrár­liða. Þeir sem þekkja til á mark­aði segja hug­mynd­ir al­þing­is­mann­anna um þetta frá­leit­ar og í raun einsk­is virði. En hvers vegna er ver­ið að setja lög sem auka sér­rétt­indi rík­is­ins í einni at­vinnu­grein; at­vinnu­grein sem er sinnt með sóma af öðr­um? Nóg er að hafa rík­is­fjöl­mið­il þó hon­um sé ekki gert mögu­legt að berja nið­ur einka­rekna miðla. En aft­ur er spurt; hvers vegna?Eitt er víst að mennta­mála­ráð­herr­ann, sem jafn­framt er vara­for­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á mik­ið und­ir því að ný lög um rík­is­fjöl­miðl­inn verði sam­þykkt fyr­ir jóla­leyfi Al­þing­is. Hún er bú­in að reyna mik­ið að koma breyt­ing­un­um í gegn, en án ár­ang­urs. Mennta­mála­ráð­herra gaf vil­yrði fyr­ir breyt­ing­um þeg­ar hún skip­aði nýj­an út­varps­stjóra. Það hef­ur henni ekki tek­ist að efna. Fátt bend­ir til þess að frum­varp­ið verði sam­þykkt fyr­ir jól og þá held­ur ekki á stuttu þingi sem verð­ur hald­ið eft­ir ára­mót, en þing­menn hætta snemma í vet­ur vegna kosn­ing­anna í vor.Al­menn­ingi er sama um frum­varp­ið um rík­is­fjöl­mið­il­inn. Al­menn­ingi er hins veg­ar ekki sama um dauða­gildr­ur á þjóð­veg­um, al­menn­ingi er ekki sama um vel­ferð veikra og þeirra sem líða þján­ing­ar. Al­þingi verð­ur að gera svo vel og taka á sig rögg, hætta bar­áttu um það sem varð­ar al­menn­ing engu, ein­sog RÚV, fram­boð til ör­ygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna og fleiri dek­ur­mál ein­stakra stjórn­mála­manna. Hafi hand­haf­ar lög­gjaf­ar­valds­ins áhyggj­ur af fá­keppni eða ein­ok­un er hrein­lega ætl­ast til þess af þeim að þeir auki ekki á þann halla sem þeg­ar er fyr­ir hendi. Það geta þeir gert með því að henda frum­varp­inu um rík­is­fjöl­mið­il­inn og sinna þess í stað því sem enga bið þol­ir.Hér eru biðl­ist­ar eft­ir lækn­is­þjón­ustu, dauða­gildr­ur eru á þjóð­veg­um, aldr­að­ir fá ekki inni á hjúkr­un­ar­heim­il­um, blind börn verða að flýja land þar sem eng­in kennsla er fyr­ir þau hér og áfram er hægt að telja. Ágæti þing­heim­ur, not­ið þær fáu vik­ur sem þið haf­ið fram að kosn­inga­hléi til að koma því í fram­kvæmd sem máli skipt­ir. Hætt­ið gagns­leys­inu.

Á hnján­um

Það er eng­inn varn­ar­samn­ing­ur við Banda­ríkja­menn, að­eins minn­is­punkt­ar og fyr­ir­heit, kannski eitt­hvert sam­komu­lag. Ann­að er ekki til eft­ir samn­inga­við­ræð­ur ís­lenskra valda­manna og banda­rískra. Þess vegna leita ís­lensk­ir ráða­menn nú sam­starfs eða rétt­ara sagt verk­taka í loft­vörn­um eða loft­eft­ir­liti víða. Leggj­ast jafn­vel á hnén fyr­ir fram­an ráða­menn ríkja sem eiga her­þot­ur sem gagn­ast myndu til flugs yf­ir land­ið okk­ar og ná­grenni þess af og til. Minn­is­punkt­ar ís­lenskra og banda­rískra ráða­manna ná víst að­eins yf­ir það ástand sem skap­ast eft­ir að til ófrið­ar kem­ur, ein­sog okk­ur hef­ur svo oft ver­ið sagt; ef ráð­ist er á eina Na­tó­þjóð jafn­gild­ir það árás á þær all­ar. Þann­ig að kannski bæta minn­is­punkt­arn­ir bara engu við.Eft­ir að Banda­ríkja­menn til­kynntu að her­inn yrði kall­að­ur heim hef­ur margt breyst. Áð­ur var til að mynda nokkr­um her­mönn­um gert að sitja við rat­sjár og fylgj­ast með flug­ferð­um í loft­helg­inni. Her­menn­irn­ir eru farn­ir, en ekki skjá­irn­ir sem þeir horfðu á all­an sól­ar­hring­inn og ekki held­ur loft­helg­in. Her­inn er hætt­ur að borga ein­sog hann gerði og her­inn er hætt­ur að fylgj­ast með ein­sog hann gerði. Ann­að hef­ur ekki breyst, heims­mynd­in er hin sama og áð­ur var. At­hygli vakti þeg­ar rúss­neskri her­flug­vél var flog­ið inn í loft­helg­ina án þess að við yrð­um þess vör. Þeir sem mest unnu með hern­um og best þekktu til þess bún­að­ar og þeirra hand­taka sem varð að vinna eru hætt­ir og farn­ir ann­að. Það fólk beið ekki, líf­ið held­ur áfram þó her­inn fari.Ratst­járn­ar eru enn í gangi, alla­vega milli átta á morgn­ana og fimm á dag­inn, frá mánu­degi til föstu­dags. Nú eru það ekki her­menn sem sitja við skjá­ina og stunda þann­ig loft­varn­ir okk­ar Ís­lend­inga. Enda ekk­ert um það í minn­is­punkt­um ís­lenskra og banda­rískra ráða­manna. Þeir sem best þekkja til segja Rat­sjár­stofn­un nú sjá til þess að horft sé á mynd­ir rat­sjánna á virk­um dög­um á hefð­bundn­um vinnu­tíma, en þar fyr­ir ut­an er víst lít­ið um eft­ir­lit. Starfs­fólk­ið sem nú fylg­ist með ras­tján­um var áð­ur í allt öðr­um og borg­ara­legri verk­um, það er með­an her­inn var hér. Starfs­fólk sem áð­ur gegndi störf­um á lag­er­um og öðr­um fín­um störf­um er núna að fylgj­ast með loft­för­um meintra ógn­valda.Varn­ir Ís­lands eru að verða með furðu­leg­asta hætti. Það er að von­um að þeir sem gengu frá mál­um með þeim hætti sem þeir gerðu reyni nú að redda þessu, bara ein­hvern veg­inn. Kannski helst vegna stórra orða um að varn­irn­ar séu svo mik­il­væg­ar og að þær verði að vera sýni­leg­ar. Eft­ir stend­ur að varn­irn­ar eru kannski eng­ar, alla­vega ekki hér á landi og þá eru þær alls ekki sýni­leg­ar. Þess vegna fara ráða­menn um heim­inn, tal­a við hvern af öðr­um í von um að finna verk­taka í loft­vörn­um. Vissu­lega eru varn­ar­mál al­vöru­mál og ef það er svo að okk­ur vanti flug­vél­ar til að fljúga yf­ir okk­ur af og til er von­andi að verk­taki finn­ist og geng­ið verði frá samn­ingi sem inni­held­ur meira og verði skýr­ari en minn­is­punkt­arn­ir sem gerð­ir voru.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband