Á hnján­um

Það er eng­inn varn­ar­samn­ing­ur við Banda­ríkja­menn, að­eins minn­is­punkt­ar og fyr­ir­heit, kannski eitt­hvert sam­komu­lag. Ann­að er ekki til eft­ir samn­inga­við­ræð­ur ís­lenskra valda­manna og banda­rískra. Þess vegna leita ís­lensk­ir ráða­menn nú sam­starfs eða rétt­ara sagt verk­taka í loft­vörn­um eða loft­eft­ir­liti víða. Leggj­ast jafn­vel á hnén fyr­ir fram­an ráða­menn ríkja sem eiga her­þot­ur sem gagn­ast myndu til flugs yf­ir land­ið okk­ar og ná­grenni þess af og til. Minn­is­punkt­ar ís­lenskra og banda­rískra ráða­manna ná víst að­eins yf­ir það ástand sem skap­ast eft­ir að til ófrið­ar kem­ur, ein­sog okk­ur hef­ur svo oft ver­ið sagt; ef ráð­ist er á eina Na­tó­þjóð jafn­gild­ir það árás á þær all­ar. Þann­ig að kannski bæta minn­is­punkt­arn­ir bara engu við.Eft­ir að Banda­ríkja­menn til­kynntu að her­inn yrði kall­að­ur heim hef­ur margt breyst. Áð­ur var til að mynda nokkr­um her­mönn­um gert að sitja við rat­sjár og fylgj­ast með flug­ferð­um í loft­helg­inni. Her­menn­irn­ir eru farn­ir, en ekki skjá­irn­ir sem þeir horfðu á all­an sól­ar­hring­inn og ekki held­ur loft­helg­in. Her­inn er hætt­ur að borga ein­sog hann gerði og her­inn er hætt­ur að fylgj­ast með ein­sog hann gerði. Ann­að hef­ur ekki breyst, heims­mynd­in er hin sama og áð­ur var. At­hygli vakti þeg­ar rúss­neskri her­flug­vél var flog­ið inn í loft­helg­ina án þess að við yrð­um þess vör. Þeir sem mest unnu með hern­um og best þekktu til þess bún­að­ar og þeirra hand­taka sem varð að vinna eru hætt­ir og farn­ir ann­að. Það fólk beið ekki, líf­ið held­ur áfram þó her­inn fari.Ratst­járn­ar eru enn í gangi, alla­vega milli átta á morgn­ana og fimm á dag­inn, frá mánu­degi til föstu­dags. Nú eru það ekki her­menn sem sitja við skjá­ina og stunda þann­ig loft­varn­ir okk­ar Ís­lend­inga. Enda ekk­ert um það í minn­is­punkt­um ís­lenskra og banda­rískra ráða­manna. Þeir sem best þekkja til segja Rat­sjár­stofn­un nú sjá til þess að horft sé á mynd­ir rat­sjánna á virk­um dög­um á hefð­bundn­um vinnu­tíma, en þar fyr­ir ut­an er víst lít­ið um eft­ir­lit. Starfs­fólk­ið sem nú fylg­ist með ras­tján­um var áð­ur í allt öðr­um og borg­ara­legri verk­um, það er með­an her­inn var hér. Starfs­fólk sem áð­ur gegndi störf­um á lag­er­um og öðr­um fín­um störf­um er núna að fylgj­ast með loft­för­um meintra ógn­valda.Varn­ir Ís­lands eru að verða með furðu­leg­asta hætti. Það er að von­um að þeir sem gengu frá mál­um með þeim hætti sem þeir gerðu reyni nú að redda þessu, bara ein­hvern veg­inn. Kannski helst vegna stórra orða um að varn­irn­ar séu svo mik­il­væg­ar og að þær verði að vera sýni­leg­ar. Eft­ir stend­ur að varn­irn­ar eru kannski eng­ar, alla­vega ekki hér á landi og þá eru þær alls ekki sýni­leg­ar. Þess vegna fara ráða­menn um heim­inn, tal­a við hvern af öðr­um í von um að finna verk­taka í loft­vörn­um. Vissu­lega eru varn­ar­mál al­vöru­mál og ef það er svo að okk­ur vanti flug­vél­ar til að fljúga yf­ir okk­ur af og til er von­andi að verk­taki finn­ist og geng­ið verði frá samn­ingi sem inni­held­ur meira og verði skýr­ari en minn­is­punkt­arn­ir sem gerð­ir voru.

Kæri Jón

 

Jón Sig­urðs­son, for­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur sagt það mis­tök að lýsa yf­ir stuðn­ingi við inn­rás­ina í Ír­ak. Það vissu svo sem all­ir, en hitt er merki­legra sem Jón hef­ur sagt, að ákvörð­un­in hafi ver­ið tek­in af Dav­íð Odds­syni og Hall­dóri Ás­gríms­syni án alls sam­ráðs, jafn­vel án sam­ráðs við aðra í rík­is­stjórn­inni. Þessu hef­ur svo sem oft ver­ið hald­ið fram. Ráð­herr­ar hafa ekki stað­fest grun­inn en nú hef­ur for­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins geng­ið fram fyr­ir skjöldu og við­ur­kennt mis­notk­un tveggja manna á ís­lensku þjóð­inni og kjörn­um full­trú­um henn­ar. Að þeir hafi ekki einu sinni hirt um að ræða við ut­an­rík­is­mála­nefnd Al­þing­is sýn­ir virð­ingu þeirra fyr­ir þing­ræð­inu. Er of gróft að segja að þeir hafi nið­ur­lægt þing­ið?En fyrst Jón Sig­urðs­son er byrj­að­ur að tal­a með þess­um hætti er ekki úr vegi að leita fleiri svara hjá hon­um. Þess vegna er spurt: Kæri Jón, get­ur þú upp­lýst hvaða um­ræð­ur voru í rík­is­stjórn áð­ur en sam­þykkt var að leggja fram frum­varp um of­ur­eft­ir­laun þeirra Dav­íðs og Hall­dórs og nokk­urra ann­arra? Vissu­lega varst þú ekki í rík­is­stjórn þá, Jón, ekki frek­ar en þeg­ar þeir fé­lag­ar settu okk­ur á lista vilj­ugra inn­rás­ar­þjóða. Þú kannt að verða þér úti um svör­in og hef­ur að­stöðu til þess. Má vera, ein­sog svo marga grun­ar, að Dav­íð og Hall­dór hafi átt fundi með for­ystu­mönn­um stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna áð­ur en mál­ið var kynnt í rík­is­stjórn og sam­ið um fram­gang þess þar, eða var það kannski aldr­ei kynnt í rík­is­stjórn, eða kannski aldr­ei rætt af öðr­um ráð­herr­um eða við aðra ráð­herra? Má vera, kæri Jón, að tveir menn hafi ekki að­eins lýst yf­ir stríðs­stuðn­ingi okk­ar allra, held­ur hafi þeir líka upp á sitt ein­dæmi skammt­að sér ríku­leg eft­ir­laun?Kæri Jón, það er eitt enn. Má vera að fjöl­miðla­frum­vörp­in, þau fyrstu, hafi ver­ið sama marki brennd? Þar hafi tveir menn, það er Dav­íð og Hall­dór, þrykkt mál­um áfram án þess að leita sam­þykk­is í þing­flokk­um og eða í rík­is­stjórn? Má það vera?En fyrst þú hef­ur upp­lýst okk­ur um að ekk­ert sam­ráð var haft áð­ur en stuðn­ingi var lýst yf­ir við inn­rás­ina í Ír­ak, lang­ar marga að vita hvað þér þyk­ir um þá sam­flokks­menn þína, og núna nána samst­arsf­menn, sem hafa til þessa ekki vilj­að segja sög­una ein­sog þú ger­ir nú. Kæri Jón, má vera að þér þyki það í lagi, eða kalla fyrri svör þess fólks á nán­ari skoð­un? Þar sem þú hef­ur lýst því yf­ir að rang­lega hafi ver­ið stað­ið að sam­þykkt­inni á sín­um tíma, væri gott að vita hvort þeir sem ekk­ert sögðu og ekk­ert gerðu beri ekki líka ábyrgð. Var ekki rétt af því fólki að segja eitt­hvað, mót­mæla, kvarta und­an fram­komu þeirra fé­laga Dav­íðs og Hall­dórs? Er ekki ábyrgð fólg­in í að­gerða­leysi ráð­herra? Hvað finnst þér um það, kæri Jón?

Rík­is­flokk­arn­ir

Það ber að var­ast þeg­ar stjórn­mála­flokk­arn­ir eru sam­mála um fyr­ir­greiðslu til handa sjálf­um sér úr al­manna­sjóð­um. Þann­ig stefndi í sam­þykkt allra flokka um of­ur­eft­ir­laun val­inna stjórn­mála­manna, en for­ystu­menn allra flokka höfðu náð sam­eig­in­legri lend­ingu í of­ur­eft­ir­laun­un­um þeg­ar var­úð­ar­bjöll­ur ut­an þings hringdu, stjórn­ar­and­stað­an tók við sér, sner­ist hug­ur og var á móti þeg­ar for­rétt­ind­in voru sam­þykkt.Nú hafa starfs­menn stjórn­mála­flokk­anna kom­ið sér sam­an um háa greiðslu úr al­manna­sjóð­um. Til­lög­ur þeirra verða sam­þykkt­ar af kjörn­um full­trú­um okk­ar. Við­bót­ar­greiðsl­ur til stjórn­mála­flokka eru gjald okk­ar hinna svo sam­þykkt verði að bók­hald þeirra lúti sömu lög­mál­um og bók­hald ann­arra fé­laga og fyr­ir­tækja.Sjálf­stæð­is­menn hafa lengst­um ver­ið drag­bít­ar þess að bók­hald flokka verði op­in­bert, hafa sagt það geta skað­að lýð­ræð­ið. Nú seg­ir frá­far­andi fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, Kjart­an Gunn­ars­son, að hann hafi fall­ist á hug­mynd­irn­ar þar sem hann ótt­ist að ein­staka fyr­ir­tæki kaupi sér pól­it­ísk áhrif, en gert er ráð fyr­ir að fyr­ir­tæki eða fyr­ir­tækja­sam­stæða megi ekki kosta meiru til en 300 þús­und­um til flokka og fram­lags­ins verði get­ið í bók­haldi.Það er ekk­ert víst að það sé betra að flokk­ar megi að­eins þiggja 300 þús­und frá hverju fyr­ir­tæki og fái þess í stað mynd­ar­legt fram­lag úr al­manna­sjóð­um. Það hef­ur eng­inn beð­ið um að flokk­arn­ir fái meira frá rík­inu, frek­ar að þeim verði gert að sýna hverj­ir borga og hversu mik­ið. Það er síð­an kjós­enda, fjöl­miðla og ann­arra að veita að­hald, fylgj­ast með hvort gef­end­urn­ir fái greitt með fyr­ir­greiðslu og telj­ist þá jafn­vel frek­ar kaup­end­ur flokka en styrkj­end­ur.Vilji flokk­anna verð­ur of­an á og þá um leið tak­marka þeir mjög mögu­leika nýrra fram­boða sem verða að sæta sömu tak­mörk­un­um og þeir flokk­ar sem fyr­ir eru, en njóta ekki fram­lags al­manna­sjóða, nema að því til­skildu að vel gangi og þá á að koma eft­ir­ágreiðsla. Með rök­um er líka hægt að segja að ver­ið sé að taka mið af kvóta­kerf­inu og veiði­reynsl­unni, erf­itt verð­ur fyr­ir nýja flokka og ný fram­boð að berj­ast við rík­is­flokk­ana fimm. Ný­lið­um verð­ur gert erf­itt fyr­ir.Vissu­lega er þörf á að flokk­ar og fram­boð geti starf­að og kom­ið sjón­ar­mið­um sín­um á fram­færi, en það þarf ekki að vera þörf á að það verði gert með meira fram­lagi al­manna­sjóða. Kraf­an var um að flokk­arn­ir og stjórn­mála­menn verði að sýna hvað­an þeir fá tekj­ur og hvort þeir þurfi að end­ur­greiða. Sú lausn að sækja meiri pen­inga í al­manna­sjóði lýs­ir best þeim sem þang­að sækja.

 


West Ham

Það er ekki lítið inngrip þeirra félaga, Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar

WH 3 í líf okkar West Ham stuðningsmanna á Íslandi. Hvort þeir trúa eða ekki, sem halda með öðrum enskum félögum, þá hefur verið einstakt að styðja West Ham. Hreint frábært.

WH 4Nú er nauðsyn að venjast tengingu við Ísland, það breytir ýmsu. Það var fyrir fjörutíu árum, árið 1966 sem Englendingar urðu heimsmeistarar að ég og Egill bróðir ákváðum að West ham yrði okkar félag á Englandi, við vorum ungir, ég 12 ára og hann 10. Við völdum West Ham þar sem við töldum það vera vesturbæjarlið, rétt einsog KR, okkar lið á Íslandi. Elsti bróðirinn, Hafsteinn, hafði fallið fyrir Man U, einkum vegna Georges Best. Sá yngsti, Gunnar Smári, var aðeins fimm ára og elti mig og Egil. Þannig erum við þrír af fjórum albræðrunum West Ham stuðningsmenn.

Við fórum allir fjórir í fyrra. ásamt jafn mörgum afkomendum, á Upton Park og sáum West Ham tapa   fyrir Man u, 2-1. Fyrsti leikurinn eftir andlát Georges BestWH 1.

Jæja, þegar við Egill urðum þess varir að West Ham var ekki vesturbæjarfélag, var ekki aftur snúið. Bobby Moore, Geoff Hurst og Martin Peters sáu um það. Síðan hefur verið einsaklega gaman að vera í West Ham, þess vegna er ábyrgð þeirra Eggerts og Björgólfs mikil. Það er ekki spennandi að hugsa til þess að félagið verði tískubóla á Íslandi og álagið af því að vera stuðningsmaður verður meira. En hvað um það; áfram West Ham United.WH 2


Fór í fýlu

Merki­leg­ur mað­ur, vara­þing­mað­ur­inn Valdi­mar Le­ó Frið­riks­son, sem hef­ur sagt skil­ið við Sam­fylk­ing­una. Það er ekk­ert merki­legt við að Valdi­mar Le­ó fari frá Sam­fylk­ing­unni, það gera ef­laust marg­ir fleiri og aðr­ir koma í stað­inn, ein­sog geng­ur. Það sem er merki­legt við brott­hvarf Valdi­mars Le­ós er það að hann tek­ur með sér eitt þing­sæti, þing­sæti sem hann var aldr­ei kjör­inn til og fékk til ráð­stöf­un­ar þar sem tveir aðr­ir vildu ekki eða gátu ekki set­ið í því. Þess vegna er merki­legt að heyra vara­mann­inn segja að sér hafi ver­ið hafn­að í próf­kjöri, hann hafði í raun aldr­ei ver­ið kjör­inn. Náði sjötta sæti fyr­ir fjór­um ár­um, sem seint telst sér­stak­lega merk­ur ár­ang­ur. Þar sem Valdi­mar Le­ó komst á þing eft­ir króka­leið­um og um­boðs­lít­ill er kannski eins gott að hann hef­ur ekki telj­andi áhrif, hvort sem hann er í Sam­fylk­ing­unni eða ekki. Stað­an væri önn­ur ef lands­stjórn­in stæði eða félli með af­stöðu vara­manns­ins.Það er ekk­ert nýtt að þing­menn yf­ir­gefi flokka sína og kjósi ým­ist að róa ein­ir eða ganga til liðs við aðra flokka. Það er ekki sama hvern­ig það er gert eða af hvaða ástæð­um. Gunn­ar Ör­lygs­son hætti í Frjáls­lynda flokkn­um fyrr á þessu kjör­tíma­bili og gekk í Sjálf­stæð­is­flokk­inn, hætti í stjórn­ar­and­stöðu og gerð­ist stuðn­ings­mað­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þing­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins tók Gunn­ari feg­ins hendi, en al­menn­ir flokks­menn ekki og hann fékk slæma út­reið í próf­kjöri og pól­it­ísk fram­tíð hans virð­ist eng­in vera. Svip­að gerð­ist með Valdi­mar Le­ó Frið­riks­son. Hann var kall­að­ur inn á þing sem ann­ar vara­mað­ur og hafði þess vegna veikt um­boð. Valdi­mar Le­ó virt­ist ekki hafa neitt við sam­starf­ið við flokks­fé­laga sína á þingi að at­huga. Hann kol­féll í próf­kjöri og eft­ir það komu skýr­ing­ar, til dæm­is um gagns­leysi próf­kjöra. Allt sem vara­mað­ur­inn hef­ur sagt lýs­ir því einu að hann er í fýlu, fékk slæma kosn­ingu og gat ekki tek­ið nið­ur­stöð­unni.Krist­inn H. Gunn­ars­son er enn í Fram­sókn­ar­flokkn­um, sem reynd­ar er mjög at­hygl­is­vert þeg­ar tek­ið er til­lit til alls sem hann hef­ur sagt um þann flokk og fólk­ið sem stýr­ir hon­um og stefn­una sem flokk­ur­inn fylg­ir. Af þeim fáu dæm­um sem hér hafa ver­ið tek­in er mun­ur á Gunn­ari Ör­lygs­syni og Valdi­mar Le­ó Frið­riks­syni. Gunn­ar var kjör­inn á þing, en Valdi­mar Le­ó ekki. Enn meiri mun­ur er á Kristni H. Gunn­ars­syni og Valdi­mar Leó. Krist­inn hef­ur lengi tal­að á þeim nót­um sem hann nú ger­ir og hef­ur sótt um­boð til fé­laga í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þar sem hann starf­ar enn, eða rétt­ara sagt er enn.Það er ekki hægt að trúa Valdi­mar Le­ó Frið­riks­syni um neitt ann­að en að hann er í fýlu og hún kem­ur fram með þess­um hætti. Þing­menn ráða för sinni úr flokk­um og í flokka. Hér hef­ur það gerst að einn mað­ur, sem hef­ur ekki einu sinni beint um­boð kjós­enda, kýs að starfa einn sök­um þess að hon­um var hafn­að. Hvorki Gunn­ar Ör­lygs­son né Valdi­mar Le­ó Frið­riks­son breyta neinu með vista­skipt­un­um, ekki frek­ar en þeir gerðu með veru sinni þar sem þeir voru. Það er kannski það merki­lega.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband