Færsluflokkur: Bloggar

Fjör í Hádegismóum

Er það vegna leiðarans, spyrja flestir sem heyra að stjórnarformaður Blaðsins rak mig á dyr í morgun. Ekki veit ég það, á bágt með að trúa að svo sé.

 

Hér að neðan er samantekt vegna ákvörðunar um að vísa mér á dyr og þar á eftir er leiðarinn, sem kannski rak stjórnarmennina til að reka mig á dyr.

 

Sigurður G. Guðjónsson hefur sagt mér að Kristinn Björnsson hafi brugðist illa við fréttum af ráðningu minni á Blaðið. Kannski hafa fleiri brugðist illa við.


Vísað á dyr

Þegar ég mætti til vinnu í morgun var ég kallaður á fund þeirra Sigurðar G. Guðjónssonar stjórnarformanns, Karls Garðarssonar framkvæmdastjóra og Steins Kára auglýsingastjóra, sem eiga sæti í stjórn Árs og dags, útgáfufélags Blaðsins, og sem jafnframt eru allir eigendur ef ég veit rétt. Sigurður afhenti mér bréf og óskaði þess að ég yfirgæfi starfsstöðina strax, sem ég og gerði, fullsáttur með að störf mín í þágu þremmenninga tilheyra nú fortíðinni.

Í bréfi sem Sigurður afhenti mér kemur ýmislegt fram sem ég verð að svara, sérstaklega vegna þess að bréfið ætla þeir að senda á alla fjölmiðla. í fyrsta kafla bréfsins er vikið að þeirri ákvörðun minni að hætta á Blaðinu strax í september. Það er rétt, ég vildi út. Þeir segja mig hafa á einhverjum degi logið til um fyrirætlanir mínar, en svo var ekki. Þegar ég svaraði þeim að ég vildi hætta og væri ekki viss hvað ég færi að gera, þá var staðan sú. Ég var í miklum vafa hvað ég ætti að gera. Síðar samdi ég við 365 um að taka að mér ritstjórn DV. Þá ætlaði ég að láta reyna á samkomulag mitt og Sigurðar G. Guðjónssonar og ganga úr vistinni. Það er rétt sagt í bréfi Sigurðar. En hvers vegna ætli ég hafi viljað hætta? Íbréfinu er það kallað árásir á auglýsingastjórann, sem ég varð að beita hörðu svo hann og hans fólk hætti að hanga yfir blaðamönnum til að fylgjast með störfum þeirra svo söludeildin gæti hringt í viðmælendur blaðamanna í von um að geta selt þeim auglýsingar. Annað eins hafði ég aldrei þekkt og ég hafði talsverðarn sigur í þessari hörðu deilu, deilu um sjálfstæði ritstjórnarinnar. Eins sló í brýnu þegar auglysingastjórinn, sem einsog áður segir er bæði eigandi og stjórnarmaður, gerði athugasemd við fréttamat mitt. Svo skemmtilega vill til að gagnrýni hans var vegna fréttar sem kom 365 afskaplega illa, það er skúbbið um lokun NFS. Í bréfi Sigurðar er barátta fyrir sjálfstæði ritstjórnar kölluð árás á auglýsingastjórann. Það kemur mér ekki á óvart að enn skilji útgefendurnir ekki hvað sjálfstæði ritstjórnar og fjarlægð milli hennar og söludeildarinnar er mikils virði.

Að lokum er það ekki rétt að ég hafi átt frumkvæði að vilja fara á DV, en það er einsog svo margt annað.

 

Eftir að hafa fundað með stjórnarformanninum ákvað ég að brjóta allt það sem ég hafði gert gagnvart 365, Sigurður bað mig að skilja þá ekki eftir í erfiðri stöðu, talaði nánast við mig sem lífgjafa, enda höfðu orðið verulegar breytingar á blaðinu eftir innkomu mína. Þá ákvað ég að reyna áram og sjá til hvort ég gæti átt samleið með félögum.

Eftir miklar bollaleggingar ákvað ég að það væri reynt til þrautar. Þar sem segir í bréfinu að ég hafi rætt við starfsmenn á ritstjórn Blaðsins um störf á öðru blaði er ekki allskostar rétt, kannski ekki við þvíað búast. Þannig er að ég talaði ekki við neinn fyrr en eftir að nýr ritstjóri hafði verið ráðinn. Nokkrir hafa spurt hvað færi að gera og óskað eftir að fylgja mér. Ég hef lagt á það áherslu við fréttastjórana, sem eru samstarfsmenn mínir til magra ára, að láta mig eða mitt líf ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um hvort þau kjósi að vera áfram á Blaðinu eða ekki, en bæði réðu sig þangað vegna mín, ekki vegna þremmennignanna.

 

Ár og dagur ætla að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að ég starfi fyrir aðra, en segja ranglega að ég hafi þegar hafið störf hjá öðrum vinnuveitenda. Svo er ekki, en svona láta menn.

 

Samstarfsfólki mínu sendi ég bestu kveðjur með þökk fyrir samstarfið.

 


Mogg­inn, Baug­ur og ol­íu­svik­in

Morg­un­blað­ið sér ástæðu til að blanda sam­an ol­íu­svika­mál­inu og Baugs­mál­inu í leið­ara í gær. Morg­un­blað­ið full­yrð­ir að sak­born­ing­ar í ol­íu­mál­inu muni ekki verj­ast með sama hætti og Baugs­menn. En hvers vegna er ver­ið að bera þessi tvö mál sam­an? Hvað rek­ur Mogg­ann til þess?Mál­in eru mjög ólík. Ann­að hef­ur ít­rek­að kom­ið fyr­ir dóm­stóla án þess að þeim sem hafa far­ið með ákæru­vald í mál­inu hafi nokkru sinni tek­ist að sanna sekt á þá sem þeir hafa ákært. Ol­íu­svika­mál­ið er allt ann­ars eðl­is. Sama dag og for­stjór­arn­ir þrír voru ákærð­ir féll skaða­bóta­dóm­ur á ol­íu­fé­lög­in um sekt þeirra vegna sam­ráðs; sam­ráðs um að hafa pen­inga af fólki, af við­skipta­vin­um sín­um. Enn hef­ur ekki tek­ist að sanna sekt­ir í Baugs­mál­inu, ólíkt því sem þeg­ar hef­ur gerst í ol­íu­svika­mál­inu.Ol­íu­svika­mál­ið er fram­hald af rann­sókn sam­keppn­is­yf­ir­valda. Brota­menn þar hafa ját­að sak­ir og beð­ist af­sök­un­ar á þeim. Baugs­menn hafa all­an tím­ann hald­ið fram sak­leysi sínu og var­ið sig af öflu afli. Sem er mik­ið.Ekki er hægt að sjá hvers vegna Mogg­inn kýs að strá efa­semd­um um varn­ir Baugs­manna þeg­ar blað­ið neyð­ist til að fjalla um ákær­ur í ol­íu­svika­mál­inu. Mogg­inn geng­ur svo langt í leið­ar­an­um að tal­a um að Baugs­menn hafi mis­not­að fjöl­miðla í vörn­um sín­um. Hér þarf að staldra við. Hafi ein­hver fjöl­mið­ill ver­ið mis­not­að­ur í þess­um mál­um er það Morg­un­blað­ið. Það var á rit­stjórn­ar­skrif­stofu Morg­un­blaðs­ins sem þeir hitt­ust Styrm­ir Gunn­ars­son, Kjart­an Gunn­ars­son og Jón Stein­ar Gunn­laugs­son til að leggja á ráð­in um kær­ur á hend­ur Baugs­mönn­um. Það var á rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins sem kær­and­inn í Baugs­mál­inu fékk ókeyp­is þýð­ing­ar­þjón­ustu, það var rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins sem átti í póst­send­ing­um í að­drag­anda lög­reglu­rann­sókn­ar­inn­ar gegn Baugi, það var rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins sem lék drjúgt hlut­verk í að ýta þeirri rann­sókn af stað. Það er þessi sami rit­stjóri sem stíg­ur nú fram og væn­ir aðra fjöl­miðla um að ganga er­inda sak­born­inga í Baugs­mál­inu. En hvað um hans hlut? Var allt það sem gert var á rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins, af­skipti rit­stjór­ans og hans vina, eðli­leg með­ferð á fjöl­miðli? Má vera að það sé mat rit­stjór­ans?Lengi hef­ur ver­ið beð­ið eft­ir því hvern­ig Morg­un­blað­ið myndi taka á ol­íu­svika­mál­inu þeg­ar loks kæmi að ákær­um. Það hef­ur Morg­un­blað­ið gert. Leið­ara­höf­und­ur­inn tók sér smjör­klípu í hönd og klíndi um allt til þess að draga úr al­var­leika ol­íu­svika­máls­ins. Einn af eig­end­um Morg­un­blaðs­ins til margra ára og fyrr­um stjórn­ar­for­mað­ur Morg­un­blaðs­ins sæt­ir ákæru í ol­íu­svika­mál­inu. Hef­ur það áhrif á rit­stjór­ann, féll Mogg­inn á próf­inu, fór Mogg­inn út af í beygj­unni?Sig­ur­jón M. Eg­ils­son. 

Gjaf­mildi ráð­herr­ann

 Mik­il ósköp er hún Val­gerð­ur Sverr­is­dótt­ir góð­ur ráð­herra. Hún er upp­full af hjarta­hlýju og hún kepp­ist við þessa dag­ana að láta gott af sér leiða. Val­gerð­ur gef­ur hing­að og þang­að, ómælt og rausn­ar­lega. Kannski er hún ekki eins af­leit­ur ut­an­rík­is­ráð­herra og flest­ir virð­ast álíta.En þeg­ar bet­ur er að gáð er hún ekki að gefa sjálf og vissu­lega má ef­ast um hug­inn að baki gjöf­un­um. Best er að halda því til haga að það sem Val­gerð­ur gef­ur á hún ekki, ekk­ert frek­ar en við hin. Hún er að gefa úr al­manna­sjóð­um og svo það sem verra er, það er ekki víst að allt sem hún gef­ur sé gef­ið vegna þarfa þiggj­and­ans. Frek­ar vegna þess að ís­lensk stjórn­völd hafa ekki enn lát­ið af þeirri gölnu hug­mynd að sækj­ast eft­ir setu í ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Til að mögu­legt sé að fá at­kvæði þarf að berj­ast, og í heim­in­um er oft­ast bar­ist með pen­ing­um þeg­ar þrá­in eft­ir pól­it­ísk­um vegt­yll­um gríp­ur stjórn­mála­menn. Þeir kunna greini­lega best að bera fé á þá sem þeir þurfa að treysta á að veiti þeim stuðn­ing. Val­gerð­ur er í ess­inu sínu og tek­ur reglu­lega pen­inga úr al­manna­sjóð­um. Vissu­lega er gott að gefa fá­tæk­um börn­um pen­inga og veita þeim að­stoð til betra lífs. Það er sætt, en sæt­ast er samt allt­af þeg­ar hug­ur gef­and­ans er sann­ur og ætl­ast ekki til neins í stað­inn. Þeg­ar svo er gert er ver­ið að gefa, ann­að er að kaupa.Á sama tíma og Val­gerð­ur fær­ir pen­inga til ann­arra landa hafa stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar reynt allt sem þeir geta til að tal­a nið­ur skýrslu for­sæt­is­ráð­herra um hversu mörg fá­tæk börn eru á Ís­landi. Í stað þess að horf­ast í augu við stað­reynd­ina, þá er þref­að um hvort fá­tæk börn á Ís­landi séu mjög mörg, mörg, ekki sér­stak­lega mörg, frek­ar fá eða mjög fá. Með­an stjórn­mála­menn fest­ast í þessu gamla fari sínu ger­ist ekk­ert og fá­tæku börn­in líða skort og þola nið­ur­læg­ingu, höfn­un sam­fé­lags­ins og aðr­ar þraut­ir, sama hvort þau eru mjög mörg, mörg eða bara ekk­ert sér­stak­lega mörg. Stjórn­mála­menn munu þæfa mál­ið með smá­at­rið­um og á með­an leysa þeir vanda barna í öðr­um lönd­um, ekki af hjarta­gæsku, held­ur í von um stuðn­ing við eina alt­vit­laus­ustu hug­mynd sem ís­lensk­ir stjórn­mála­menn hafa feng­ið og fram­kvæmt.Gam­an væri ef hægt væri að hinkra að­eins við. Skoða af al­vöru þá stað­reynd að börn hér á landi líða skort og hvað er unnt að gera til að lina þján­ing­ar þeirra. Þeg­ar því verki er lok­ið væri okk­ur mik­ill sómi að skoða í hvaða lönd­um við get­um gert mest og best gagn­ið til að að­stoða þá sem eiga bágt. Og láta þá hafa mest skort­ir, ekki þá sem hugs­an­lega veita okk­ur at­kvæði í von­lausu og óskilj­an­legu fram­boði okk­ar til ör­ygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Trausti er fínn maður

Trausti Hafliðason, sem tekur við ritstjórastarfinu af mér á Blaðinu, er fínn maður. Ég hef langa reynslu af samstarfi við Trausta og óska honum velfarnaðar í starfi.

Fá­tækt, kjör aldr­aðra og al­þing­is­manna

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifar í Blaðíð í dag fína grein sem birtist hér í fullri legnd:

Frá því hef­ur ver­ið skýrt að kjör aldr­aðra hafi í raun rýn­að frá ár­inu 1988. Á sama tíma hafa kjör flestra ann­arra lands­manna  batn­að  veru­lega. Þó ligg­ur fyr­ir að raun­veru­leg fá­tækt er of mik­il.  Það er skrýt­ið hvað það geng­ur illa að búa til raun­veru­legt vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag á Ís­landi. Vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag fyr­ir alla.  All­ir stjórn­mála­flokk­ar hafa  á stefnu­skrá sinni að vinna að bætt­um hag þeirra sem lök­ust hafa kjör­in og minnst fyr­ir sig að leggja. Það er þjóð­ar­sátt um að hér sé virkt vel­ferð­ar­kerfi.  Á sum­um svið­um er svo­nefnd vel­ferð þó kom­in út í slík­ar öfg­ar að manni dett­ur einna helst í hug að meint vel­ferð­ar­vinna sé að­al­lega hönn­uð fyr­ir þá sem starfa við hana vegna þess að þörf­in er ekki fyr­ir hendi held­ur til­bú­in. Á sama tíma vant­ar á að þjóð­fé­lag­ið sinni þeim sem mest þurfa á sam­fé­lags­legri að­stoð að halda. Af hverju eiga marg­ir aldr­að­ir ekki pen­inga fyr­ir mat út mán­uð­inn. Af hverju búa marg­ir aldr­að­ir við kjör þar sem mann­leg reisn er frá þeim tek­in. Sú kyn­slóð sem hef­ur til­eink­að sér öðr­um Ís­lend­ing­um frem­ur spar­semi, nýtni og nægju­semi. Um­ræð­an og út­reikn­ing­ar stjórn­valda eru kom­in á flækj­ust­ig í stað þess að greitt sé úr vand­an­um. Er það ásætt­an­legt í þjóð­fé­lagi sem kall­ar sig vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag?  Ég lít á það sem frum­skyldu hvers sið­aðs vel­ferð­ar­þjóð­fé­lags að sjá til þess að eng­inn borg­ari líði skort. Vissu­lega þarf að ein­beita sér að því að hjálpa fólki til sjálfs­hjálp­ar. En þeir sem eiga við var­an­lega fötl­un að stríða og/eða geta ekki afl­að sér tekna verða að eiga þess kost að lifa með reisn og þurfa ekki að hafa enda­laus­ar áhyggj­ur af frum­þörf­um sín­um. Eitt af því sem verð­ur að gæta að í vel­ferð­ar­þjóð­fé­lagi er að fólk fest­ist ekki í fá­tækt­ar­gildr­um og þar get­ur skatt­kerf­ið gegnt mik­il­vægu hlut­verki. Ég hef lengi hald­ið því fram að það brýn­asta í skatta­mál­um okk­ar sé að hækka skatt­leys­is­mörk­in veru­lega. Með því að hækka skatt­leys­is­mörk­in er kom­ið til móts við þá tekju­lægstu í þjóð­fé­lag­inu. Það þjón­ar bæði hags­mun­um ungs fólks sem er að koma sér fyr­ir í þjóð­fé­lag­inu og eldri borg­ur­um til að tak­mark­að­ar tekj­ur þeirra séu ekki frá þeim tekn­ar. Skatta­stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur mið­ast við að hanna skatt­kerfi fyr­ir stór­fyr­ir­tæki og þá sem eiga mest­ar eign­ir og hef­ur stuðl­að að vax­andi ójöfn­uði í þjóð­fé­lag­inu eins og Stef­án Ól­afs­son pró­fess­or hef­ur sýnt skil­merki­lega fram á.  Það er mik­il­vægt að stuðla að raun­veru­legri vel­ferð og að ráða­menn okk­ar séu ekki í  dúkk­ul­ísu­leikj­um, for­set­inn  eða sendi­full­trú­arn­ir 96, vítt og breitt um ver­öld­ina. Stjórn­mála­menn­irn­ir hafa tryggt sér áhyggju­laust ævi­kvöld og bú­ið til sér­regl­ur fyr­ir sig. Fyrst þeir leyfa sér að gera það fyr­ir sjálfa sig þá er það hneyksli að þeir geri ekki það sama fyr­ir alla lands­menn. Slíkt er ekki bara reg­in­hneyksli held­ur spill­ing. Það er spill­ing þeg­ar al­þing­is­menn skammta sér betri eft­ir­laun og líf­eyri en þeir gera öðr­um kleift að fá. Það er raun­ar al­gjört sið­leysi að þeir skuli búa aðra og betri vel­ferð­ar­um­gjörð um sjálfa sig en venju­legt fólk í land­inu. Þeir al­þing­is­menn sem tóku þátt í því að skammta sjálf­um sér sér­kjör hafa svik­ið þá meg­in­hug­sjón jafn­að­ar og bræðra­lags sem þjóð­ar­sátt ætti að vera um í þjóð­fé­lag­inu.  Það verð­ur að vera  al­mennt ör­ygg­is­net í þjóð­fé­lag­inu um vel­ferð allra borg­ara þann­ig að okk­ar minnstu bræð­ur líði ekki skort. Sum­ir kalla það sósí­al­isma en það hef­ur ekk­ert með sósí­al­isma að gera.  Það er mann­kær­leik­ur í sam­ræmi við þá kristi­legu lífs­skoð­un sem þjóð­fé­lag­ið bygg­ir á.  Í því fel­ast þau siða­lög­mál og við­mið­an­ir sem gert hafa Vest­ur­lönd að for­ustu­lönd­um mann­rétt­inda og mann­gild­is í ver­öld­inni. Slík sið­ræn for­usta er nú á und­an­haldi hér á landi.  

Eiríkur kærir Blaðið

Eiríkur Hjálmarsson, sem nú er launamaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur, hefur kært ritstjóra, fréttastjóra og blaðamann á Blaðinu til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Eiríkur fer gegn staðfestingum heimildarmanna Blaðsins um að samningur Orkuveitunnar og sveitarfélagsins Ölfuss sé metinn á um 500 milljónir króna. Viðmælendur Blaðsins voru almennt sammála um að í samningi sem inniheldur til dæmis; lýsingu við Þrengslaveg, uppgræðslu sanda við Þorlákshöfn, háhraðatengingu í Þorlákshöfn, byggingu fjárréttar, byggingu hesthúss, greiðslur fyrir jarðhitaréttindi og eflaust fleira telji um 500 milljónir að verðmæti. Vissulega varð Orkuveitan að leggja af framkvæmdir við Hellisheiðarvirkjun eftir skrif Blaðsins þar sem ekki hafði verið veitt löglegt leyfi til framkvæmdanna, en það er kannski ekkert sem tengir kæru Eiríks og áhrif skrifa Blaðsins á framkvæmdirnar.Eiríkir finnur að því að ekki hafi verið farið að hans vilja og leiðrétt að í fyrirsögn var stuðst við fulltrúa hjá Skipulagsstofnun, hann sagði í fréttum Blaðsins, að veiting bráðabirgðaleyfis til framkvæmda samræmist ekki lögum. “Samkvæmt bygginga- og skipulagslögum er ekki hægt að veita bráðabirgðaleyfi til þessara framkvæmda.”  Eirkíkur fann að því að í fyrstu fréttinni var talað um virkjunarleyfi en ekki framkvæmdaleyfi. Viðmælendur Blaðsins, aðrir en formælendur Orkuveitunnar, sögðu hins vegar virkjunarleyfi, en bæjarstjórinn sagði hins vegar; “okkar niðurstaða er sú að þar sem sem landssvæði var raskað fyrir þá mætti veita leyfi til rannsókna. Það er ekki víst að þarna komi til framkvæmda, aðeins er verið að rannsaka svæðið.” Þannig fór að framkvæmdum var hætt eftir að fréttirnar birtust og nú kærir upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar og efast um, gegn mati viðmælenda Blaðsins, að hægt sé að verðleggja greiðslur Orkuveitunnar á hálfan milljarð.Þessu verður vinnandi fólk að una og taka til varna.

Stopp

Ráð­herr­ar hafa fal­ast eft­ir ábyrgð. Með störf­um sín­um hafa þeir óskað eft­ir að bera ábyrgð. Þess vegna bera þeir ábyrgð og það er al­vara að tak­ast á við það sem ráð­herr­ar hafa tek­ið að sér. Þess vegna eru þeim borg­uð fín laun og þess vegna hafa þeir sjálf­ir get­að rétt­lætt of­ur­eft­ir­laun. Það er al­vara að bera ábyrgð. Og þar sem ráð­herr­ar hafa bein­lín­is óskað eft­ir ábyrgð­inni er ekki úr vegi að benda þeim á það sem okk­ur hin­um þyk­ir á vanta til að ráð­herr­arn­ir standi und­ir þeirri ábyrgð sem þeir hafa sóst eft­ir og feng­ið.Hörmu­leg bana­slys í um­ferð­inni eru allt­of tíð. Sú sára stað­reynd kall­ar á að­gerð­ir til að lág­marka mann­skaða og í sorg­inni er líka hægt að spyrja, hvers vegna? Hvers vegna var ákveð­ið að verja óhemju af pen­ing­um til að gera Héð­ins­fjarð­ar­göng þeg­ar mest eknu þjóð­veg­ir lands­ins eru lífs­hættu­leg­ir, svo hættu­leg­ir að á þeim hafa á skömm­um tíma orð­ið svo hörmu­leg slys, að flesta Ís­lend­inga set­ur hljóða. Það er eitt að fá ekki þæg­indi, ann­að að fá að aka með sem minnstri lífs­hættu. Þess vegna er æski­legt að ráð­herr­ar hafi dóm­greind til að raða rétt, láta neyð­ina ráða, óþæg­indi og tíma­eyðsla komi þar á eft­ir. Fleiri spurn­ing­ar koma fram, til að mynda hvað megi af­leggja marg­ar ein­breið­ar brýr fyr­ir þá pen­inga sem brennd­ir eru upp í von­lausri um­sókn að ör­ygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Sama er að segja um sendi­ráð­in öll, sendi­herr­ana sautj­án sem Dav­íð Odds­son skip­aði og svo margt og svo margt í okk­ar sam­fé­lagi sem okk­ur þegn­ana varð­ar ekk­ert um, en ráða­menn­irn­ir okk­ar kjósa að brenna pen­ing­um í hluti sem okk­ur hin­um er fyr­ir­mun­að að skilja hvers vegna.Ráð­herr­ar hafa kall­að eft­ir ábyrgð og þeir verða þá að bera hana. Kosn­ing­ar eru fram­und­an og þær skulu sko ekki snú­ast um rekstr­ar­form Rík­is­út­varps­ins, og þær skulu ekki snú­ast um ein­staka dek­ur­mál ráð­herra eða þing­manna. Það er margt sem bet­ur má gera og stjórn­mála­menn skulu ekki sleppa frá ákvörð­un­um um bætta þjóð­vegi. Ís­lend­ing­ar vilja ekki leng­ur búa við það óör­yggi sem nú er. Dauði eins okk­ar er sorg okk­ar allra og það verð­ur að ráð­ast að vand­an­um, fram­kvæma og gera okk­ur kleift að ferð­ast af meira ör­yggi en nú er. Hvað sem hver seg­ir er vand­inn mest­ur hér næst höf­uð­borg­inni. Um­ferð um veg­ina er ef­laust langt­um meiri en þeir hafa ver­ið hann­að­ir til að bera. Deil­ur um ágæti tveir plús tveir-vega eða tveir plús einn-vega mega ekki tefja að­gerð­ir. Þess vegna ger­ir ráð­herr­ann best með því að hefj­ast handa strax þann­ig að þing­ið geti sam­þykkt fram­kvæmd­ir á þeim fáu vik­um sem þing­menn mæta til vinnu eft­ir ára­mót.

Viljandi misskilningur

Merkilegt að heyra jafnvel vana blaðamenn lesa út úr eftirfarandi að ég hafi sett út á blaðamennsku fríblaða:

"Það sem hefur skipt hvað mestu máli fyrir mig, er að ég er ekki eins sannfærður fyrir ágæti fríblaða og ég var. Þar ráða nokkrar ástæður, til að mynda dreifing blaðanna og það að þau eru prentuð í stórum upplögum og borin út í von um að sem flestir lesi. Auðvitað á þetta form rétt á sér, en mér þykir komið að þeim punkti hjá mér, að ég og fríblöð eigum ekki samleið, allavega ekki í bili. Kannski breytist það seinna, en þetta er helsta ástæða þess að ég kýs að hætta sem ritstjóri Blaðsins."

Ein helsta ástæða þess að ég vil hætta á fríblöðum er dreifingin. Hvorki Fréttablaðinu né Blaðinu hefur tekist að dreifa blöðunum með sóma. Aðrar ástæður er hægt að nefna, til að mynda pláss fyrir efni. Fríblöðin eru þröng vegna auglýsinga og þrengslin setja blöðunum mörk um umfang efnis. Svo er annað sem er mikilsvert, það er spennandi vettvangur að þurfa að lúta eðlilegum lögmálum um framboð og eftirspurn. Það hefur ekkert með blaðamennsku á fríblöðum að gera að mig langi að taka nýtt skref, nýja áskorun og gera annað en ég hef gert síðustu ár.

Ég held að þeir sem hafa lesið gagnrýni, á eigin stöf og félaga mína á ritstjórnum beggja fríblaðanna, út úr orðum mínum hafi kosið að gera svo. 

 


Uppsögn

Það er rétt sem fram hefur komið að ég hef sagt upp störfum sem ritstjóri Blaðsins og að ég hafi óskað eftir að láta af störfum eigi síðar en um áramótin. Ég hef ekki rætt við 365 eða Árvakur um störf á þeirra blöðum. Getgátur um það eru rangar.

Það er einnig rétt að Janus Sigurjónsson hefur sagt upp og óskað eftir að láta af störfum á sama tíma og ég. Janusi langaði í raun aldrei á Blaðið. Honum stóð margt til boða, en hann tók þá ákvörun að fylgja mér og þegar ég sagði honum að ég ætlaði að hætta voru allar forsendur fyrir veru hans á Blaðinu brostnar.

Fréttastjórunum, sem líkt og Janus, komu með mér og einungis mín vegna, hafa sagt upp störfum, en með fyrirvörum um hvernig spilast úr með ráningu nýs ritstjóra. Þau vilja hafa fyrirvara um hver tekur við og eins hvort næsti ritstjóri vilji vinna með þeim eins náið og samstarf fréttastjóra og ritstjóra þarf að vera.

Fréttir af öðrum uppsögnum eru ekki réttar.

Það sem hefur skipt hvað mestu máli fyrir mig, er að ég er ekki eins sannfærður fyrir ágæti fríblaða og ég var. Þar ráða nokkrar ástæður, til að mynda dreifing blaðanna og það að þau eru prentuð ó stórum upplögum og borin út í von um að sem flestir lesi. Auðvitað á þetta form rétt á sér, en mér þykir komið að þeim punkti hjá mér, að ég og fríblöð eigum ekki samleið., allavega ekki í bili. Kannski breytist það seinna, en þetta er helsta ástæða þess að ég kýs að hætta sem ritstjóri Blaðsins. 

e.s.  las á bloggsíðu Steingríms Ólafssonar um þá ákvörðun mína að hætta á Blaðinu. Það er rétt að Steingrímur hafði samband við mig í gær, og vegna loforða við núverandi vinnuveitendur afvegaleiddi ég hann, kaus að staðfesta ekki upssögnina. Það er hins vegar kolrangt það sem haft er eftir mér orðrétt á síðu Steingríms;

Ertu að hætta á Blaðinu?"

Svar Sigurjóns var eftirfarandi:

"Nei, það er lygi."

 

Samtal okkar var ekki svona, og ég nota ekki orðið lygi. Nenni bara að mótmæla því sem er sagt að hafi verið í beinni ræðu. Annað hirði ég ekki um.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband